Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, júlí 2009

Ráđherra segir kostnađarmat vegna ESB-umsóknar óraunhćft

Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnađarráđherra, segir kostnađarmat utanríkisráđuneytisins vegna umsóknar um inngöngu í Evrópusambandiđ upp á 990 milljónir króna vera algjörlega óraunhćft. Sú upphćđ eigi eftir ađ hćkka verulega. Hann segir ótímabćrt ađ sćkja um inngöngu nú, í ţađ eigi ekki ađ eyđa fjármunum og vinnu.

Sjá nánar á heimasíđu Heimssýnar www.heimssyn.is.


Hvađ kostar ađ sćkja um inngöngu í Evrópusambandiđ?

Utanríkisráđuneytiđ áćtlar ađ umsókn um inngöngu í Evrópusambandiđ og viđrćđur í kjölfariđ kunni ađ kosta skattgreiđendur allt ađ einn milljarđ króna. Hćglega má gera ráđ fyrir ađ ţessi kostnađur gćti fariđ í mun hćrri fjárhćđir ef miđađ er reynsluna af áćtluđum kostnađi vegna ýmissa annarra verkefna á vegum hins opinbera í gegnum tíđina. Ţetta var m.a. rćtt á Alţingi í dag og voru útreikningar ráđuneytisins harđlega gagnrýndir fyrir ađ byggja á óskhyggju. Miklir óvissuţćttir vćru í ţeim og gćti kostnađurinn ţví hćglega margfaldast.

Sjá nánar á heimasíđu Heimssýnar www.heimssyn.is


Ţing ESB jafn valdamikiđ og ríki sambandsins

Fráfarandi forseti ţings Evrópusambandsins, Hans Gert Pöttering, lét ţess m.a. getiđ er hann lét af embćtti 8. júlí sl. ađ ţingiđ vćri nú jafn valdamikiđ og ríki sambandsins. Hann hvatti viđ sama tćkifćri eftirmann sinn til ţess ađ berjast fyrir hagsmunum ţingsins og lýsti ennfremur ţeirri skođun sinni ađ ţingiđ ćtti ađ beita sér fyrir ţví ađ auka enn völd sín gagnvart ríkjunum.

Sjá nánar á heimasíđu Heimssýnar www.heimssyn.is


Íslenskar auđlindir mikilvćgar fyrir ESB

„Ég tel ađ frá sjónarhóli Evrópusambandsins sé ţađ mjög áhugavert fyrir okkur ađ fá Ísland um borđ. Ţetta er mjög gömul menning og ţeir búa viđ traustar lýđrćđishefđir sem myndu styrkja norrćnar hefđir um gegnsći og góđa stjórnsýslu. Og ţeir eiga einnig náttúruauđlindir sem eru mikilvćgar fyrir Evrópu eins og orku og fisk. Ţannig ađ ég tel ađ ţađ vćri mjög gott fyrir okkur - og einnig fyrir ţá - ađ verđa hluti af Evrópusambandinu,“ sagđi Eva Joly í viđtali viđ ţýska fréttamiđilinn Deutsche Welle í dag.

Sjá nánar á heimasíđu Heimssýnar www.heimssyn.is.


Hvernig Írland hentar Evrópusambandinu?

Forsćtisráđherra Írlands, Brian Cowen, lét ţau orđ falla nýveriđ í umrćđum á írska ţinginu ađ ţađ vćri tímabćrt ađ rćđa ţađ hvers konar Írland vćri ćskilegt í Evrópusambandinu í stađ ţess ađ rćđa hvers konar Evrópusamband hentađi Írum best. Ţetta eru fyrir margt athyglisvert ummćli og ţá ekki síst frá sjónarhóli Íslendinga. Evrópusambandiđ verđur aldrei klćđskerasaumađ fyrir Ísland. Ţađ liggur fyrir vikiđ ţegar fyrir í öllum meginatriđum hvađ innganga í sambandiđ hefđi í för međ sér fyrir hagsmuni Íslendinga.

Sjá nánar á heimasíđu Heimssýnar www.heimssyn.is.


Trúa Íslendingar á jólasveininn?!?

Lars Peder Brekk, landbúnađarráđherra Noregs, segir ađ Íslendingar trúi greinilega á jólasveininn úr ţví ţeir haldi ađ ţeir geti fengiđ sérstakar undanţágur varđandi sjávarútvegsmál innan Evrópusambandsins. Ţetta kemur fram á norska vefnum VG. „Íslandi mun ekki takast ađ fá samţykki Evrópusambandsins fyrir ţví ađ ţeir fái sérstakar undanţágur í sjávarútvegsmálum. Ţađ er eins og ađ trúa á jólasveininn,” segir Brekk í samtali viđ fréttastofuna ANB.

Sjá nánar á heimasíđu Heimssýnar www.heimssyn.is.


ESB reyndi ađ múta forsćtisráđherra Króatíu

Króatía hefur sem kunnugt er sótt um inngöngu í Evrópusambandiđ en viđrćđur viđ landiđ hafa einkum strandađ á landamćradeilum sem Króatar hafa átt í viđ Evrópusambandsríkiđ Slóveníu. Slóvenar hafa vegna ţessara deilna stađiđ í vegi fyrir inngöngu Króatíu í sambandiđ. Króatíski forsćtisráđherrann, Ivo Sanader, sagđi af sér í dag m.a. vegna ţessara deilna. Sanader upplýsti jafnframt af ţessu tilefni ađ Evrópusambandiđ hefđi bođiđ sér starf á sínum vegum međ ţađ fyrir augum ađ liđka fyrir lausn á deilunni viđ Slóvena en hann hafnađi ţví bođi.

Sjá nánar á heimasíđu Heimssýnar www.heimssyn.is.


Evran hefđi ekki hjálpađ Dönum í efnahagskreppunni

Ţađ hefđi ekki hjálpađ Dönum ađ vera međ evrur í veskinu í stađ danskra króna í yfirstandandi efnahagskreppu. Ţađ er álit meirihluta 60 helstu hagfrćđinga Danmerkur ađ ţví er danska viđskiptablađiđ Börsen greinir frá. Börsen og fréttastofan Ritzau fengu svör 52 hagfrćđinga viđ spurningunni. Um 60% voru ţeirrar skođunar ađ evran hefđi ekki breytt ástandinu til batnađar en 37% voru ţeirrar skođunar ađ evran hefđi gagnast betur en krónar.

Sjá nánar á heimasíđu Heimssýnar www.heimssyn.is.


Ragnar Sćr til starfa hjá Heimssýn

Ragnar Sćr Ragnarsson hefur veriđ ráđinn til Heimssýnar til ađ hafa umsjón međ daglegum rekstri samtakanna. Ragnar Sćr var ţar til nýlega framkvćmdastjóri hjá THG arkitektum en var ţar áđur framkvćmdastjóri sveitarfélagsins Bláskógabyggđar. Ragnar Sćr er varaborgarfulltrúi í Reykjavík ţar sem hann er búsettur og stundar meistaranám í opinberri stjórnsýslu og stjórnun viđ Háskóla Íslands. Ragnar er kvćntur Unni Ágústu Sigurjónsdóttur hjúkrunarfrćđingi og eiga ţau tvö börn. Heimssýn býđur Ragnar velkominn til starfa.

Sjá nánar á heimasíđu Heimssýnar www.heimssyn.is.


« Fyrri síđa

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri fćrslur

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 11
  • Sl. sólarhring: 258
  • Sl. viku: 946
  • Frá upphafi: 1117545

Annađ

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 828
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 11

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband