Færsluflokkur: Evrópumál
Þriðjudagur, 14. febrúar 2023
Herveldið sem er alls ekki herveldi, en langar til þess
Margir muna þegar ákafamenn um innlimun Íslands í Evrópusambandið sóru og sárt við lögðu að bandalagið væri alls ekki herveldi, ætti enga fallbyssu og að hún væri auk þess ryðguð. Nú hefur komið á daginn að bandalagið er á bólakafi í styrjöld og á færri fallbyssur en leiðtogar þess mundu vilja. En það vantar ekki viljann til að vera með í þeim leik sem Evrópumenn hafa stundað lengur en heimildir eru um, á kostnað almennings.
Haraldur Ólafsson ræðir þessi mál á Vísi (visir.is). Þar segir m.a.:
Að þessu sinni taka flest ríki Evrópu þátt og Evrópusambandið að auki, enda er annar stríðsaðilinn á hraðri leið þar inn. Það er sérlega eftirtektarvert, vegna þess að aðeins örfá ár eru síðan ákafamenn um að Íslendingar yrðu þegnar í Evrópusambandinu sóru við æru sína og ömmu, að það samband væri allt annað en hernaðarbandalag.
https://www.visir.is/g/20232377461d/birtingar-mynd-sturlunar
Fimmtudagur, 26. janúar 2023
Samviska þjóðarinnar kveður sér hljóðs
Fjölmiðlun á Íslandi á undir högg að sækja. Krónunum sem til skiptanna eru fækkar, hvort heldur er í formi auglýsinga, sem margar fara til erlendra samfélagsmiðla, eða í formi áskriftargjalda sem sífellt færri vilja greiða.
Það er því gleðilefni að nýr fjölmiðill eða pistlasmiðja hefur litið dagsins ljós. Þar skrifar hinn þekkti fullveldissinni Arnar Þór Jónsson fv. dómari. Arnar Þór segir m.a. í fyrsta pistlinum sem út kom 22. janúar sl.:
Þjóð sem sættir sig við að fá lög send í pósti og að löggjafarsamkoman umbreytist í leikhús getur ekki kvartað þegar hún vaknar upp við það að lögin eru orðin að barefli sem notað er gegn henni sjálfri.
Því skal spáð að eftir mörg ár munu menn segja að penni Arnars Þórs hafi verið pískurinn sem vakti þjóðina af þyrnirósarsvefni.
https://arnarthorjonsson.blog.is/blog/arnarthorjonsson/entry/2286401/
Laugardagur, 7. janúar 2023
Þetta er dýrt
Hjörtur J. Guðmundsson fjallar skilmerkilega um íþyngjandi reglur frá Evrópusambandinu. Vera má að einhverjar þeirra séu af skynsamlegu viti, en ljóst er að þær eru ekki ókeypis. Þær kosta íslenskt samfélag mikla fjármuni. Það eru fjármunir sem í mörgum, ef ekki flestum, tilvikum væru betur komnir annars stðar en í kerfi sem er sniðið að samfélagi stórþjóða sem um margt er ólíkt íslensku samfélagi.
Hjörtur bendir á hugsanlega lausn: Að skipta EES út fyrir fríverslunarsamning.
Þriðjudagur, 6. desember 2022
Fullveldisfundur miðvikudaginn 7. desember kl. 17.30 á Háskólatorgi
Mánudagur, 5. desember 2022
Fullveldisfundur á miðvikudaginn kl. 17.30
Haldið verður upp á fullveldi Íslands með fundi á Háskólatorgi, Háskóla Íslands, sal 103, miðvikudaginn 7. desember 2022, kl. 17:30
Frummælandi verður Einar Frogner formaður Nei til EU í Noregi og mun hann
ræða stöðu fullveldismála, EES-samninginn, orkumál og fleira.
Við umræðuborð sitja Arnar Þór Jónsson, fv. dómari og varaþingmaður, Erna Bjarnadóttir, hagfræðingur og varaþingmaður og Erna Ýr Öldudóttir, blaðamaður og viðskiptafræðingur
Fundi stýrir Haraldur Ólafsson, formaður Heimssýnar.
Heimssýn, Frjálst land, Herjan og Ísafold
Allir velkomnir!
Fimmtudagur, 1. desember 2022
104 ára og sprækt
Í dag fögnum við 104 ára afmæli fullveldis Íslands. Á þeirri rúmu öld sem liðin eru frá því Ísland varð fullvalda ríki hefur þjóðinni vegnað betur en allar þær rúmu sex aldir sem liðnar voru frá því stjórnvaldið hóf að færast til útlanda. Það á auðvitað við um flestar þjóðir heims að velsæld er mest á síðari árum, á Íslandi voru framfarir meiri en annars staðar. Núna vermir Ísland iðulega eitt af efstu sætum kvarða sem mæla velsæld þjóða, en víst er að þannig var það alls ekki á 19. öld.
Það er nefnilega skynsamlegt að þjóðir setji sjálfar sín lög, en feli það ekki vandalausum. Um það er óþarfi að fjölyrða. Gleðilega hátíð.
Fullveldisfundur Heimssýnar verður kl. 17 þann 7. desember og nánar auglýstur síðar.
Laugardagur, 19. nóvember 2022
Rannsókn ársins kynnt í RÚV
Landsmenn fengu sérkennilega sendingu frá Ríkisútvarpinu í þættinum Silfrið 13. nóvember sl. Þar talaði Maximilian Conrad, prófessor við Háskóla Íslands, en Evrópusambandið hefur keypt hann og marga aðra til að rannsaka upplýsingaóreiðu fyrir sig.
Hvernig stendur á því að ákvörðun Evrópusambandsins um að kaupa rannsókn verður að langri dagskrá í sjónvarpi Ríkisútvarpsins? Rannsóknin er varla hafin og engar niðurstöður liggja fyrir. Sjónvarpið segir almennt lítið frá niðurstöðum vísindarannsókna, en loks þegar tími gefst þá er hann notaður til að ræða um rannsókn sem ekki hefur farið fram. Megum við næst búast við að skáldin komi í bókmenntaþætti til að segja frá kvæðum og sögum sem þau ætla að fara að skrifa?
Rannsóknaverkefnið virðist að einhverju marki snúast um lygar, blekkingar og rangfærslur. Röngum upplýsingum sé miðlað af illum ásetningi, staðreyndir séu, í huga sumra, valkvæðar og hætt sé við skipbroti lýðræðis. Maximilian hefur áhyggjur af því að fólk láti sér staðreyndir í léttu rúmi liggja og greini ekki milli þess sem er rétt og rangt. Þá fjallar hann um ill öfl sem eru andsnúin lýðræðinu og framsækinni pólitík. Allt verður þetta til vísindalegrar skoðunar næstu árin.
Það vekur athygli að verkefnið er hýst í þeim hluta Háskólans þar sem fjöldi manna barðist um á hæl og hnakka til að koma Íslandi í Evrópusambandið fyrir örfáum árum, og óvíst er að menn hafi látið af þeirri baráttu. Með inngöngu í Evrópusambandið væri verið að stíga risaskref í átt frá lýðræði. Öll barátta Evróputrúboðsins var þéttasti vefur blekkinga og ósanninda sem ofinn hefur verið í stjórnmálum á Íslandi. Maximilian mun því ekki þurfa að fara úr húsi til að finna nægan efnivið til að rannsaka.
Í augum utanaðkomandi hlýtur framkvæmd þessa verks að vera öfugsnúin, svolítið eins og að manna stjórn bindindisfélags með fastagestum af barnum.
Athygli vekur að viðtalið fer fram á ensku, en viðmælandinn hefur þó búið á annan áratug á Íslandi. Hvernig skyldi standa á því? Fannst enginn í verkefninu sem vildi tala íslensku? Felast skilaboð í því að viðmælandinn tali ensku með þýskum hreim?
Evrópumál | Breytt 20.11.2022 kl. 00:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 12. nóvember 2022
Of mikið, en of lítið
Fyrir tíma netsins var auðveldara en nú er að komast upp með að vera í mótsögn við sjálfan sig. Nú er það erfitt, ef einhver nennir á annað borð að hlusta eða lesa það sem menn og flokkar hafa að segja. Hjörtur nennti og bendir kurteislega á mótsögnina í því að vilja minnka ríkisbákn og ganga í Evrópusambandið, en hvort tveggja segjast menn vilja í flokki sem nefndur er Viðreisn. Það er eins og að berjast fyrir meiri þrifnaði með kúk í buxunum.
https://www.fullveldi.is/?p=21809
Mánudagur, 24. október 2022
Sokkar í erfitt verkefni
Nú er prjónað á menn sem fást við erfið verkefni.
Hin erfiðu verkefni eru að höggva mann og annan og leggjast svo sjálfir á höggstokkinn. Kannski draga mennirnir síður af sér við verkin ef þeir eru í hlýjum sokkum. Kannski hættu þeir að drepa og færu heim til sín ef þeir ættu ekki góða sokka.
Ótaldar kynslóðir evrópskra kvenna hafa keppst við að prjóna á menn sem hafa hamast hverjir á öðrum í frostinu. Svo virðist sem þessi þáttur í evrópskri menningu hafi borist til Íslands. Það er kannski ekki skrýtið í ljósi þess að nú á Evrópusambandið í stríði, svo vitnað sé í Borrell, utanríkisráðherra sambandsins. Hans stríð telja sumir sitt stríð. Það sama fólk mundi eflaust ekki telja eftir sér að prjóna sokka á íslenska drengi við mannfórnir í framtíðarríkinu.
https://www.mbl.is/frettir/innlent/2022/09/18/prjona_fyrir_kalda_faetur_i_ukrainu/
Laugardagur, 22. október 2022
Vísitasía frá Evrópusambandinu
Það er venja að vísitera sóknirnar öðru hverju, jafnvel þær sem smæstar og fjarlægastar eru. Þá er sendur maður í sparifötum og nýjum skóm með embættisbréf frá höfuðbólinu.
Maros Sefcovic varaforseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins kom í heimsókn um daginn. Hann talaði til alþýðu í Háskólanum og var mál manna að hann hefði verið langorður. Fátt nýtt kom þó fram á hinu opna málþingi, annað en að það hlyti að hafa verið erfitt að draga fram lífið á Íslandi áður en EES-samningurinn kom til sögunnar.
Aðspurður um hvort ekki væri tímabært að hætta að leggja toll á fiskafurðir frá Íslandi, eins og á við um t.d. fisk frá Kanada, hafði hann það helst að segja að vandamálið væri að Íslendingar fiskuðu svo mikið.
Þetta Evrópusamband er undarlegur söfnuður, það er ekki ofsagt.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 22:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Nýjustu færslur
- Munu innfluttu skuldaviðmiðin hans Daða Más þrengja að íslens...
- Lykilmaðurinn Daði Már
- Þorgerður ræður þó lofthelginni ennþá
- Undan pilsfaldi forsætisráðherra
- Dagur gengur um með hauspoka
- Þorgerður leggur þjóðaratkvæðagreiðslumálið til hliðar af h...
- Tiltekt, verðmætasköpun, einföldun og einangraður utanríkisrá...
- Besta fyrirkomulagið
- Umboðið dularfulla
- Alltaf agnarögn hjá Hirti
- Mótsagnir ársins
- Óboðleg sölumennska Evrópuhreyfingarinnar
- Staðreyndir sussa á Hönnu Katrínu
- Pólitísk fjarvera forsætisráðherra
- Asninn gullið og Evrópuhreyfingin
Eldri færslur
- September 2025
- Ágúst 2025
- Júlí 2025
- Júní 2025
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.9.): 347
- Sl. sólarhring: 369
- Sl. viku: 2919
- Frá upphafi: 1259497
Annað
- Innlit í dag: 335
- Innlit sl. viku: 2697
- Gestir í dag: 317
- IP-tölur í dag: 315
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar