Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2015

ESB-pólitíkusar fái átta milljónir skattfrjálst í blýantspeninga

Danskir fjölmiðlar greina frá því að fyrir liggi tillaga um að hækka svokallaða blýantspeninga sem stjórnmálamenn á ESB-þinginu fá skattfrjálst. Þeir hafa fengið til þessa sem nemur 7,7 milljónum króna skattfrjálst til að kaupa blýanta, penna og annað þess háttar. Nú liggur fyrir tillaga um að hækka þetta í sem nemur ríflega átta milljónum króna - skattfrjálst.

Það er eftirsóknarvert fyrir embættismenn og pólitíkusa í ESB-ríkjunum að komast inn á ESB-þingið eða í toppstöður. Embættismenn hafa sem svarar 2,4 milljónum á mánuði fyrir að skófla pappír til og frá og heildarlaun stjórnmálamanna eru sem svarar um 10 milljónum króna á mánuði - fyrir að hlaupa samkvæmt bendingum Merkel!

Er nema von að Össur langi til Brussel?

 


Þjóðverjar ráða ferðinni í ESB

Allar þessar fréttir um bónarferðir grískra stjórnmálaleiðtoga til Angelu Merkel leiðtoga Þjóðverja sýna það svart á hvítu að litlu þjóðirnar í ESB hafa lítið að segja. Það eru stórþjóðirnar sem ráða og þá fyrst og fremst Þjóðverjar þessa dagana.

Ísland á ekkert erindi í slíkt bandalag.

 


mbl.is Tók brosandi á móti Tsipras
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leiðarahöfundur DV varar við ESB

Leiðarahöfundur DV, Hörður Ægisson, hefur skarpa sýn á samfélags- og efnahagsmál. Hann vill að Ísland standi fyrir utan óvissuleiðangur ESB. Honum finnst efnisleg umræða um ESB fátækleg hér á landi, evran hafi framkallað alvarlegustu kreppu í ESB frá stofnun þess og ekki sé séð fyrir þann vanda sem hún hafi valdið.

Gefum Herði Ægissyni orðið: 

Á sama tíma og þessi umræða stendur yfir á Alþingi þá fer minna fyrir efnislegri umræðu um hvort Ísland eigi yfirhöfuð erindi í Evrópusambandið – og þar með upptöku evru – í náinni framtíð. Sú staða þjónar hins vegar hinum fáu talsmönnum aðildar að ESB vel um þessar mundir. Yfirlýsing um aðild að ESB og í kjölfarið upptöku evru átti á sínum tíma að vera „töfralausn“ við efnahags- og fjármálalegum óstöðugleika. Sex árum síðar er ljóst að slíkar yfirlýsingar voru í besta falli hlægilegar.

Upptaka evrunnar hefur framkallað alvarlegustu kreppu Evrópusambandsins frá stofnun þess – og engin lausn er í sjónmáli. Hinn sameiginlegi gjaldmiðill hefur magnað skuldakreppu einstakra aðildarríkja sambandsins og gert að pólitískum og efnahagslegum vanda fyrir allt myntbandalagið. Sú skoðun var áður ríkjandi á meðal forystumanna Evrópska seðlabankans að greiðslujafnaðarvandi, líkt og sá sem Ísland hefur glímt við frá bankahruninu, myndi ekki skipta máli hjá aðildarríkjum evrusvæðisins. Þeir höfðu stórkostlega rangt fyrir sér.

......

Aðeins þeir sem kjósa að setja kíkinn fyrir blinda augað geta haldið því fram að það hafi ekki verið meiriháttar pólitísk og hagfræðileg mistök að stofna til evrópska myntbandalagsins. Stefnusmiðir á evrusvæðinu standa frammi fyrir fordæmalausri áskorun á komandi árum. Hin alþjóðlega fjármálakreppa varpaði ljósi á kerfislæga galla evrunnar – og þeir verða ekki leystir í bráð. Eigi myntsvæðið að geta lifað af í óbreyttri mynd þarf að koma á fót pólitísku sambandsríki. Slíkur leiðangur mun ekki njóta stuðnings hins lýðræðislega vilja almennings í Evrópu. Ráðamenn á evrusvæðinu eru á milli steins og sleggju.

Hagsmunir Íslands felast hins vegar óumdeilanlega í því að standa fyrir utan þann óvissuleiðangur í fyrirsjáanlegri framtíð. Ísland yrði jaðarríki í slíku bandalagi. Uppbygging hagkerfisins er einfaldlega með þeim hætti – og breytist ekki við það eitt að taka upp evru – að það er mikilvægt að Íslandi búi við sveigjanlegt gjaldmiðlakerfi þar sem gengið getur aðlagað sig þegar framboðsskellur verður í hinum hlutfallslega fáu útflutningsgreinum þjóðarbúsins. Ísland verður aldrei Þýskaland enda hefur hagsveiflan hér á landi lítil sem engin tengsl við hagsveifluna í kjarnaríkjum evrusvæðisins. Þegar alvarleg efnahagsáföll koma upp þá verður Ísland fast í spennitreyju myntbandalags þar sem úrræði stjórnvalda munu einskorðast við aukið atvinnuleysi og launalækkanir með handafli.

Tíma alþingismanna yrði betur betur varið í umræður um óleyst vandamál heima fyrir en tilgangslaust karp um misráðna aðild að Evrópusambandinu.

 


Guðmundur Andri rennur til á pólitísku svelli

GudmundurAndriThorssonÞað er alveg rétt hjá Guðmundir Andra Thorssyni rithöfundi að Jón Bjarnason, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, hafi staðið sig feykivel í glímunni við ESB og að hann hafi þar haldið fast fram þeirri stefnu sem almennir félagar í VG höfðu markað. Það er hins vegar margt annað sem stenst varla skoðun í þessari grein rithöfundarins.

Guðmundur Andri virðist alveg gleyma því hvaða áhrif þeir fyrirvarar við umsóknarferlið höfðu sem fólust í samþykkt Alþingis með vísan í álit utanríkismálanefndar. Það voru nefnilega þeir fyrirvarar sem komu á endanum í veg fyrir að ESB birti svokallaða rýniskýrslu sína um sjávarútvegsmál og þar með varð umsóknin strand þegar árið 2011.

Það er einnig einkennilegt að lesa það sem Guðmundur Andri skrifar um Vinstri græn. Flokkurinn hafði það alla tíða á stefnuskrá sinni að vera á móti aðild að ESB. Jafnvel þótt flokkurinn samþykkti að sótt yrði um inngöngu í ESB var ekki annað á mörgum forystumönnum VG að skilja en að þeir áskildu sér rétt til að fylgja stefnu flokksins og vinna þar með gegn inngöngu. 

Rithöfundinum er kannski vorkunn miðað við það hvernig sumir talsmenn VG tala í dag en með því að lesa betur þau gögn sem tengjast umsóknarferlinu hefði verið hægt að koma í veg fyrir hluta þess misskilnings sem einkenna skrif höfundarins.

 


Hring- og hrunadans evrunnar

grikklandForysta ESB var of gráðug í að fjölga aðildarríkjum og leyfa ríkjum upptöku evru sem voru ekki undir það búin. Grikkland er skýrt dæmi um það. Í evrusamstarfinu urðu svo Þjóðverjar ofan á en Grikkir undir vegna mismunandi verð- og kostnaðarþróunar. Þjóðverjar sigruðu Grikki á útflutningsmörkuðum innan hins læsta gengissamstarfs. Grískar vörur seldust síður, atvinnuleysi jókst og um leið skuldir ríkis og almennings í Grikklandi.

Vitaskuld eiga Grikkir einhverja sök á því hvernig komið er líka með ófullnægjandi birtingu hagtalna og spillingu.

En evran og evrusamstarfið á stóran þátt í vandanum og því ekki skrýtið þótt Grikkir vilji að evruríkinn leggi verulega til þeirra björgunaraðgerða sem nauðsynlegar eru.


mbl.is Geta ekki greitt án aðstoðar ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rúmlega 70% Íslendinga vilja ekki ESB-aðild

Þessi könnun Fréttablaðsins sýnir að rúmlega sjötíu prósent landsmanna vilja ekki inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Hins vegar segir hér í fréttinni að álíka stór hópur vilji að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald viðræðna.

Nú er það verkefni okkar að sýna að áframhaldandi viðræður fela í sér aukna auðlögun að ESB og að ekki sé hægt að komast lengra með þær öðru vísi en að Ísland aðlagi ýmislegt að ESB fyrst eða lýsi því yfir hvernig það verði gert, m.a. í sjávarútvegsmálum.

Þjóð sem vill ekki gerast aðili að ESB getur í raun og veru ekki viljað aðlagast ESB nánar.

 

 


Spánverjar mótmæla ESB-stefnunni

Þúsundir tóku í gær þátt í mótmælagöngu í Madríd. Aðhaldsaðgerðum yfirvalda var mótmælt en mótmælendur fylktu liði bak stórum borða sem á stóð: Brauð, vinna, þak og virðing.

Þetta kom fram í fréttum ríkisútvarpsins.

Þar segir enn fremur:

Atvinnuleysi er mikið á Spáni, um helmingur ungmenna á aldrinum sextán til tuttuguoggfimm ára eru án vinnu. Ríkisstjórnin dró mjög út útgjöldum 2012-2014, alls um jafnvirði 162 milljarða Bandaríkjadala sem kom verst niður á mennta- og heilbrigðiskerfinu.


Vilhjálmur Birgis æfur yfir ESB-klíkunni í ASÍ

VilhjalmurBirgisVilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, lætur ESB-klíkuna í forystu ASÍ heyra það í pistli sínum á Pressunni í dag. Vilhjálmur segir það algjörlega magnað og ótrúlegt að sjá og heyra að áhyggjur miðstjórnar Alþýðusambands Íslands á síðasta miðstjórnarfundi lutu ekki að lökum kjörum og hörðustu verkfallsaðgerðum verkafólks á landsbyggðinni í áratugi. „Nei,“ segir Vilhjálmur, „heldur höfðu menn á þeim bænum meiri áhyggjur af bréfi utanríkisráðherra um afturköllun á aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið enda var ályktað á miðstjórnarfundinum um það mál.“

ASÍ-forystan er blind á kjör verkafólks í ESB-löndunum sem Jón Baldvin Hannibalsson segir vera svívirðileg. ASÍ-foystunni er meira umhugað um að draga kjör verkafólks á Íslandi niður á sama atvinnuleysisplanið og er í evrulöndunum heldur en að vinna af krafti af því að bæta kjörin hér á landi.

Hvenær ætlar íslenskt verkafólk að vakna til vitundar um villu forystusauðanna sem hreiðrað hafa um sig á skriftsofum ASÍ og kasta af sér því evrutrúboði sem þar ræður ríkjum?

 


Blóðug mótmæli gegn evrunni

evrumotmaeliFjölmargir slösuðust og um 350 manns voru handteknir vegna mótmæla við nýjar höfuðstöðvar Seðlabanka ESB í Frankfurt í vikunni. Mótmælin brut­ust út nokkr­um klukku­stund­um áður en bank­inn opnaði.

Fólkið kom sam­an til að mót­mæla hlut­verki bank­ans í sparn­araðgerðum í ríkj­um Evr­ópu­sam­bands­ins.

Mörg þúsund manns höfðu boðað komu sína á mót­mæl­in. Mót­mæl­end­ur kveiktu í rusli, bíl­um og dekkj­um og beitti lög­regla tára­gasi.

Evran og evrusamstarfið er ekki beint vinsælt í Evrópu.


mbl.is Óeirðir í Frankfurt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjórnarskráin leyfir ekki aðild að ESB segir Jón Steinar

Stjórnmálaumræður á Íslandi taka oft á sig undarlegar myndir svo ekki sé meira sagt. Nú ræða menn ekki annað meira en viðræður við Evrópusambandið um aðild Íslands að því. Enginn virðist telja ástæðu til að nefna, að Ísland getur ekki samið um aðild að þessu sambandi. Stjórnarskrá okkar leyfir það ekki.

Svo segir í grein sem Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi dómari við Hæstarétt, í grein sem birt er í Morgunblaðinu í dag og Pressan endurbirtir.

Áfram segir Jón Steinar:

Skilyrði fyrir aðild Íslands er að stjórnarskránni verði fyrst breytt og þar sett inn heimild til að stjórnvöld megi framselja ríkisvald í hendur alþjóðlegra ríkjasambanda eins og ESB. Eru þeir menn að gegna skyldum sínum sem trúnaðarmenn almennings í landinu sem standa í viðræðum við aðrar þjóðir um málefni sem þeim er óheimilt að semja um samkvæmt stjórnlögum landsins? Hafa þeir gert viðmælanda sínum grein fyrir stöðu málsins að þessu leyti?

Hvernig stendur á því að stjórnvöld á Íslandi tóku upp viðræður við Evrópusambandið um aðild okkar án þess að stjórnarskráin heimilaði slíkt? Hefði ekki verið nær að byrja á að leggja til breytingar á stjórnarskránni í því skyni að heimila slíka aðild áður en til þeirra yrði gengið? Hvað ætla menn svo að gera ef um aðildina semst við sambandið? Fara þá í að breyta stjórnarskránni? Breytingar á henni eru að mun þyngri í vöfum en breytingar á almennum lögum, jafnvel þó að farið yrði eftir sérreglunni sem um þetta var sett á árinu 2013 og gildir fram á árið 2017. Þeir sem vilja koma fram slíkri breytingu á stjórnarskrá hafa auðvitað ekki neina fyrirfram gefna vissu um hvernig því máli myndi reiða af.

Ástæða er til að segja nú við alþingismenn, sérstaklega þá sem sitja í stjórnarandstöðu: Ef þið viljið að Ísland hætti að vera fullvalda ríki og afhendi erlendu ríkjasambandi valdheimildir, sem núna eru í okkar eigin höndum, ættuð þið að gera fyrst tillögur um breytingar á stjórnarskránni í þessa veru. Og hætta síðan að breyta íslenskum rétti til samræmis við hinn erlenda rétt þar til ljóst er orðið að stjórnarskrá okkar leyfi aðildina. Það gerir hún ekki nú.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 130
  • Sl. viku: 909
  • Frá upphafi: 1117681

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 811
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband