Leita í fréttum mbl.is

Írar hafna Stjórnarskrá Evrópusambandsins

Evrópusambandið er aftur komið í djúpstæða tilvistarkreppu eftir að Írar höfnuðu Lissabon-sáttmálanum svonefndum í þjóðaratkvæði 12. júní sl. Lissabon-sáttmálinn, sem í raun er Stjórnarskrá Evrópusambandsins sem Frakkar og Hollendingar höfnuðu í þjóðaratkvæðagreiðslum fyrir þremur árum síðan, felur það einkum í sér að sambandið verður í raun að sambandsríki hliðstæðu við Bandaríkin.

Samkvæmt reglum Evrópusambandsins þurfa öll aðildarríki sambandsins að samþykkja Lissabon-sáttmálann til þess að hann geti tekið gildi og höfnun Íra þýðir því að sáttmálinn er úr sögunni. En forystumenn Evrópusambandsins hafa þegar lýst því yfir að halda eigi áfram með að innleiða sáttmálann þrátt fyrir höfnun Íra.

Það verður fróðlegt að vita hvert framhaldið verður. Lýðræðislegur vilji kjósenda hefur til þessa ekki skipt Evrópusambandið miklu máli ef hann hefur ekki samrýmst vilja þess. Ólíklegt verður að telja að annað verði uppi á teningnum núna. Vafalaust verður áfram reynt að koma Lissabon-sáttmálanum í gagnið með góðu eða illu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 86
  • Sl. sólarhring: 182
  • Sl. viku: 583
  • Frá upphafi: 1116685

Annað

  • Innlit í dag: 64
  • Innlit sl. viku: 497
  • Gestir í dag: 61
  • IP-tölur í dag: 61

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband