Leita í fréttum mbl.is

Skoðanakúgun í Samfylkingunni?

ossur_esbFregnir berast af því að mismunandi skoðanir varðandi orkupakkann margfræga séu ekki liðnar í Samfylkingunni. Til er umræðuvefur á vegum flokksins þar sem ætlunin var að gefa flokksfólki kost á að skiptast á skoðunum og ræða málin. En ekki orkumálin.

Viðri einhver efasemdir um orkupakkann mætir viðkomandi þvílíkur fúkyrðaflaumur og skammir sem ekki er hægt að verjast með öðru en draga sig út úr umræðunni. Þetta kemur svo sem ekki á óvart miðað við það að til langs tíma hefur aðeins ein skoðun varðandi ESB verið liðin í flokknum. Það er þó athyglisvert að það séu talsverðar efasemdir meðal Samfylkingarfólks um orkupakkann, eins og komið hefur fram á umræðuvef flokksins og í því að fyrrverandi ráðherrar Samfylkingar og Alþýðuflokks vara við samþykkt orkupakkans. 

Opin og frjáls skoðanaskipti eru forsenda virks lýðræðis. Það er því hægt að hafa samúð með Össuri Skarphéðinssyni þegar hann kvartar yfir skömmum sem hann hefur fengið yfir sig á netinu. Honum ætti að vera í lófa lagið að draga úr slíku í sínum heimahögum og gera umræðuna opnari og málefnalegri í Samfylkingunni með því að leyfa andstæðingum orkupakkans að tjá sig án þess að fá yfir sig ómálefnalegan fúkyrðaflaum.

Varðandi þessa umræðu er hins vegar spurningin hvort umræða af þessu tagi geti orðið opin og frjáls þegar annars vegar stenda einstaklingar í lítt skipulögðum hreyfingum og hins vegar sameinað ríkisvaldið hér á landi, stór hagsmunasamtök hér innanlands, ríkisstjórnir annarra landa og samband á borð við ESB. Miðað við þetta ójafna valdahlutfall í umræðunni er það stórfrétt að meirihluti landsmanna skuli vera andvígur orkupakkanum. 

En ræður hér vilji lýðsins eða verða það innlendar og erlendar valdastofnanir sem keyra sinn vilja í gegn?


Friðarverðlaunahafi vill leggja niður Evrópusambandið

Það vekur athygli að Lech Walesa, verkalýðshetja, friðarverðlaunahafi Nóbels og fyrrverandi forseti Póllands, leggur til að Evrópusambandið verði lagt niður. Hann segir það komið á leiðarenda, í öngstræti, og að Evrópubúar þurfi að byrja upp á nýtt. Þessi gamla kempa segir Evrópusambandið vera allt annað en lagt var upp með og að ósætti á milli ríkja sambandsins um leiðir sé varla yfirstíganlegt.

Ummæli Walesa vekja athygli, ekki hvað síst vegna þess að han hefur verið heldur hliðhollur ESB til þessa.


Kóngurinn í Háskólanum úthúðar evru-hugsjóninni

MervynKingÞað var feykilegur skammarblástur um evrusvæðið sem Benedikt Jóhannesson evruáhugamaður fékk yfir sig frá herra Mervyn King, lávarði og fyrrum seðlabankastjóra Bretlands, þegar Bensi forvitnaðist um skoðanir Kings um efnið á fundi sem samtök fjársparenda á Íslandi héldu með King lávarði í hátíðarsal Háskóla Íslands í dag.

King sagði að evrusmiðirnir hefðu sýnt algert skeytingarleysi og glannaskap því margir þeirra hefðu viðurkennt að evrusvæðið í þeirri mynd sem til var stofnað gæti aldrei staðist án verulegra og reglubundinna erfiðleika.

King sagði að gjaldmiðilssamstarf af þessu tagi hefði hvergi staðist til lengdar í mannkynssögunni án sameiginlegra ríkisfjármála. Ýmsir evrusmiðir hefðu viðurkennt þetta en bættu því við að það væri ekkert vandamál því að í næstu fjármálakreppu myndu menn sjá að evran stæðist ekki án eins stórs ríkissjóðs og í þeirri kreppu myndu menn sannfærast um að stíga hið nauðsynlega skref til eins stórríkis. Nú er hins vegar liðinn um áratugur frá því að evrukreppan hóf innreið sína og þrautseigir þýskir og fleiri andstæðingar frekari samvinnu í ríkisfjármálum hefðu herst verulega í andstöðu sinni við sameiginleg ríkisfjármál. Því væri ekki séð fyrir endann á evruvandanum.

Bensa varð orða vant eftir þennan reiðilestur Kings um evruna. 


Ríkisstjórnin í orkufeni

stefanmÞað verður ekki annað sagt en að ríkisstjórnin sé komin út í fen með svokallaðan orkupakka númer þrjú í fanginu. Þar situr hún klossföst á meðan sérfræðingar segja margs konar óvissu varðandi umræddan pakka og að lögfræðilega væri réttara að velja aðra leið en ríkisstjórnin kýs að fara.

Á fundi með utanríkismálanefnd Alþingis í morgun sagði Stefán Már Stefánsson, fyrrverandi prófessor við lagadeild Háskóla Íslands að hin rétta lögfræðilega leið væri að hafna innleiðingu á þriðja orkupakkanum á þeim forsendum að óvíst sé hvort stjórnarskráin heimili það valdaframsal sem í honum felst. Í framhaldi af því yrði málinu vísað aftur til hinnar sameiginlegu EES-nefndar til nýrrar meðferðar.

Hvað vakir eiginlega fyrir stjórnarliðum og fleirum að keyra þetta mál svona áfram?


mbl.is Lögfræðilega rétt að hafna innleiðingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vilhjálmur kýrskýr

villi-skaga

Vilhjálmur á Skaganum er kjarnyrtur sem fyrr.  Hann segir m.a.

"...orkupakkarnir og raforkumálin eru stórmál sem við verðum að taka alvarlega og hafa skoðun á, en mín skoðun er hvellskýr; þetta mál á að fara í þjóðaatkvæðagreiðslu, enda eitt af stærstu hagsmunamálum sem þjóðin hefur staði frammi fyrir í mörg ár."

Í ræðunni sem hann hélt 1. maí er líka vísbending um hvernig hann muni verja atkvæði sínu.  Hann segir nefnilega:

"Við sem þjóð verðum að huga vel að því að hafa ætíð full yfirráð yfir okkar mikilvægustu auðlindum og það er mitt mat að við megum aldrei framselja yfirráð á auðlindum okkar til annarra þjóða."

 

Ræðan í heild sinni:

http://vlfa.is/index.php/um-felagidh/annadh/frettir/item/2565-raedha-formanns-verkalydhsfelags-akraness-a-1-mai

 

 


Fulllveldi í orkumálum áréttað á 1. maí

Fjöldi fólks gekk niður Laugaveg í dag, 1. maí, til að lýsa yfir vilja sínum til að vald í orkumálum verði í höndum kjörinna fulltrúa á Íslandi, en ekki í höndum stofnana Evrópusambandsins

Við minnum alla á að skrifa undir á orkanokkar.is

1mai19


« Fyrri síða

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Maí 2019
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 102
  • Sl. sólarhring: 185
  • Sl. viku: 681
  • Frá upphafi: 1116874

Annað

  • Innlit í dag: 97
  • Innlit sl. viku: 598
  • Gestir í dag: 94
  • IP-tölur í dag: 93

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband