Leita í fréttum mbl.is

Mælir ekki með evru né ESB - fréttnæmt?

"Í hnausþykku helgarblaði Viðskiptablaðsins er meðal annars ýtarlegt viðtal við Finn Sveinbjörnsson, bankastjóra Icebank og fyrrverandi forstjóra Kauphallarinnar, eða Verðbréfaþings Íslands. Í viðtalinu er töluvert rætt um íslenskt fjármálalíf og í lokin er Finnur spurður um hvort hann telji ástæðu til að Íslendingar taki upp evru. Og svarar skýrt:

Nei, hvorki einhliða né með því að ganga í Evrópusambandið á undan. Ég tel að við þurfum tvímælalaust að styrkja stjórntæki Seðlabankans á sviði peningamála og vil alls ekki fórna sjálfstæðri peningamálastjórn með því að taka upp evruna. Ég tel nefnilega að reynslan hafi sýnt að aðlögun að óhjákvæmilegum hagsveiflum með því að treysta eingöngu á fjármál hins opinbera og vinnumarkaðinn yrði sársaukameira en að hafa peningamálin einnig í vopnabúrinu. Þá finnst mér margt í þessari umræðu hafa verið afskaplega yfirborðskennt og lítt ígrundað.

Það er alkunna að ef úr viðskiptalífinu eða hinum háu háskólum heyrist af stuðningsmanni þess að evra verði tekin upp sem opinber gjaldmiðill Íslands, þá verður það undantekningarlítið að stórri frétt í helstu fjölmiðlum. Gaman verður að sjá hversu mikla athygli þessi eindregnu orð bankastjórans og fyrrum Kauphallarforstjórans munu vekja."

Tekið úr Vefþjóðviljanum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Það er aldrei góð speki að mæla með miðstýrðu skriffinskubákni.

Hjörtur J. Guðmundsson, 18.11.2007 kl. 11:36

2 Smámynd: Jón Lárusson

Hér er að myndast áhugaverð frasakeppni og því vert að taka þátt.

Sá sem ekki trúir á sjálfan sig mun glatast, en sá sem trúir mun alltaf sigra.

Jón Lárusson, 19.11.2007 kl. 09:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 99
  • Sl. sólarhring: 208
  • Sl. viku: 678
  • Frá upphafi: 1116871

Annað

  • Innlit í dag: 94
  • Innlit sl. viku: 595
  • Gestir í dag: 92
  • IP-tölur í dag: 91

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband