Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2015

Kathrine Kleveland tók á móti Jóni Bjarnasyni á þjóðhátíðardaginn

besoek_fra_island_180615_stort_bildeJón Bjarnason, formaður Heimssýnar, heimsótti Nei til EU hreyfinguna í Noregi á þjóðhátíðardag Íslendinga, 17. júní. Fram kemur í frétt á vef Nei til EU að Kathrine Kleveland, leiðtogi Nei til EU, og Vigdis Hoböl, aðalframkvæmdastjóri Nei til EU, hafi tekið á móti Jóni. Regluleg samskipti hafa verið á milli Heimssýnar og Nei til EU en þau hafa fyrst og fremst falist í því að samtökin hafa sent fulltrúa á landsfundi hvor annars.

Með Jóni í för voru Ingibjörg Kolka, eiginkona hans, lengst til hægri á myndinni, og Valdimar, barnabarn þeirra.  


Aukin andstaða við ESB meðal danskra kjósenda

Það hefur vakið athygli fjölmiðla að í þingkosningunum í Danmörku í gær jók sá flokkur mest fylgi sitt sem hefur gagnrýnt ESB hvað mest, þ.e. Dansk Folkeparti. Flokkurinn jók fylgi sitt um tæplega 9 prósentur, náði 21% og 37 þingmönnum. Þar með er sá flokkur stærsti borgaralegi flokkurinn í Danmörku. Enhedslisten, sem er vinstri flokkur, og einnig mjög gagnrýninn á ESB, jók fylgi sitt einnig lítilsháttar, fékk 7,8% og tvo þingmenn.

ESB-andstaðan heldur því áfram að aukast og breiðast út um Evrópu í þeim kosningum sem þar eiga sér stað. 


mbl.is Gengur á fund drottningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Millistéttin ferðast í boði ESB

travellingStórir hópar opinberra starfsmanna, námsmanna og stjórnmálamanna ferðast á fundi og ráðstefnur í ýmsum ESB-löndum þessa dagana. ESB notar hluta af áróðurspeningum sínum til að styrkja þessar ferðir og fundahöld. Tilgangur þessara ferða og funda er meðal annars að auka jákvæðni þessara lykilhópa í garð ESB í þeirri trúa að millistéttarhóparnir muni síðan hafa áhrif á hina stærri hópa sem ekki hafa tækifæri til þátttöku í slíkum fundum og ráðstefnum.

Hversu margir Íslendingar skyldu þessa stundina þiggja áróðurspeningana frá ESB?


Aliber úthúðar evru og segir fjármagnshöft til fyrirmyndar

AliberRobert Aliber,fyrrverandi prófessor í hagfræði við Chicago-háskóla, segir að Íslendingar eigi að halda eigin gjaldmiðli vegna þess hvernig íslenskt hagkerfi sé gert. Þar á hann ekki síst við að útflutningur Íslendinga sé gjörólíkur því sem á við um önnur Evrópulönd. Þetta hafa íslenskir fjölmiðlar eftir Aliber í nýlegri heimsókn hans til landsins. 

Það er jafnframt athyglisvert að Aliber segir að hefta þurfi skammtímafjármagnshreyfingar á milli landa til að koma í veg fyrir sveiflur. Þar er hann í raun að tala um væga útgáfu á þeim fjármagnsfhöftum sem voru innleidd á Íslandi árið 2008.

Sem sagt: Forðumst evruna og temprum það gjaldeyrisflæði sem ekki tengist vöru- og þjónustuviðskiptum. Þannig yrði hag almennings best borgið, ef marka má Robert Aliber, prófessor í hagfræði við Chicago-háskóla.


mbl.is Íslandshrunið óumflýjanlegt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lilja Mósesdóttir segir evruást undarlega jafnaðarstefnu

LiljaMosesLilja Mósesdóttir, hagfræðingur og fyrrverandi þingmaður VG, segir það vera undarlega jafnaðarstefnu að vilja troða ógæfu evrunnar upp á Íslendinga í ljósi reynslu Grikkja. Í Grikklandi hafi evran gert ríka fólkinu kleift að koma sér undan því að taka á sig byrðar kreppunnar og eftir hafi setið grískt alþýðufólk með skuldir ríkissjóðs, skuldir sem voru komnar til vegna eyðslu og spillingar yfirstéttarinnar.

DV skýrir frá því að þetta hafi komið fram í ummælakerfi við frétt DV um ummæli Össurar um haftaáætlun ríkisstjórnarinnar.

DV birtir ummæli í Lilju í heild sinni sem eru svohljóðandi:

Lilja sendir Össuri tóninn - DV

„Athyglisvert að maður sem kallar sig jafnaðarmann og er fyrrverandi formaður flokks sem nú ber heitið Jafnaðarmannaflokkur skuli stöðugt boða kosti evrunnar á kostnað krónunnar í ljósi reynslu Grikkja.

Á Grikklandi gerði evran ríka fólkinu kleift að koma sér undan að taka á sig byrðar kreppunnar með því að færa eignir sínar úr landi. Eftir sat grískt alþýðufólk með skuldir ríkissjóðs sem voru ekki síst tilkomnar vegna eyðslu og spillingar evru-Grikkjanna.

ESB hefur síðan hamast við að svelta gríska alþýðu í stað þess aðstoða grísk stjórnvöld við að skattleggja evrueign auðstéttarinnar.“

 


ESB hefur lengt vandræðaástandið í Grikklandi

Ef svo fer sem fréttir dagsins boða, þ.e. að grískir bankar verði þjóðnýttir, settir í þrot eða gripið til annarra álíka afdrifaríkra aðgerða ásamt fjármagnshöftum, þá er ljóst að ESB hefur dregið sársaukasstríðið hjá grísku þjóðinni á langinn. Verði þetta niðurstaðan er ljóst að fjögur ár hafa farið í súginn hjá Grikkjum. ESB er alveg sama um þjáningar grísku þjóðarinnar. ESB er fyrir öllu að bjarga evrunni og stofnanastrúktúr ESB.

Sjá hér:

 

http://www.ruv.is/frett/grikkir-velji-islensku-leidina

og hér:

http://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2015/06/14/fjarmagnshoft_likleg_i_grikklandi/

 

 


mbl.is Fjármagnshöft líkleg í Grikklandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er blessun að vera fyrir utan ESB

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, sagði í viðtali við Sky-fréttastofuna í gær að það hafi skipt sköpum fyrir Íslendinga að standa fyrir utan ESB á meðan við fórum í gegnum hrunið og eftirmál þess. Ríkisútvarpið greinir frá þessu.

Við getum borið okkur saman við Grikkland. Ef við hefðum farið að ráðum og kröfum ESB væri ástandið hér á landi mun verra en í Grikklandi. Skattgreiðendur hefðu orðið að taka á sig bróðurpartinn af skuldum einkabankanna og atvinnulífið hefði ekki náð sér upp úr kreppunni með viðlíka hætti og varð með gengisaðlögun eftir hrunið.

Það er blessun fyrir Íslendinga að standa utan ESB.


Auknar efasemdir kjósenda í Evrópu um ESB

Það hefur vakið athygli ýmissa fjölmiðla að þeir stjórnmálaflokkar og stjórnmálamenn sem hafa efasemdir um ESB hafa fengið aukið fylgi að undanförnu.

Eyjan.is gerir grein fyrir því hér: Kosningaúrslit í Finnlandi, Spáni og Póllandi auka á sundrungu innan ESB.

Jón Bjarnason, formaður Heimssýnar, bloggar svo hér um efasemdir og andstöðu við ESB í Danmörku.

 

 


ESB-Juncker góðglaður á leiðtogafundi

Juncker_funJean-Claude Juncker, formaður framkvæmdastjórnar ESB, hafði fengið sér fullmikið neðan í því á fundi leiðtoga ESB í Riga í Lettlandi um daginn. Slíkt vakti vitaskuld athygli fjölmiðla sem náðu framkomu ESB-foringjans á band. Fyrir utan að bera saman hálsbindi karl-leiðtoganna og gefa þeim létt utan undir vakti helst athygli að hann kallaði forsætisráðherra Ungverjalands fyrir einvald. 

Allt var þetta þó vitaskuld í góðu ESB-gamni.

Einhverjir vilja meina að Juncker hafi verið svona kátur yfir því að losna við Íslendinga af lista yfir umsóknarþjóðir!

Sjá herlegheitin hér:

Jean-Claude Juncker, formaður framkvæmdastjórnar ESB, góðglaður á leiðtogafundi ESB, gefur mönnum utan undir, ber saman fatasmekk og uppnefnir leiðtoga Ungverja.

Hér er suðrænni útgáfa af þessu.


« Fyrri síða

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 117
  • Sl. sólarhring: 126
  • Sl. viku: 696
  • Frá upphafi: 1116889

Annað

  • Innlit í dag: 112
  • Innlit sl. viku: 613
  • Gestir í dag: 108
  • IP-tölur í dag: 107

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband