Leita í fréttum mbl.is

Norðmenn vilja kjósa um uppsögn EES-samningsins

MortenHarperNorðmenn hafa áhyggjur af víkjandi hagsmunum Noregs vegna lagareglna ESB. Evrópska efnahagssvæðið er umdeilt vegna óendanlegs flóðs nýrra lagareglna ESB sem ógnar norrænum vinnumarkaði, eykur kostnað fyrirtækja í dreifbýli vegna aukinna reglna ESB og fullveldið er flutt til eftirlitsstofnunarinnar EFTA (ESA) og fjölmargra stofnana ESB, svo sem í fjármálagerningum. Nærri 12.000 ESB-tilskipanir og reglugerðir hafa verið teknar upp í gegnum EES-samninginn, sem hefur breytt norsku samfélagi á ýmsum sviðum, þar á meðal í geirum samfélagsins sem áttu að vera utan samningsins, svo sem í sjávarútvegi og landbúnaði.

Þetta kemur fram í grein eftir Morten Harper, rannsóknarstjóra norsku samtakanna Nei til EU.

Jafnframt kemur fram í greininni: 

Þegar Noregur undirritaði samninginn um Evrópska efnahagssvæðið var okkur sagt frá bæði ESB og ríkisstjórn Verkamannaflokksins á þeim tíma að norskt fullveldi yrði virt. Þess í stað hefur samningurinn – sem gerir Noreg, Ísland og Liechtenstein að hluta til að innri markaði ESB – leitt til stjórnarhátta ESB á nokkrum sviðum.
 
Fyrir 25 árum – 2. maí 1992 – var þessi umdeildi EES-samningur undirritaður áður en þingið samþykkti samninginn um haustið sama ár.
 
Samkomulagið var aldrei tekið til þjóðaratkvæðagreiðslu og í 25 ár er Noregur enn í miðri EES-umræðu sem er ákafari en nokkru sinni fyrr.
 
Þessi heita umræða er að hluta til vegna Brexit, sem er auðvitað það sem er að breytast í evrópskum stjórnmálum og býður upp á ný tækifæri til að takast á við alþjóðleg viðskipti og samstarf.
 
Fyrir Noreg er þetta tími til að endurskoða samskipti okkar við ESB, auk þess að þróa tvíhliða viðskiptasambönd við Bretland, helsta útflutningsmarkað Noregs.
 
....
Samhliða ræður túlkun ESB-sáttmálans og annarra ESB-/EES-reglna sem eru strangari og hafa enn frekari áhrif á norska hagsmuni með víðtækara umfangi. Kostnaður Noregs af EES-samningnum hefur tífaldast frá árinu 1992. Án formlegrar skuldbindingar í samningnum hefur norska ríkisstjórnin aftur og aftur samþykkt að fjármagna stuðningsáætlanir ESB-landanna (EES-styrki og Noregs-styrki). Vegna áætlana ESB (rannsóknir o.s.frv.) og kostnaðar við EFTA-/EES-stofnanir, greiðir Noregur um 650 milljónir punda (um 100 milljarða ISK) á hverju ári til ESB og einstakra ríkja sambandsins.
 
....
 
EES-samningurinn hefur reynst nákvæmlega eins og samningurinn sem Nei við ESB varaði við þegar Noregur gerðist aðili fyrir 25 árum; „greiða, hlýða og þegja“. Í Brexit-umræðunni hafa sumir mælt fyrir EES sem möguleika fyrir Bretland, þ.m.t. framkvæmdastjórn ESB. En kennslustundin frá Noregi, eftir reynslu í aldarfjórðung, er sú að í EES er landið ekki fært um að stjórna eigin málum. Og það sem kann að hafa verið ætlað sem tímabundið fyrirkomulag dagaði uppi í áratugi. EES-samningurinn var reyndar gerður til að undirbúa aðild Noregs að ESB – sem þjóðin hafnaði síðan í þjóðaratkvæðagreiðslu 1994.
 
Við í Nei við ESB viljum skipta EES-samningnum út gegn nýjum viðskiptasamningi og krefjumst þjóðaratkvæðagreiðslu um uppsögn EES-samningsins. Við erum viss um að það væri betra að eiga viðskipti á jöfnum skilmálum við ESB en að vera samþætt inn í innri markaðinn og „frelsi“ hans, frjálst flæði vöru, þjónustu, fjármagns og vinnuafls.
 
Tvær nýlegar skoðanakannanir, á vegum Nei við ESB og framkvæmdar af Sentio, staðfestu opinberan stuðning við þessa mikilvægu kröfu. Í fyrsta lagi: Mikill meirihluti hefur áhuga á að segja upp EES-samningnum: 47% eru fylgjandi þjóðaratkvæðagreiðslu um að Noregur yfirgefi EES, en aðeins 20% hafna slíkri þjóðaratkvæðagreiðslu.
 
Norðmenn eru einnig gagnrýnni á EES en áður. Kannanir undanfarin ár hafa sýnt meirihlutastuðning Norðmanna við EES, en þetta er nú að breytast. Enn er mikill fjöldi óviss í afstöðu sinni – 46% – en meðal þeirra sem taka þátt styðja aðeins 23% EES og 31% vilja eiga viðskipti í staðinn. Ef aðeins eru teknir þeir sem tóku afstöðu er meirihluti gegn veru í EES, næstum 60% á móti 40%.
 
Mikill meirihluti er á móti ESB, sem hefur verið stöðugt í kringum 70% í nokkur ár. Verkamannaflokkurinn, sem er stærsti stjórnmálaflokkur Noregs, breytti nýlega um afstöðu og hefur hætt við það markmið að koma Noregi inn í ESB. Nú er forsætisráðherrann okkar, Erna Solberg, að verða síðust í sínum flokki fylgjandi aðild að ESB. Samstarfsflokkur hennar í ríkisstjórn, Framfaraflokkurinn, er gegn aðild að ESB og vill endursemja um nýjan EES-samning (en vill ekki þjóðaratkvæðagreiðslu um EES). EES-samningurinn ætti að virða norskt fullveldi og Noregur ætti að geta hafnað þeim reglum sem við ættum ekki að hafa. 25 árum síðar er augljóst að Noregur hefur nokkrum sinnum gefið eftir stjórnvaldsákvæði. Réttur Noregs og EFTA-samstarfsaðila okkar til að hafna nýjum ESB-lagareglum er í EES-samningnum, en hefur ávallt verið svæfður. Í nokkurn tíma hafnaði Noregur þriðju pósttilskipunum ESB, en núverandi borgaralega ríkisstjórn dró til baka þá höfnun. Neitunarákvæði samningsins hafa aldrei verið notuð til að tryggja varanlegar undantekningar fyrir Noreg.
 
Í norsku EES-umræðunni er mikið talað um að nota „rými fyrir innlent frelsi“, það er að segja, að finna fyrirkomulag til að sniðganga eða draga úr neikvæðum áhrifum regluverks ESB. Þetta segir eitthvað um hve mótsagnakenndur og óskynsamlegur EES-samningurinn hefur reynst vera.
 
Lykilatriði í nýju skýrslunni „25 ár í EES“, er hvernig EES-samningurinn veldur einkum skaða á norska atvinnulífinu. EES-skýrslan sýnir hvernig norsk lög, kjarasamningar og ILO-samningar (Alþjóðavinnumálastofnunin) víkja fyrir reglum ESB/EES.
 
Í umdeildum úrskurði í lok síðasta árs fylgdi Hæstiréttur ráðgjöf EFTA-dómstólsins og setti reglur ESB um frelsi fyrirtækja framar rétti verkamanna og 137. ákvæði Alþjóða Vinnumálastofnunarinnar um hafnarverkamenn. Nokkur verkalýðsfélög krefjast þess nú að Noregur yfirgefi EES.
 
Noregur er mikill framleiðandi orku. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins vill tengja Noreg eins náið og unnt er við ESB-orkukerfið og stefnir að fimmta frelsinu: frjálsu orkuflæði. Meirihluti ESB-orkulöggjafarinnar er talinn falla undir Evrópska efnahagssvæðið og gerir því samninginn að verkfæri ESB til að samþætta Noreg í orkukerfið.
 
Nánast ekkert hefur meiri þýðingu fyrir norskan iðnað en langtíma aðgengi að raforku á samkeppnishæfu verði. Sífellt meiri útflutningur rafmagns til meginlandsins og Bretlands getur leitt til þess að Noregur þurfi að greiða hærra raforkuverð fyrir sín not. Aðeins við þjóðarorkakreppu getur Noregur komið í veg fyrir útflutning raforku. Að öðru leyti stjórnast allt af samkeppnisreglum ESB/EES.
 
Stuðningsmenn EES styðjast enn við sama hræðsluáróðurinn og árið 1992: að við verðum að hafa EES-samning um að selja vörur til ESB. Þessi áróður var mjög villandi árið 1992 – og er það enn í dag. Norski iðnaðurinn hafði frjálsan aðgang að öllum útflutningi til Evrópusambandsins fyrir EES – og þessi fríverslunarsamningur myndi enn gilda ef EES-samningnum yrði sagt upp.
 
Reyndar fór stærri hluti útflutnings til ESB-landa (þá EU12) fyrir EES-samninginn en raunin er í dag. Ef eitthvað sýnir þetta greinilega að EES-samningurinn er ekki forsenda fyrir viðskiptum við ESB. Meira en 150 lönd utan hins sameiginlega markaðs selja vörur til ESB.
 
Ekkert þeirra þarf að breyta löggjöf sinni eða gefa eftir fullveldi til að selja vörur sínar til ESB. Þetta á einungis við um Noreg, Ísland og Liechtenstein og það er þessi undirgefni fyrir ESB-löggjöfinni sem gerir EES-samninginn svo óþolandi.
 
25 ár í EES hefur verið meira en nóg.

Höfundur er rannsóknarstjóri „Nej til EU“-samtakanna norsku.


Aðeins 20% Norðmanna vilja í ESB - nú er rætt um útgöngu úr EES

neitileunov2017Skoðanakannanir í Noregi að undanförnu sýna að stuðningur við aðild að ESB er mjög veikur. Aðeins 20% Norðmanna vilja í ESB samkvæmt síðustu skoðanakönnun en 66% eru á móti aðild. Á sama tíma hefur færst aukinn þungi í umræðu um að Norðmenn losi sig við EES-samninginn.


Bloggfærslur 28. nóvember 2017

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 120
  • Sl. sólarhring: 136
  • Sl. viku: 2365
  • Frá upphafi: 1112150

Annað

  • Innlit í dag: 102
  • Innlit sl. viku: 2113
  • Gestir í dag: 98
  • IP-tölur í dag: 96

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband