Leita í fréttum mbl.is

Heimssýn ályktar um gagnrýna skoðun á EES-samningnum

Á aðalfundi Heimssýnar í gær var eftirfarandi ályktun samþykkt:

Senn eru 25 ár liðin frá því Ísland gerðist aðili að samningi um evrópskt efnahagssvæði og tímabært að leggja mat á kosti og galla samningsins fyrir íslenskt samfélag. Ljóst er að samstarfið hefur að nokkru leyti þróast á annan veg en margir hugðu í upphafi og sumar  afleiðingar samningsins hafa verið ófyrirséðar. Bretar hafa ákveðið að ganga úr Evrópusambandinu og þar með EES og nýlegir alþjóðsamningar gefa vísbendingar um nýja kosti í alþjóðaviðskiptum.

Í ljósi ofanritaðs leggur aðalfundur Heimssýnar til að gagnrýnin skoðun fari fram á aðild Íslands að evrópska efnahagssvæðinu. Slík endurskoðun ætti að miða að því að leiða í ljós þá kosti sem í boði eru og best eru til þess fallnir að tryggja í senn fullveldi Íslands sem og aðra hagsmuni Íslendinga til langframa.


Heimssýn ályktar: Stöndum vörð um yfirráð yfir orkumálum og höfnum orkustjórn Evrópusambandsins

Á aðalfundi Heimssýnar í gærkvöldi var samþykkt ályktun í tilefni af áformum um að orkulöggfjöf Evrópusambandsins verði tekin inn í samninginn um EES. Ályktun þessi er svipuð ályktun sem norsku samtökin Nei til EU hafa samþykkt og er svohljóðandi:

DSC_0117Stöndum vörð um yfirráð yfir orkumálum og höfnum orkustjórn Evrópusambandsins

Nú er í bígerð að taka orkulöggjöf Evrópusambandsins inn í samninginn um EES.  Með því lytu Noregur og Ísland forsjá orkuskrifstofu Evrópusambandsins, ACER og eftirliti ESA í orkumálum. Málið er til meðferðar í norska Stórþinginu og verður að líkindum lagt fyrir Alþingi innan tíðar.

Orkustofa Evrópusambandsins, ACER, ræður orkumálum sambandsins og ganga ákvarðanir hennar framar vilja einstakra þjóðríkja í málum sem lúta að sölu og flutningi orku.

Fyrirhugað er að setja á stofn orkueftirlit sem lýtur tilskipunum ACER og ESA, með svipuðum hætti og fjármálaeftirlit lýtur tilskipunum frá Evrópusambandinu. Allt er það óháð vilja lýðræðislega kjörinna fulltrúa þjóðríkjanna.

Markmið ACER er að þróa sameiginlegan evrópskan orkumarkað þar sem meintir hagsmunir sameinaðrar Evrópu ganga framar hagsmunum einstakra ríkja. Á það meðal annars við um raflínur og orkuflutning milli landa. Hvort tveggja mun lúta stjórn Evópusambandsins. 

DSC_0147Innan Evrópusambandsins er áhersla lögð á miðstýringu í orkumálum, þ.e. hið «fimmta svið frelsis», undir yfirstjórn orkustofunnar ACER. Það er mikil og óásættanleg áhætta í því fólgin að fela slíkum aðila það vald sem nú er í höndum stjórnvalda á Íslandi og Noregi.   Afleiðingarnar eru ófyrirsjáanlegar.

Heimssýn og Nei til EU í Noregi krefjast þess að kjörnir fulltrúar landanna hafni með festu öllum tilraunum Evrópusambandsins til að ná yfirráðum yfir orkumálum Íslands og Noregs.


Bloggfærslur 2. mars 2018

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 70
  • Sl. sólarhring: 213
  • Sl. viku: 649
  • Frá upphafi: 1116842

Annað

  • Innlit í dag: 68
  • Innlit sl. viku: 569
  • Gestir í dag: 67
  • IP-tölur í dag: 66

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband