Leita í fréttum mbl.is

Snemma á næsta áratug

kristinn h gunnarssonÍvikunni hafa birst í fjölmiðlum viðtöl við Olla Rehn, sem ber þannstarfstitil að vera framkvæmdastjóri stækkunarmála Evrópusambandsins,um hugsanlega aðild Íslands að ESB. Aðspurður hvenær Íslendingar gætuverið orðnir aðilar að sambandinu svarar hann því til að það gæti orðiðsnemma á næsta áratug. Ríkisútvarpið hefur ályktað út frá svörunum semsvo að af aðild gæti orðið á næstu fjórum árum. Þá er tekið mið af þvíað Íslendingar gætu í besta falli fengið aðild á sama tíma og Króatía.Olli Rehn bendir á að nauðsynlegt verði að breyta samþykktumEvrópusambandsins á þann veg sem ætlað var með Lissabon-samkomulaginuáður en ný aðildarríki bætist við þau 27 ríki sem eru þar núna. En svofór að Írar felldu samkomulagið í þjóðaratkvæðagreiðslu og stöðvuðu þarmeð framgang þess. Það verður meira en að segja það, að fábreytingarnar samþykktar á næstunni, því Írar verða varla reiðubúnirtil þess að kjósa aftur um felldar tillögur til þess eins að beygja sigundir vilja annarra ríkja. Einhverjar breytingar hljóta að verða gerðará Lissabon-samkomulaginu til þess að mæta andstöðu Íra og svo þarf aðfara með endurbættan samning fyrir öll 27 þjóðþingin. Allt tekur þettatíma.

Lissabon-samkomulagið er ætlað til þess að breytagrundvallarreglum um samstarf ríkjanna til þess að auðveldaákvörðunartöku og er neitunarvald hvers og eins ríkis afnumið ífjölmörgum málaflokkum. Þær breytingar breyta sambandinu frá bandalagiríkja í átt til ríkjabandalags og munu veikja stöðu smærri ríkja enauka áhrif stóru ríkjanna. Í þessu ljósi er óhjákvæmilegt að næstaskref í Evrópuumræðunni verði að kynna og ræða Lissabon-samninginn oggera landsmönnum ljóst hvernig Evrópusambandið verður að því samþykktu.Miðað við svör Rehns er útilokað að Íslendingar gangi inn í núverandiEvrópusamband og tilboð um aðild miðast þess vegna einungis við hiðbreytta Evrópusamband.

En það er fleira sem fram kemur íviðtölunum við framkvæmdastjóra stækkunarmálanna. Í fyrsta lagi tekurhann skýrt fram að Íslendingar fái enga hraðmeðferð. Þar verða þeir ásömu vegferð og aðrir. Hins vegar njóti Íslendingar þess að í gegnumEES-samninginn er búið að afgreiða töluvert af ESB-reglunum og þaðstytti væntanlega viðræðuferlið. En samt orðaði hann svar sitt þannigað landið gæti verið orðið meðlimur í ESB snemma á næsta áratug. Í öðrulagi kom fram hjá honum að Íslendingar yrðu að uppfylla skilyrðiEvrópusambandsins og stefnu þess og takmarkaðar heimildir væru til þessfyrir ESB að slaka til frá þeim. Sérstaklega tók hann fram að þettagilti um sjávarútvegsmálin. Rehn gat þess að til væru leiðir til þessað auðvelda aðlögunina að ESB-stefnunni en meginreglan væri að þjóðeins og Íslendingar verði fara að almennum reglum.

Þessi viðtölvið Olla Rehn slá botninn úr viðtölum og fullyrðingum fjölmargrastjórnmálamanna og áhugamanna um aðild Íslands að ESB undanfarnar vikurþess efnis að Íslendingar geti fengið sérmeðferð nánast á öllum sviðum.Þeir geti fengið aðild á allt að 6 mánuðum og evruna jafnvel fyrr ogsamt samið sig frá stefnu Evrópusambandsins í einstökum málum. Alltþetta tal er nú afhjúpað sem skrum eitt. Það er engin sérmeðferð í boðihjá ESB og það sem er jafnvel enn mikilvægara að menn átti sig á, er aðmeð ESB-aðild fáum við ekki aðrar þjóðir til þess að leysa vandræðiokkar Íslendinga og greiða kostnaðinn af útrásinni. Þann vanda verðalandsmenn að axla og leysa af eigin rammleik með þeim ráðum sem tiltækeru, þar með talið krónunni.

Umræða um ESB-aðild lýtur aðeinsþví mati hvort hagsmunum lands og þjóðar verði betur komið innan ESB enutan þegar horft er til langrar framtíðar. Það viðfangsefni eiga mennað taka fyrir og þar er margt áhugavert sem þarf að brjóta til mergjarmeð skipulögðum hætti. Sumt mælir með nánara samstarfi viðEvrópusambandsþjóðirnar en annað gerir það ekki. En mál er að linniáróðurskenndri umfjöllun um óraunhæfar skammtímalausnir.

Kristinn H. Gunnarsson,
þingmaður Frjálslynda flokksins

(Birtist áður í Morgunblaðinu 24. nóvember 2008)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 176
  • Sl. viku: 584
  • Frá upphafi: 1116777

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 505
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband