Leita í fréttum mbl.is

Mótum eigin framtíð

Jón Steindór Valdimarsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, ritaði grein í Fréttablaðið 5. marz sl. sem að mínu mati er einna merkilegust fyrir þær sakir að fyrirsögn hennar er í raun í engu samræmi við sjálft efni greinarinnar. Fyrirsögnin er sú sama og á þessari grein (og sem einnig er yfirskrift Iðnþings 2008 sem fram fór nýverið), en greinin sjálf fjallar hins vegar ekkert um það að við Íslendingar eigum að móta okkar framtíð sjálfir að öðru leyti en því að samþykkja aðild að Evrópusambandinu, afsala okkur þar með sjálfstæðinu og leggja eftirleiðis blessun okkar yfir það að öðrum yrði falið að móta framtíð okkar á flestum og sífellt fleiri sviðum sem hingað til hafa verið á okkar eigin forræði.

Ef Jóni Steindóri yrði að ósk sinni yrði framtíðarmótun okkar þannig nær alfarið í höndum embættismanna Evrópusambandsins og fulltrúa stærri aðildarríkja þess, þá einkum og sér í lagi þeirra stærstu enda fara áhrif aðildarríkja sambandsins fyrst og síðast eftir því hversu fjölmenn þau eru. Það þarf vart að fara mörgum orðum um það hversu óhagstæður sá mælikvarði er fyrir okkur Íslendinga. Ef skoðuð er skýrsla Evrópunefndar forsætisráðherra, sem gefin var út fyrir rétt tæpu ári, má gera ráð fyrir að áhrif Íslands innan Evrópusambandsins yrðu í kringum 1% í besta falli kæmi til aðildar að því. Sem lýsandi dæmi um þá stöðu gætum við búist við að fá 5 þingsæti á þingi sambandsins af 785 eins og staðan er í dag, enda yrði Ísland þá minnsta aðildarríkið.

Sú framtíðarmótun, sem fram færi undir forystu þessara aðila, myndi seint byggjast á sérstöku tilliti til hagsmuna okkar Íslendinga nema svo heppilega vildi til að hagsmunir okkar ættu samleið með hagsmunum stóru ríkjanna eða að hagsmunir okkar hefðu einhverja þá sérstöðu að þeir stönguðust ekki á við hagsmuni annarra aðildarríkja. Að öðru leyti stæðum við frammi fyrir þeim veruleika að hagsmunir stærri aðildarríkja væru allajafna látnir ganga fyrir okkar hagsmunum. Stýrivextir á evrusvæðinu yrðu þannig t.a.m. seint hækkaðir til að slá á þenslu hér á landi á kostnað hagvaxtar í Þýzkalandi. Ekki einu sinni Spánverjar hafa fengið stýrivextina hækkaða, til að slá á vaxandi þenslu þar í landi, einkum vegna þess að Þjóðverjar hafa um árabil búið við slakt efnahagsástand og hafa því þurft lága vexti.

Það verður því ekki beint sagt að mjög metnaðarfullar hugmyndir séu settar fram í grein Jóns Steindórs um mótun okkar Íslendinga á eigin framtíð. Skilaboð hans eru þvert á móti þau að við séum ekki fær um að stjórna okkar eigin málum sjálf og því fari best á því að það vald sé framselt í hendurnar á öðrum sem þó myndu afar ólíklega fara með það með íslenska hagsmuni í huga. Sjálfur tel ég hins vegar að orð Jóns Sigurðssonar, forseta, um að veraldarsagan beri "ljóst vitni þess að hverri þjóð hefir þá vegnað best þegar hún hefir sjálf hugsað um stjórn sína", séu í fullu gildi enn þann dag í dag.

Hjörtur J. Guðmundsson

(Birtist áður í Fréttablaðinu 17. mars 2008 og á heimasíðu höfundar)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 36
  • Sl. sólarhring: 195
  • Sl. viku: 615
  • Frá upphafi: 1116808

Annað

  • Innlit í dag: 34
  • Innlit sl. viku: 535
  • Gestir í dag: 34
  • IP-tölur í dag: 34

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband