Mánudagur, 21. júlí 2008
Trúarjátningar sambandssinna
Undanfarna mánuði hafa blöðin verið full af trúarjátningum fólks sem vitnar um að ef við værum í Evrópusambandinu þá væru betri lífskjör, engin kreppa og lægra verð á vörum.
Í þessu tali er að sjálfsögðu ekki tekið fram að mörg svæði innan Sambandsins búa við kreppu. Það er heldur ekkert verið að velta sér upp úr því að Evrópulönd sem standa utan sambandsins (t.d. Sviss, Noregur og Ísland) bjóða þegnum sínum betri kjör en flest lönd innan þess enda stílbrot að troða upptalningu á staðreyndum inn í trúarlega texta.
Í öllum þessum játningabókmenntum fer lítið fyrir rökum. Sjaldan er vitnað í rannsóknir. Hlutlausar upplýsingar eru ósköp litlar.
Hversu sennilegt er að við sleppum við alþjóðlega kreppu með því að ganga í sambandið? Trúir því einhver að efnahagsvandi sem hér bætist við kreppuna og stafar af eyðslu umfram tekjur (skuldasöfnun og viðskiptahalla) leysist með einhverju öðru en ráðdeild og sparsemi? (Já - vandinn stafar ekki af litlu myntsvæði heldur eyðslusemi sem kemur fólki í koll hvaða mynt sem það notar.)
Ekkert af þessu er raunar svo mikið sem hið minnsta líklegt í augum þeirra sem aðeins hafa jarðlegan skilning. Menn þurfa að horfa með sjónum trúarinnar til að virðast þetta sennilegt.
Fyrir okkur sem ekki höfum slík æðri skilningarvit virðist samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið (EES) fullgóður og jafnvel of mikið af því góða. Sú jarðbundna þjóð Englendingar virðist á svipuðu máli því kannanir sem þar voru gerðar í vor benda til að um tveir þriðju hlutar landsmanna vildu frekar eitthvað í dúr við EES heldur en fulla sambandsaðild. Frá þessu segir í frétt The Telegraph þar sem stendur:
"Könnun The Global Vision/ICM leiddi í ljós að þegar breskir kjósendur voru spurðir um hvernig samband við Evrópu þeir álitu best kusu 41% samband sem byggðist aðeins á viðskiptum og samvinnu. 27% vildu að Bretar yrðu áfram fullir aðilar að Evrópusambandinu og 26% vildu draga sig algerlega út úr því.
64% sögðust mundu kjósa samband sem aðeins snerist um viðskipti ef boðið væri upp á þann kost í kosningum.
(The Global Vision/ICM survey found that when British voters were asked about their ideal relationship with Europe, 41 per cent chose one based simply on trade and co-operation. Some 27 per cent wanted Britain to stay a full EU member while 26 per cent wanted to withdraw altogether.
If the trade-only option were offered in a referendum, 64 per cent said they would vote in favour.)"
Atli Harðarson,
heimspekingur
(Birtist áður á bloggsíðu höfundar)
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 18. júlí 2008
Hvorki evra né fastgengi
Undanfarin ár hefur gengi íslensku krónunnar ráðist á markaði. Þá er gengið í samræmi við aðstæður í íslenska hagkerfinu á hverjum tíma. Þegar mikill halli er á viðskiptum við útlönd um langan tíma endar með því að gengið fellur og innlendir aðilar verða að draga saman seglin. Þetta er kostur við að hafa gengið á floti. Segjum sem svo að við hefðum haft evru undanfarin ár. Þá hefði viðskiptahallinn ekki haft nein áhrif á gengi evrunnar þar sem efnahagur Íslendinga er svo lítill í samanburði við evrusvæðið. Hægt hefði verið að halda áfram að fljóta að feigðarósi mun lengur en ella í skjóli styrks evrunnar og lágir vextir á þenslutímum hefðu ekki bætt úr.
Annar möguleiki væri að hverfa frá markaðsgengi krónunnar og taka upp fastgengi. Þá er gengi krónunnar ákveðin föst stærð gagnvart öðrum gjaldmiðli, t.d. evru eða körfu gjaldmiðla. Fastgengið getur verið einhliða eða í samkomulagi við annað myntsvæði. Einhliða fastgengi er algerlega á ábyrgð og kostnað okkar sjálfra og hefur verið reynt með slæmum árangri. Fastgengisstefnan varð ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar að falli fyrir 20 árum. Í fastgengisstefnu hafa stjórnvöld tilhneigingu til þess að skrá gengið of hátt til þess að halda aftur af verðbólgu innanlands. Stöðugleiki verður um tíma meðan fastgengið heldur en síðan verður fjármálakreppa. Vandséð er hver ávinningur er af einhliða fastgengi umfram markaðsgengi þar sem styrkurinn á bak við gengið er sá sami í báðum tilvikum.
Tvíhliða fastgengi hefur þann kost að um er að ræða samstarf tveggja eða fleiri seðlabanka sem sameiginlega verja gengi gjaldmiðilanna sem eru þá tengdir saman á ákveðnu gengi. Styrkurinn vegur miklu meiri og ef litið er til evrunnar þá má giska á að Seðlabanki Evrópu sé um 1000 sinnum stærri en Seðlabanki Íslands og honum myndi ekki muna um það að verja gengið. Spurningin er þá hvort Evrópusambandið hefði áhuga á gjaldmiðilssamstarfi og svo hvort það væri okkur hagstætt.
Það liggur nokkur ljóst fyrir að Evrópusambandið ljær ekki máls á slíku samstarfi og raunar ekki þó það væri á útfært þann veg að við myndum taka upp evruna. Þannig að til lítils er að setja fram þá hugmynd. Auðvitað væri hægt að skoða tvíhliða samstarf við aðra en Evrópusambandið, en það er sömu annmörkum háð. Almennt vilja þjóðir ekki að aðrir taki upp þeirra gjaldmiðil. Helst kæmi til álita að ræða við Norðurlandaþjóðirnar, Dani, Norðmenn og Svía. En þar eru Danir eiginlega strax úr leik þar sem þeir eru í tvíhliða gengissamstarfi við Evrópusambandið og Svíar eru í ESB .
Þannig að eftir standa þá Norðmenn og það hefur svo sem verið nefnt í umræðunni að kanna vilja þeirra til gjaldmiðilssamstarfs. Það má vel vera að rétt sé að athuga þennan möguleika frekar, þótt mér finnist ráðlegast að halda áfram að hafa íslensku krónuna og glíma við það verkefni að stjórna efnahagsmálum okkar sjálfir. Það endar svo sem alltaf á því, jafnvel þótt tekin sé upp erlend mynt, að gæfa og gengi íslensku þjóðarinnar er í okkar höndum. Evran afstýrir ekki ógæfu ef okkur eru mislagðar hendur hvort sem er. Ef menn trúa því að Íslendingar ráði ekki við verkefnið, þá eru þeir sömu þeirrar skoðunar, að við ráðum ekki við sjálfstæðið.
Kristinn H. Gunnarsson,
þingmaður Frjálslynda flokksins
(Birtist áður í Fréttablaðinu 17. júlí 2008 og á heimasíðu höfundar)
Þriðjudagur, 8. júlí 2008
Blóraböggull efnahagsþrenginga
Tekið er að sverfa að og blóraböggullinn var auðfundinn.
Meðfylgjandi graf er notað til að sýna fram á, að íslenzka krónan er þó ekki orsakavaldur, heldur er gengi hennar háð öðrum hagstærðum. Þegar ódýrt lánsfé var ekki lengur fáanlegt á fjármálamörkuðum heimsins, færðu spákaupmenn fé sitt til, og þá kom í ljós sterkasti krafturinn, sem virkar á gengi gjaldmiðla til langframa og við þrengingar. Það er viðskiptajöfnuður landanna. Bláa línan á myndinni sýnir meðalsamband viðskiptajafnaðar og gengisbreytinga. Athugull lesandi sér strax ("den observante læser innser umiddelbart", eins og stóð í kennslubókunum), að að unnt er að draga nokkurn veginn beina línu frá stöðu Íslands, um Suður-Afríku, Bretland og til Japans. Þetta þýðir, að gengi íslenzku krónunnar er háð viðskiptajöfnuði í sama mæli og gengi téðra landa. Með öðrum orðum stafar hið mikla gengisfall íslenzku krónunnar af viðskiptahalla, sem á ekki sinn líka. Hið mikla gengisfall krónunnar stafar af lögmáli um tengsl viðskiptajafnaðar og gengisbreytinga, en krónan er ekki í neins konar fríu falli sem haldlaus gjaldmiðill, eins og látið hefur verið í veðri vaka. Afhjúpun þessarar staðreyndar, sem meðfylgjandi graf ber órækan vott um, opinberar jafnframt, að landsmenn geta sjálfir stjórnað genginu, og gengið þarf ekki að vera sveiflukennt. Það, sem þarf að gera, er að ná jákvæðum viðskiptajöfnuði. Við sjáum af myndinni, að í öllum löndum með jákvæðan viðskiptajöfnuð við útlönd hefur gengið styrkzt á undanförnu hálfa ári. Það er ekkert land staðsett í 4. fjórðungi (að neðan hægra megin). Ef það hefði gerzt hjá okkur, hefði verðbólgan orðið mun minni en ella og efnahagslægðin grynnri.
Ályktunin, sem af þessu má draga, er sú, að náum við Íslendingar jákvæðum viðskiptajöfnuði, þá verður ekki hætta á gengisfalli, þó að á móti blási, eins og núna. Með öðrum orðum er jákvæður viðskiptajöfnuður trygging fyrir stöðugleika. Það er þess vegna eftir gríðarlega miklu að slæðast.
Núverandi gengisfall krónunnar ásamt gríðarlegum hækkunum á verði eldsneytis, hrávörum og matvælum á alþjóðlegum mörkuðum hafa valdið mikilli verðbólgu á Íslandi. Við verðum að ná henni niður fyrir markmið Seðlabanka Íslands til að verða samkeppnihæf við önnur lönd. Það verður mikil þrautaganga. Falsspámenn hafa haldið því að þjóðinni, að auðveldasta lausnin á vanda hennar sé að ganga í Evrópusambandið og að taka upp evru. Að uppfylla öll fimm skilyrði Maastricht sáttmálans varðandi evrópska myntsamstarfið er mjög erfitt og mundi kosta miklar fórnir almennings.
Markmið þessarar vefgreinar var að sýna fram á, að Íslendingum standa aðrir, nærtækari og miklu betri kostir til boða til að ná efnahagsstöðugleika en að ganga í ESB og fórna fullveldi Alþingis og Seðlabanka og verða þannig leiksoppar ráðamanna í útlöndum að nýju.
Bjarni Jónsson,
verkfræðingur
(Birtist áður á bloggsíðu höfundar)
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- Ursula tekur sér dagskrárvald
- Rétt hjá Guðrúnu enginn þjóðarvilji liggur fyrir Þorgerður
- Vonir utanríkisráðherra
- Íslandsskattur
- Hin æpandi þögn um blákaldan raunveruleika
- Trump, tollar og ótroðnar slóðir
- Þegar spurningunni má svara, en umræðan fær ekki að halda áfram
- Þjóðaratkvæði um draugaviðræður með texta frá Brussel
- Milljarðar fyrir verri kjör og nú á að ganga alla leið?
- Halda áfram - en við hvað nákvæmlega?
- Evrópuher, tollheimta Evrópusambands o.fl. á Útvarpi sögu
- Fyrirspurnir og fyrirgreiðsla næsta skref í forskriftinni?
- Forskirftinni fylgt!
- Ekki eitt einasta skref í átt að inngöngu - Bylgjan í dag
- Gegn stjórnarskrá og enn til umræðu - erindi til forseta árét...
Eldri færslur
- Júlí 2025
- Júní 2025
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.7.): 242
- Sl. sólarhring: 525
- Sl. viku: 2431
- Frá upphafi: 1237986
Annað
- Innlit í dag: 236
- Innlit sl. viku: 2205
- Gestir í dag: 230
- IP-tölur í dag: 226
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar