Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2014

Össur örvæntingarfullur vegna ESB-umsóknar

ossurÖssur Skarphéðinsson er greinilega orðinn verulega örvæntingarfullur vegna þess að umsóknin um aðild að ESB er orðin steindauð. Hann gengur jafnvel svo langt á erlendum vettvangi að sett verði  skilyrði fyrir mögulegri aðild Íslands að fríverslunarsamningi Bandaríkjanna og Evrópusambandsins. Össur vill greinilega halda því fram að Ísland geti aðeins tekið þátt í þeim samningi sem umsóknarríki að ESB en það er náttúrulega mesta firra. Öllum ætti að vera ljóst að Ísland er ekki á leiðinni inn í ESB.

Forystumenn beggja vegna Atlantshafsins hafa lýst yfir stuðningi við að helstu viðskiptaríki Bandaríkjanna og Evrópusambandsins fái aðild að fyrirhuguðum fríverslunarsamningi. Þar á meðal er Ísland. Þar hefur enginn sett það sem skilyrði að Ísland verði áfram umsóknarríki að sambandinu.

Framferði Össurar verður því að teljast mjög sérstakt og fremur til þess fallið að vega að hagsmunum Íslands en að standa vörð um þá. 

Sjá m.a. á fésbókarsíðu Hjartar J. Guðmundssonar alþjóðastjórnmálafræðings.


Flokkur græningja í Bretlandi styður þjóðaratkvæðagreiðslu um úrsögn úr ESB

Sífellt fleiri í Bretlandi virðast styðja það að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um úrsögn Bretlands úr ESB. Nú síðast er það flokkur umhverfisverndarsinna í Bretlandi sem styður kröfuna um þjóðaratkvæðagreiðslu.

Natalie Bennet, leiðtogi flokks græningja í Bretlandi, segir að flokkur hennar styðji það að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um veru Bretlands í ESB vegna þess að flokkur hennar trúi á lýðræðið.  

Fjöldi þjóða í Evrópu hefur fengið æ miðstýrðari reglur ESB yfir sig án þess að hafa fengið að kjósa um það. Það má minna á að Íslendingar fengu ekki að kjósa um EES-samninginn, þeir fengu ekki að kjósa um það hvort sótt skyldu um aðild að ESB - en stórir hópar vilja samt fá að kjósa um það hvort hætt verði við aðildarumsókn sem þjóðin var samt ekkert spurð um.

Eigum við ekki bara að byrja upp á nýtt fyrst Samfylkingin svindlaði á lýðræðinu í upphafi?


ESB vill stýra landamæraeftirliti við Ísland

evropuvaktinNýjar áætlanir á vegum ESB hafa litið dagsins ljós þar sem ætlunin er að taka upp miðstýrða landamæragæslu ESB-ríkjanna. ESB vill ná völdum á Íslandi og þar með yrði eftirlitið hér á landi í höndum stofnana ESB ef þessar tillögur komast til framkvæmda.

Minna má á að Miðjarðarhafsþjóðunum í Evrópu hefur fundið ESB sýna algjört sinnuleysi gagnvart þeim flóttamannavanda sem til dæmis Ítalir þurfa að glíma við vegna flóttamanna sem koma á alls kyns bátum og skipum yfir hafið frá Afríku eða frá botni Miðjarðarhafs. Íslenska landhelgisgæslan hefur selt þjónustu sína til þess að aðstoða við eftirlitið þar.

Mbl.is skýrir svo frá:

Fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins hef­ur til skoðunar lang­tíma­áætlan­ir sem fela í sér nýtt fyr­ir­komu­lag lands­mæra­gæslu á ytri landa­mær­um sam­bands­ins. Sam­kvæmt þeim er gert ráð fyr­ir að sett verði á lagg­irn­ar sér­stök stjórn­stöð landa­mæra­eft­ir­lits sem heyri með bein­um hætti und­ir ESB og sé sjálf­stætt gagn­vart ríkj­um sam­bands­ins. Hug­mynd­irn­ar ná til Schengen-sam­starfs­ins sem Ísland er meðal ann­ars aðili að.

Fram kem­ur á frétta­vefn­um Eu­obser­ver.com að miðað sé við að áætl­un­in, sem unn­in var fyr­ir fram­kvæmda­stjórn ESB í sum­ar, verði fram­kvæmd í þrem­ur skref­um og geti komið að fullu til fram­kvæmda á ár­un­um 2030-2035. Hvert skref miði að því að auka miðstýr­ingu sam­bands­ins á mála­flokkn­um. Meðal ann­ars er gert ráð fyr­ir að landa­mæra­verðir í ríkj­um ESB, sem áður heyrðu und­ir stjórn­völd í hverju ríki sam­bands­ins, heyri beint und­ir stjórn­stöð þess.

Fram kem­ur í frétt­inni að um grund­vall­ar­breyt­ingu yrði að ræða frá því fyr­ir­komu­lagi sem sé við lýði í dag enda þurfi nú­ver­andi landa­mæra­stofn­un ESB, Frontex, að leita til ríkja sam­bands­ins vegna búnaðar og landa­mæra­varða. Hlut­verk Frontex yrði eft­ir­leiðis ein­ung­is bundið við upp­lýs­inga­öfl­un og að halda utan um mannafla og búnað.

Enn­frem­ur seg­ir að hug­mynd­in sé ekki ný af nál­inni og að ríki ESB hafi lýst yfir stuðningi við það á fundi ráðherr­aráðs sam­bands­ins í júní í sum­ar að sett yrði á lagg­irn­ar sam­ræmt landa­mæra­eft­ir­lit inn­an þess til þess að efla gæslu á ytri lands­mær­un­um.


mbl.is Landamæragæsla heyri beint undir ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kreppa í heilbrigðiskerfi Evrópu

Evrópubúum fækkar nú óðum og því verða stöðugt færri starfandi til að hugsa um þá sem eldri eru. Fæðingartíðni er komin niður í 1,35 í Þýskalandi en þarf að vera 2,1 til að viðhalda eðlilegu ástandi.

Svo segir í frétt á DV. 

Þar segir einnig að ástandið á Norðurlöndum sé skárra en meðaltalið í Evrópu. Í Evrópu er meðaltalið 1,6 barn á hverja konu, en á Norðurlöndum sé það 1,9.

Þetta leiðir hugann að því sem Grímur Thomsen, hið merka skáld og fremsti utanríkisþjónustufulltrúi af íslensku bergi brotinn, sagði í bréfi til vinar síns eftir að Grímur þurfti að vera í Brussel í þjónustu Danakonungs í einhverja mánuði. Hann sagði að svo daufleg væri vistin í Brussel að mönnum risi ekki einu sinni hold, eins og Einar Már Guðmundsson rithöfundur endursegir svo skemmtilega í einni af sögum sínum. 

 


Ögmundur: Þrælar verða þeir sem láta lemja sig til hlýðni af ESB

OgmundurÖgmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna, sagði á stjórnarfundi í Heimssýn í gærkvöldi það hafa verið grundvallarmistök að sækja um aðild að ESB sumarið 2009. Ferlið hafi reynst dýrara en áætlað var og ekki hafi verið um neinar eiginlegar samningaviðræður að ræða heldur fyrst og fremst aðlögun að sambandinu. Það hefðu verið mistök að fá ekki botn í málið með því að flýta ferlinu og ljúka því með þjóðaratkvæðagreiðslu á síðasta kjörtímabili. Fyrir því hefði hann beitt sér.

Ögmundur kom víða við á fundi með stjórnarfólki í Heimssýn og svaraði mörgum spurningum. Hann sagði ESB orðið að miðstýringarbákni sem gengi oftar en ekki gegn hagsmunum venjulegra launþega enda fyrst og fremst skipulagt á markaðsforsendum. Svo langt væri gengið að Mannréttindadómstóll Evrópu teldi ESB ganga í ýmsu gegn grunnréttindum launafólks, svo sem um samningsrétt. Það væri misskilningur að launafólk hefði sótt réttindabætur til ESB - það sem mestu máli skipti í því efni hefði launafólk náð í sjálft með eigin baráttu!

Þá sagði Ögmundur að EES-samningurinn hafi ekki verið til góðs nema síður væri, gagnstætt því sem stöðugt væri hamrað á. Aðalatriðið væri hins vegar að koma í veg fyrir aðild Íslands að ESB, en um aðild að sambandinu sagði Ögmundur: "Sá sem ætlar að sækjast eftir félagsskap sem lemur hann til hlýðni endar uppi sem þræll."


Tungumál smáþjóðar þarf að sanna sig og búa yfir lífslöngun

Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna, segir tungumál smáþjóðar, sem vill vera til, þurfi að hafa fyrir því ; þurfi að sanna sig nánast upp á hvern dag og búa yfir lífslöngun. Það sé ávallt alþýða manna sem beri tunguna áfram milli kynslóða. Þess vegna sé nauðsynlegt að alþýða manna búi við góðan kost og sjái framtíð sína hér. Annars endi íslenskan sem skarutgripur á fornminjasafni.

Ögmundur ritar um þetta pistil sem Morgunblaðið birti í síðasta sunnudagsblaði. Pistlinum lýkur Ögmundur á þessum orðum: 

Ef efnamenn eignast Ísland að fullu, mun ekki líða á löngu þar til þeir manna landið með ódýrum innflytjendum sem tala þá tungu sem ódýrast er að láta þá tala. Baráttan fyrir íslensku er um leið baráttan um landið. Tungan er dýrmætasta þjóðareignin.

 

Pistill Ögmundar er aðgengilegur hér í heild sinni:

 

Dagur íslenskrar tungu

Er margbreytileikinn einhvers virði? Skiptir máli að varðveita fjölbreytileika flórunnar og fánunnar? Væri í lagi að hafa bara eina trjátegund? Til dæmis velja ösp fyrir Ísland, hraðvaxta og tiltölulega harðgert tré? Láta kræklótt birkið gossa og víðinn?

Eflaust mætti fækka dýrategundum að skaðlausu - gott að losna við eitthvað af pöddunum. Og svo eru það tungumálin. Einu sinni bundu menn vonir við esperantó sem heimstungumál. Tungu sem risi yfir allar hinar. Esperantistarnir vildu þó ekki útrýma öðrum málum.

Svo gæti þó farið að enskan gerði það og kannski tvær þrjár aðar tungur. Yrði missir að því að grisja í heimi tungumálanna? Slá af smæstu tungurnar; þær sem fáir tala? Þá fyki íslenskan fljótt. Ekki svo að skilja að íslenskan sé smá þótt fáir tali hana. Færa má rök fyrir því að hún sé á meðal heimsmálanna - því fengu fornbókmenntir okkar áorkað - og fyrir Íslendinga er íslenskan lífsorkulind eins og Jón Helgason lýsir í kvæði sínu, Í Árnasafni: »Undrandi renndi ég augum með bókanna röðum:/eljuverk þúsunda, varðveitt á skrifuðum blöðum;/hvar sem ég fletti, við eyru mér ólguðu og sungu/uppsprettulindir og niðandi vötn minnar tungu./« En gefum okkur að íslenskan væri ekki heimsmál, skipaði ekki þann sess sem hún gerir í bókmenntasögunni, hver væri tilveruréttur hennar? Tungumál smáþjóðar, sem vill vera til, þarf að hafa fyrir því; þarf að sanna sig nánast upp á hvern dag, búa yfir lífslöngun.

Þetta hafa Íslendingar löngum vitað. Og til að minna okkur á það varð til dagur íslenskrar tungu. Það var við hæfi að velja afmælisdag Jónasar Hallgrímssonar til að gegna þessu hlutverki. Nær öll ljóð hans eru áminning um mikilvægi íslenskrar tungu.

Jónas Hallgrímsson var næmari á tilbrigði náttúrunnar en flestir menn og kannski leynast einhverjir þræðir þar á milli og ljóðlistar hans. Hann staðnæmdist við hið smáa í náttúrunni, kom þar auga á smávini sína fagra.

Páll Valsson segir í frábærri bók sinni um ævi Jónasar að hann hafi að sínu mati »farið framúr« sjálfum Heine í þýðingu sinni á Álfareiðinni. Heinrich Heine og Jónas Hallgrímsson voru báðir snillingar. Annar orti á tungu milljóna, hinn á tungu þúsunda. Sagt hefur verið að hugsunin tengist tungumálinu, blæbrigðamunur tungumála feli í sér ólíka áferð hugsunar. Það getur verið kostur að þurfa að flytja sig á milli tungumála, eins og smáþjóðin þarf að gera. Það krefst umhugsunar um merkingu þess sem sagt er; hver sé munurinn á hugsun á einu máli og öðru. Þannig auðgar og frjóvgar margbreytileikinn og skerpir hugsun.

En tunga er líka pólitík. Sjálfstæði þjóðarinnar stendur á grundvelli sögu og menningar. Og það er ávallt alþýða manna sem ber tunguna áfram milli kynslóða. Þess vegna er nauðsynlegt að alþýða manna búi við góðan kost og sjái framtíð sína hér. Annars endar íslenskan sem skrautgripur í fornminjasafni.

Ef efnamenn eignast Ísland að fullu, mun ekki líða á löngu þar til þeir manna landið með ódýrum innflytjendum sem tala þá tungu sem ódýrast er að láta þá tala. Baráttan fyrir íslensku er um leið baráttan um landið. Tungan er dýrmætasta þjóðareignin.


Ögmundur Jónasson á stjórnarfundi Heimssýnar í kvöld

ogmundur

Ögmundur Jónasson verður sérstakur gestur á stjórnarfundi í Heimssýn, hreyfingu sjálfstæðissinna í Evrópumálum. Stjórnarfundurinn er haldinn í kvöld kl. 20:00 í húsnæði hreyfingarinnar við Hafnarstræti 20 í Reykjavík. Gengið er inn frá Lækjartorgi.

Það verður fróðlegt að heyra sjónarmið Ögmundar í málum sem tengjast þróun ESB.

Fundurinn er opinn öllum félögum í Heimssýn og eru þeir hvattir til að mæta.

 


Menn drekka orðið alls staðar sama sullið

Stóru bjórframleiðendurnir í Evrópu virðast vera að ryðja hinum smáu út af markaðnum, meðal annars í skjóli fjórfrelsisins. Meðfylgjandi frétt segir frá uppkaupum Carlsberg á grískum bjórframleiðanda.

Carlsberg á þannig um 30 prósent af gríska markaðnum í dag - og Heineken er með 55%.

Fjórfrelsið stefnir öllu í sama mót. 


mbl.is Carlsberg kaupir grískan bjórframleiðanda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Drykkjurútar Ómars Ragnarssonar

OmarRagnarssonÓmar Ragnarsson vekur athygli á ýktum afleiðingum af hagsveiflum kapítalismans sem sjást hvað best á evrusvæðinu núna. Ómar líkir ástandinu við timburmenn og fráhvarfseinkenni drykkjurúta og fíkla.

Fíknin er í hagvöxt sem Ómar segir knúinn áfram af bankaútlánum og rányrkju á takmörkuðum auðlindum.

Ómar gleymir kannski því að ein af ástæðum ofhitnunar efnahagskerfis Evrópu eftir að evran var sett á laggirnar er bókstarfstrúarleg útfærsla á fjórfrelsinu svokallaða, einkum á óheftu flæði fjármagns og fjármálastarfsemi sem hafði verið svipt nægjanlegu eftirliti. Eftir kreppuna eru Evrópumenn að reyna að berja í brestina með stofnun bankasambands en gengur þó hægt.

Blogg Ómars er hér.


Cameron óttast nýtt hrun í Evrópu

LagardeDavid Cameron, forsætisráðherra Bretlands, óttast að frekari samdráttur og stöðnun á evrusvæðinu muni halda aftur af hagvexti í Bretlandi. Seðlabankastjóri Bretlands, Mark Carney, óttast stöðnun víða í Evrópu og Christine Lagarde (sjá mynd), forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins segir atvinnuleysi og lítinn hagvöxt að verða hefðbundið ástand í Evrópu.

Evrusvæðið er að draga Breta niður. Það dregur einnig okkur Íslendinga niður.

Samt eru þeir enn til hér á landi sem vilja verða hluti af evrusvæðinu. Merkilegt nokk.


mbl.is Óttast að nýtt hrun nálgist óðfluga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 89
  • Sl. sólarhring: 225
  • Sl. viku: 668
  • Frá upphafi: 1116861

Annað

  • Innlit í dag: 86
  • Innlit sl. viku: 587
  • Gestir í dag: 84
  • IP-tölur í dag: 83

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband