Leita í fréttum mbl.is

Vaxandi ósamræmi innan evrusvæðisins skapar efasemdir um framtíð þess

Financial Times greindi frá því 9. apríl sl. að vaxandi ósamræmis gætti á milli hagkerfa aðildarríkja evrusvæðisins sem gerði Seðlabanka Evrópusambandsins erfitt fyrir að halda úti sameiginlegri peningamálastefnu fyrir evruríkin. Eitt af því sem tilkoma evrusvæðisins átti að stuðla að var að hagsveiflur aðildarríkja þess samlöguðust sem er í raun ein forsenda þess myntbandalag geti starfað með eðlilegum hætti og þótt æskilegur kostur. Reyndin hefur þó orðið önnur og í raun hefur evrusvæðið aldrei uppfyllt þau hagfræðilegu skilyrði sem allajafna eru talin nauðsynlegar forsendur til þess að myntbandalög geti talist hagkvæmur kostur.

Samkvæmt kenningu bandaríska hagfræðingsins Robert Mundell, sem notið hafa vinsælda og viðurkenningar á meðal flestra hagsfræðinga, má skipta þessum skilyrðum í þrennt:

  1. Hagsveiflur á milli þeirra ríkja sem mynda viðkomandi myntbandalag verða að vera í takt þannig
    að ekki sé þörf á sjálfstæðri peningamálastefnu fyrir hvert ríki.
  2. Laun þurfa að vera sveigjanleg þannig að þau lækki þegar og þar sem eftirspurn minnkar en hækki þar sem eftirspurn eykst. Þannig sé tryggt að atvinnustigið haldist stöðugt þrátt fyrir að hagsveiflan sé ekki alls staðar sú sama og sjálfstæð peningamálastjórntæki aðildarríkjanna hafi verið tekin úr sambandi.
  3. Vinnuafl þarf að vera hreyfanlegt innan myntbandalagsins þannig að fólki geti á auðveldum hátt flutt af þeim svæðum þar sem atvinnuleysi ríkir þangað sem eftirspurn er eftir vinnuafli.

Samkvæmt kenningu Mundells nægir að eitt þessara skilyrða sé uppfyllt til að aðild að myntbandalagi geti talist hagkvæmur kostur. En eins og áður segir uppfyllti evrusvæðið þessi skilyrði ekki í upphafi og gerir ekki enn. Engu að síður var farið af stað með verkefnið. Nokkuð sem í sjálfu sér ætti ekki að koma á óvart í ljósi þess að evrusvæðið er fyrst og síðast hugsað sem pólitískt fyrirbæri, þ.e. stórt skref í átt til aukins samruna innan Evrópusambandsins, en ekki hagfræðilegt. M.ö.o. var það sem réð för pólitík en ekki hagfræði.

Heimildir:
European growth rates pull in different directions (Financial Times 09/04/08)
Euro-Zone Growth Slows, As North, South Diverge (Wall Street Journal 03/04/08)

Tengt efni:
Issing segir efnahagslegar undirstöður evrusvæðisins vera gallaðar

Ítarefni:
Kostir og gallar upptöku evru sem gjaldmiðils á Íslandi
Á evrusvæðið framtíðina fyrir sér?

--- 

Rétt er að hafa ávallt hugfast að umræðan um Evrópumálin snýst fyrst og síðast um það hvort við Íslendingar eigum áfram að vera sjálfstæð og fullvalda þjóð eða hvort við eigum að ganga í Evrópusambandið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 100
  • Sl. sólarhring: 197
  • Sl. viku: 679
  • Frá upphafi: 1116872

Annað

  • Innlit í dag: 95
  • Innlit sl. viku: 596
  • Gestir í dag: 92
  • IP-tölur í dag: 91

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband