Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2013

Vigdís segir dönsku stjórnina taka hagsmuni ESB umfram eigin þegna

vigdisÞað er einkennilegt að horfa upp á Danmörku standa með ESB í deilu við smáríki sem er hluti af Danmörku, segir Vigdís Hauksdóttir formaður Heimssýnar og þingmaður Framsóknarflokksins í nýlegri færslu á vefsíðu sinni.

Vigdís segir að í verknaði stjórnvalda í Danmörku kristallist tryggð ríkja sem eru í ESB við Evrópusambandið sjálft og að þar séu hagsmunir hluta þegna Danaveldis víkjandi.

Vigdís minnir enn fremur á að mikilvægt sé að þjóðirnar í norðri vinni saman að sameiginlegum hagsmunum. Þá segir hún að við megum ekki gleyma því vinarþeli sem Færeyingar sýndu okkur á haustdögum 2008.

Pistill Vigdísar er hér: Ísland, Færeyjar og Grænland.


Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra vill ekki evruna

BjarniBjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra vill ekki evruna og segir íslensku krónuna vera eina kostinn fyrir Íslendinga í gjaldeyrismálum. Þetta kemur fram í vefritinu News of Iceland.

Í frásögn vefritsins segir Bjarni enn fremur að það sem skipti máli sé hagstjórnin í landinu. Evran muni ekki bæta þar úr.


Ekki má bogna undan hótunum ESB

jonbÞað á ekki að ganga til nauðasamninga við ESB um makríl. Við megum alls ekki bogna fyrir ríkjasambandi sem í krafti stærðar og óskammfeilni heldur uppi hótunum um beitingu valds eins og ESB hefur gert gagnvart Íslendingum og Færeyingum. Færeyingar hafa þó enn haldið haus í deilunum við ESB um fiskveiðimálin, enda mikið í húfi, yfir 95% af útflutningstekjum þeirra.

Svo segir í nýlegri bloggfærslu Jóns Bjarnasonar, varaformanns Heimssýnar og fyrrverandi sjávarútvegsráðherra.

Jón segir enn fremur að makríl hafi fjölgað mjög mikið í íslenskri lögsögu og að hann innbyrði óhemjumikið af fæðu í samkeppni við aðra nytjafiska.

Sjá bloggfærslu Jóns hér: Gefum ekki eftir okkar hlut í makrílveiðunum


Makríllinn étur undan þorskinum okkar - en ESB hefur litlar áhyggjur af því

Makríll er farinn að ganga á Íslandsmið í auknum mæli og þrengir að þorskstofni og öðrum nytjafiskum sem Íslendingar veiða. ESB á erfitt með að skilja stöðu Íslendinga í þessu, vildi lengi halda okkur utan samninga um veiðar og hefur verið með miklar hótanir í okkar garð um viðskiptaþvinganir. 

Fjallað var um hluta þessa máls í Morgunblaðinu 8. október síðastliðinn. Þar kemur fram að miklar makrílgöngur vestur og norður með landinu valdi mönnum áhyggjum því á þeim slóðum eru uppeldisslóðir ungviðis þorsks og loðnu. Rannsóknir Hafrannsóknastofnunarinnar bendi til þess að uppistaðan í fæðu makríls hér við land sé áta, svifdýr af krabbaættum.

Í blaðinu er viðtal við Jóhann Sigurjónsson forstjóra Hafrannsóknarstofnunar. Þar segir hann að makríllinn sé nokkuð kræfur í fæðunáminu, hafi hröð efnaskipti og fitni hratt á skömmum tíma. Í umfjöllun Morgunblaðsins kemur fram að líklega þurfi makríllinn að éta 2-3 milljónir tonna af sjávarfangi í íslenskri lögsögu og að ljóst sé að þetta hafi áhrif á fæðumöguleika annarra tegunda á íslenskum fiskimiðum.


Sitjum stöðugt undir hótunum ESB um viðskiptahindranir

SigurðurIngiVið höfum sætt því að vera hótað alls kyns viðskiptahindrunum ef við ekki göngum í takt við risaveldið Evrópusambandið. Við höfum staðist allar þær sóknir.

Svo segir Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra hér í viðtali við Morgunblaðið.

Það er mikilvægt að Íslendingar standi áfram á rétti sínum sem strandveiðiþjóð í makríldeilunni og láti ekki risaveldið Evrópusambandið komast upp með þjösnskap.

Við hvetjum Sigurð Inga til að standa áfram fast í fæturna í þessum efnum.


mbl.is Makrílsamningar ólíklegir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjórnvöldum ber að halda fast við fyrri kröfur í makríldeilunni

makrillFramkvæmdastjórn Heimssýnar leggur áherslu á að ekki verði látið undan hótunum Evrópusambandsins í makríldeilunni og minnir á að yfirstandandi samningaviðræður eru haldnar í skugga hótana ESB og að þær hafi beina tengingu við aðildarviðræður Íslands sem ekki hafi verið slitið.

Ályktun framkvæmdastjórnar Heimssýnar er svohljóðandi:

Stjórnvöldum ber að halda fast við fyrri kröfur

Heimssýn – hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, leggur áherslu á að ekki verði látið undan hótunum Evrópusambandsins í samningum um hlutdeild Íslands í heildar makrílveiði. Ísland hefur á undanförnum árum áskilið sér rétt til að lágmarki 16 -17% af heildarveiði makríls en það er byggt á rétti strandþjóðar, magni makríls í íslenskri lögsögu og gríðarlegu fæðunámi hans hér við land.

Yfirstandandi samningaviðræður eru í skugga hótana Evrópusambandsins  og hafa beina tengingu við aðildarviðræður Íslands sem ekki hefur verið slitið. Heimssýn telur að samningagerð og eftirgjöf undir hótunum Evrópusambandsins um viðskiptabann sé Íslandi sem fullvalda þjóð ekki samboðin. Þá leggja samtökin áherslu á að stjórnvöld haldi fast við fyrri kröfur um aflahlutdeild í makríl.

Heimssýn skorar jafnframt á ríkisstjórnina að afturkalla þegar í stað umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu.

Framkvæmdastjórn Heimssýnar


Áfall fyrir ESB að San Marino vilji ekki vera með

Það er dálítið áfall fyrir ESB að San Marino muni ekki sækja um aðild að sambandinu. Niðurstaða kosninganna bendir til þess að sáralítill áhugi sé á ESB-málum í þessu smáríki inni í Ítalíu.

San Marino skiptir þó ekki miklu máli fyrir ESB, en það að áhuginn sé þetta lítill og að ekki sé hægt að knýja í gegn umsókn að ESB hlýtur að valda forystu ESB talsverðum vonbrigðum.


mbl.is Sækir ekki um aðild að ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stefán Fule stækkunarstjóri ESB fer með fleipur

ESB-sinnar hafa löngum slegið sér á brjóst í stærilæti um að þeir viti allt best um ESB. Nú verður sjálfur stækkunarstjóri ESB ber að því að fara vísvitandi með rangfærslur um stöðu þeirra ESB-viðræðna sem sofnuðu undir fyrri stjórn. Það er greinilegt að taka þarf ummælum þessa manns með fyrirara.

Mbl.is segir m.a. svo frá og vitnar í yfirlýsingu sem Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra sendi frá sér í dag í tilefni af ummælum stækkunarstjórans:

,,Þessi fullyrðing stækkunarstjórans sýnir að það er brýnt að réttar upplýsingar um stöðu viðræðnanna við ESB séu á borðinu. Þess vegna mun sá þáttur einmitt verða hluti af þeirri úttekt sem ég mun kynna fljótlega á nýju ári.“

Þetta segir í yfirlýsingu frá Gunnari Braga Sveinssyni, utanríkisráðherra, vegna þeirra ummæla Å tefan Füle, stækkunarstjóra Evrópusambandsins, í gær að hann teldi að viðræður um inngöngu Íslands í sambandið hefðu „ekki verið það langt frá því að leggja fyrir Íslendinga samning sem hefði tekið tillit til sérstöðu Íslands en um leið grundvallarreglna Evrópusambandsins og allra reglna leiksins.“ Segir ráðherrann að þar sé farið heldur frjálslega með.

„Staðreynd málsins er sú að öll stærstu málin í þessum viðræðum stóðu enn út af þegar hlé var gert á þeim. Þrátt fyrir að margir samningskaflar höfðu verið opnaðir og um þriðjungi lokað, þá fær það ekki staðist að stutt hafi verið í samningsniðurstöðu þegar kaflar um sjávarútveg og landbúnað höfðu ekki verið opnaðir svo ekki sé minnst á þá staðreynd að ESB hafði ekki einu sinni afgreitt sína eigin rýniskýrslu um sjávarútvegskaflann,“ segir í yfirlýsingunni og ennfremur:

„Þessi fullyrðing stækkunarstjórans sýnir að það er brýnt að réttar upplýsingar um stöðu viðræðnanna við ESB séu á borðinu. Þess vegna mun sá þáttur einmitt verða hluti af þeirri úttekt sem ég mun kynna fljótlega á nýju ári.“


mbl.is Segir Füle fara frjálslega með
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýkjörin framkvæmdastjórn Heimssýnar

Nýkjörin stjórn Heimssýnar hélt sinn fyrsta fund í gærkvöldi og kaus nýja framkvæmdastjórn fyrir samtökin. Formaður framkvæmdastjórnar er Vigdís Hauksdóttir, varaformaður er Jón Bjarnason og gjaldkeri er Þorleifur Gunnlaugsson.

Aðrir í framkvæmdastjórn eru Ásdís Jóhannesdóttir, Bjarni Harðarson, Halldóra Hjaltadóttir, Gunnlaugur Ingvarsson, Erna Bjarnadóttir og Stefán Jóhann Stefánsson. 


Ólafur, Ólafur og Ólafur misskilja lýðræðið

Ólafar eru fyrirferðarmiklir í íslenskri þjóðmálaumræðu. Þrír þeirra átta sig ekki á því hvernig lýðræðið gengur fyrir sig. Þeir virðast ekki átta sig á því að gangur lýðræðisins er sá að þar ráða kosningar, stefnur og samningar. Ekki óljósar skoðanakannanir eða óljós ummæli fáeinna manna.

Í þessu bloggi er ekki stefnan að ræða um einstaklinga. Ólafarnir þrír eru hins vegar engir venjulegir einstaklingar. Þeir eru nánast eins konar stofnanir í íslensku samfélagi sem birta skoðanir sínar stórum hluta landsmanna reglulega. Áhrif þeirra eru umtalsverð. 

Ólafur Arnarson og Ólafur Ísleifsson eru mikilsmetnir álitsgjafar í morgunþætti Bylgjunnar. Þeir fara jafnan mikinn og hafa skýrar skoðanir á öllu á milli himins og jarðar, eru áheyrilegir og geta verið skemmtilegir. Oft hitta þeir naglann á höfuðið. Í morgun sýndu þeir hins vegar að þeir skilja ekki hvernig lýðræðið gengur fyrir sig. Það er kannski ekki að búast við því þegar þeir þurfa að hafa skoðanir á svo mörgum málum að þeir geti sett sig inn í öll mál og hugsað allt í þaula. Þeir eiga eftir að átta sig á því að núverandi ríkisstjórn hefur engin loforð gefið um að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort halda eigi áfram við ræðum við ESB.

Staðreynd málsins er þessi: Æðstu samkundur stjórnarflokkanna samþykktu þá stefnu að gera skyldi hlé á viðræðum við ESB og þær skyldu EKKI teknar upp NEMA að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu. Það er ENGIN STEFNA um að taka upp þessar viðræður að nýju. Stefnuskrá flokkanna fyirr kosningar endurspeglaði þessa niðurstöðu og hún er meitluð í stein í stjórnarsáttmálanum.

Bylgju-Ólafarnir reyna að halda því að þjóðinni að ríkisstjórnin sé að ganga gegn vilja þjóðarinnar ef hún lætur ekki halda atkvæðagreiðslu um hvort halda eigi viðræðunum áfram, en mjög leiðandi spurningar í nýlegri könnun leiddi í ljós að fólk er alveg til í slíka þjóðaratkvæðagreiðslu jafnvel þótt mikill meirihluti sé á móti því að Ísland gangi í ESB.

Ólafur Stephensen ritstjóri Fréttablaðsins gengur sömu braut og nafnar hans tveir. Hann reynir auk þess að halda því fram að það sé eðlilegt að meirihluti þjóðarinnar sé á móti aðild því hún viti ekkert hvað felst í mögulegum samningi við ESB. Þarna hefur Ólafur rangt fyrir sér. Hann er búinn að upplýsa landsmenn um það í áratugi, allt frá því hann var í stjórn áhugasamtaka um inngöngu í ESB, hvers konar fyrirbæri ESB er. Íslendingar hafa verið að kynna sér Evrópusambandið í áratugi. Á síðasta kjörtímabili voru tugir starfsmanna launaðir af ESB við að upplýsa Íslendinga um ESB. Þess vegna vita Íslendingar mætavel hvað ESB er og hvernig það vinnur. Það er alltént ekki hægt að halda því fram að upplýsingar hafi skort og að ekki hafi verið varið fé í upplýsingamiðlun. Það hefur nánast allt verið gert til þess að koma ,,réttum" upplýsingum til landsmanna. Ólafur Stephensen hefur svo séð til þess sem ritstjóri í áraraðir að matreiða þessar upplýsingar að hætti heitustu fylgismanna aðildar að ESB.

Svokallaðar aðildarviðræður voru aðlögunarviðræður eins og oft hefur verið minnt á. Aðferð samninganna er sú að umsóknarríki fær ekki aðild fyrr en það er búið að aðlaga sig að regluverki ESB. Viðræður við ESB eru því ekki viðræður um samning heldur ferli aðlögunar að kröfum ESB.

Það er svo ákaflega einkennilegt innlegg hjá stækkunarstjóra ESB að samningur við Íslendinga hafi nánast legið fyrir. Hvers vegna gafst þá fyrrverandi ríkisstjórn upp á aðlögunarviðræðunum hálfu ári fyrir kosningar. Hvers vegna tókst ekki að klára málið á einu kjörtímabili, fjórum árum, eftir að forsvarsmenn Samfylkingar voru búnir að segja að þetta ætti ekki að taka nema 12-18 mánuði?

Gangur lýðræðisins ætti að vera nokkuð skýr. Íslensk þjóð lætur ekki hafa sig aftur út í þá lýðræðislegu mótsögn að vera á móti inngöngu í ESB en heimila inngöngu í skrefum með því aðlögunarferli sem svokallaðar viðræður fela í sér.

Hægt er að fræðast betur um vinnuaðferð ESB hér:

http://ec.europa.eu/.../steps-towards-joining/index_en.htm

Sjá einnig hér:

http://heimssyn.blog.is/blog/heimssyn/entry/1320836/

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 117
  • Sl. sólarhring: 126
  • Sl. viku: 696
  • Frá upphafi: 1116889

Annað

  • Innlit í dag: 112
  • Innlit sl. viku: 613
  • Gestir í dag: 108
  • IP-tölur í dag: 107

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband