Leita í fréttum mbl.is

"Aðildarsamningaviðræðu"þingmaður í framboð fyrir VG?

heimssyn-marshall-jan21

Einn furðulegasti leikþáttur stjórmála liðinna ára voru hinar svokölluðu “samningaviðræður” um innlimun Íslands í Evrópusambandið.  Látið var í veðri vaka að stórkostlegar samningaviðræður væru í gangi þegar ljóst var frá upphafi að aðildarríki Evrópusambandsins gangast refjalaust undir löggjöf sambandsins, eins og hún er, og ekki síður eins og valdamönnum sambandsins þóknast að hafa hana í framtíðinni. Evrópusambandinu sjálfu má segja til hróss að aldrei var nein fjöður dregin yfir það.  Það gerðu hins vegar ástmenn þess á Íslandi.

Einn þeirra sem vildi fyrir alla muni eiga í “samningaviðræðum” við Evrópusambandið er Róbert nokkur Marshall.  Hann er nú sagður vilja verða þingmaður fyrir stjórnmálaflokk sem að jafnaði hefur verið hallur undir fullveldi þjóðarinnar.  Einu sinni bognuðu sumir þingmanna flokksins að vísu í þeirri baráttu, en það gerist vonandi ekki aftur.

Hvaða afstöðu skyldi téður Róbert nú hafa til “samningaviðræðna”.  Vill hann ræða endurskoðun á EES-samstarfinu, eða langar hann kannski undir niðri að afhenda erlendu ríkjasambandi völdin yfir Íslandi? 

Væri ekki heiðarlegt af Róberti að upplýsa um það?

 

https://frettabladid.overcastcdn.com/documents/210126.pdf


Bloggfærslur 26. janúar 2021

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 22
  • Sl. sólarhring: 87
  • Sl. viku: 928
  • Frá upphafi: 1117700

Annað

  • Innlit í dag: 20
  • Innlit sl. viku: 828
  • Gestir í dag: 20
  • IP-tölur í dag: 19

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband