Leita í fréttum mbl.is

Írar hafna Stjórnarskrá Evrópusambandsins

Evrópusambandið er aftur komið í djúpstæða tilvistarkreppu eftir að Írar höfnuðu Lissabon-sáttmálanum svonefndum í þjóðaratkvæði 12. júní sl. Lissabon-sáttmálinn, sem í raun er Stjórnarskrá Evrópusambandsins sem Frakkar og Hollendingar höfnuðu í þjóðaratkvæðagreiðslum fyrir þremur árum síðan, felur það einkum í sér að sambandið verður í raun að sambandsríki hliðstæðu við Bandaríkin.

Samkvæmt reglum Evrópusambandsins þurfa öll aðildarríki sambandsins að samþykkja Lissabon-sáttmálann til þess að hann geti tekið gildi og höfnun Íra þýðir því að sáttmálinn er úr sögunni. En forystumenn Evrópusambandsins hafa þegar lýst því yfir að halda eigi áfram með að innleiða sáttmálann þrátt fyrir höfnun Íra.

Það verður fróðlegt að vita hvert framhaldið verður. Lýðræðislegur vilji kjósenda hefur til þessa ekki skipt Evrópusambandið miklu máli ef hann hefur ekki samrýmst vilja þess. Ólíklegt verður að telja að annað verði uppi á teningnum núna. Vafalaust verður áfram reynt að koma Lissabon-sáttmálanum í gagnið með góðu eða illu.


Djúpstæður trúnaðarbrestur

arni_thor_sigurdssonFlest bendir á þessari stundu til að talsverður meirihluti Íra hafi hafnað Lissabon-sáttmálanum svokallaða.  Miðað við tölur sem þegar hafa birst virðist munurinn meiri en flestir töldu fyrirfram og má þá hafa í huga að fyrir fáum mánuðum hvarflaði ekki að mörgum annað en að sáttmálinn rynni greiðlega í gegnum írska þjóðaratkvæðagreiðslu.

Vafalaust er hægt að nefna fjölmargar ástæður þess að andstæðingar sáttmálans eru fleiri en stuðningsmenn í atkvæðagreiðslu sem er afar afdrifarík fyrir framtíð Evrópusambandsins.  Þættir eins og valdaframsal til Brussel, minnkuð áhrif fámennari ríkja í framkvæmdastjórn ESB og í þinginu og illskiljanlegur texti sáttmálans eru oft nefndir til sögunnar.  Jafnvel nefnt að afsögn írska forsætisráðherrans fyrr í vetur vegna hneykslismála geti verið ein af ástæðunum o.s.frv. 

Enginn getur fullyrt með vissu að einhver ein ástæða sé hér að baki.  Og líklega skipta ástæðurnar ekki miklu máli.  Hitt varðar miklu, að niðurstaðan sýnir fullkominn og djúpstæðan trúnaðarbrest á milli almennings annars vegar og kjörinna leiðtoga landsins og stjórnenda ESB hins vegar.  Æ ofan í æ kemur í ljós að leiðtogar og forystumenn einstakra ríkja eða Evrópusambandsins í heild hafa enga tilfinningu fyrir viðhorfum og sjónarmiðum almennings og virðast líka kæra sig kollótta um þau.  Þess vegna völdu leiðtogar annarra ríkja en Írlands að sniðganga þjóðir sýnar og notfæra sér þingmeirihluta til að knýja sáttmálann í gegn.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem þessi staða kemur upp.  Árið 2005 höfnuðu bæði Frakkar og Hollendingar nýrri stjórnarskrá Evrópusambandsins í þjóðaratkvæðagreiðslu og flest benti til að það sama yrði ofan á hjá Bretum og fleirum.  Ferlinu var að vísu hætt strax að loknum atkvæðagreiðslunum í Frakklandi og Hollandi, það hafði jú ekkert upp á sig að halda áfram þá.  Það var þó gert með nokkuð laumulegum hætti, með því að taka stjórnarskrána sem hafði verið hafnað og færa hana í nýjan búning og kalla Lissabon-sáttmála.  Og þá töldu menn sig geta komist hjá þjóðaratkvæðagreiðslum.  Nema á Írlandi, þar sem stjórnarskráin þeirra er afdráttarlaus í þessu efni.

Það var sem sagt með ráðnum hug að leiðtogar ESB-ríkjanna og Brussel-veldið ákvað að sniðganga almenning.  Nú virðist írskur almenningur hafa tekið í taumana.  Og það hefði áreiðanlega gerst víðar ef þjóðirnar hefðu verið spurðar.  Þessi staða endurspeglar djúpstæðan trúnaðarbrest og valdhroka stjórnvalda.  Evrópusambandið er ekki lýðræðislegur vettvangur og verður það enn síður því meir sem stjórnendurnir fjarlægjast allan almenning.  Einmitt lýðræðisskorturinn og valdhrokinn munu væntanlega líklega leiða til þess að Írum verði hótuð brottviking úr Evrópusambandinu. En við skulum bíða og sjá hverju fram vindur.

Árni Þór Sigurðsson,
þingmaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs

(Birtist áður á bloggsíðu höfundar)


Bloggfærslur 14. júní 2008

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.7.): 309
  • Sl. sólarhring: 462
  • Sl. viku: 2498
  • Frá upphafi: 1238053

Annað

  • Innlit í dag: 291
  • Innlit sl. viku: 2260
  • Gestir í dag: 282
  • IP-tölur í dag: 278

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband