Leita í fréttum mbl.is

Samfylkingin og Evrópusambandið

BirgirEvrópumálin skjótast reglulega upp á yfirborðið í þjóðmálaumræðunni hér á landi en með mismunandi formerkjum. Það er auðvitað eðlilegt í ljósi þess að tengsl okkar við Evrópusambandið og aðildarríki þess eru margvísleg og mikilvæg og stöðugt nauðsynlegt að huga að því hvernig þeim verði best fyrir komið. Gallinn við þessar umræður er hins vegar sá að hún verður oft yfirborðskennd og það er orðinn nokkurs konar kækur hjá ákveðnum hópi stjórnmálamanna að tefla fram ESB-aðild - og nú í seinni tíð upptöku evrunnar - sem einföldu svari við öllum spurningum og viðfangsefnum sem við er að glíma í þjóðlífinu. Þetta er auðvitað einkum áberandi innan Samfylkingarinnar en vissulega líka hjá einstaka manni í Framsóknarflokknum.

Stóra kosningamálið sem hvarf 2003
Í ljósi umræðunnar að undanförnu er ástæða til að rifja upp að á síðasta kjörtímabili fór fram mikið málefnastarf innan Samfylkingarinnar um Evrópumál. Skrifaðar voru lærðar skýrslur og framkvæmd var póstkosning meðal flokksmanna um afstöðuna til aðildarumsóknar að Evrópusambandinu, sem átti að marka mikil tímamót í sögu bæði flokks og þjóðar. Fáum mánuðum fyrir síðustu alþingiskosningar virtist allt benda til þess að flokkurinn myndi gera aðildarumsókn að helsta trompi sínu í kosningabaráttunni. Í ársbyrjun 2003 breyttist hins vegar málflutningurinn. Evrópumálin urðu ekki jafn brýnt viðfangsefni og áður og þegar komið var fram í febrúar sagði þáverandi formaður flokksins aðspurður í fjölmiðlum að ESB-aðild yrði ekki stórt kosningamál af hálfu flokksins. Aldrei fékkst nákvæmlega úr því skorið hvers vegna áherslurnar breyttust að þessu leyti. Kannski var það vegna þess að Samfylkingarmenn urðu varir við þverrandi áhuga almennings á málinu í skoðanakönnunum. Kannski vegna þess að þeir vildu ekki takmarka möguleika sína í stjórnarmyndunarviðræðum með því að gera Evrópumálin að úrslitaatriði.

Meinar Samfylkingin það sem hún segir?
Hvað sem því líður er athyglisvert að fylgjast með málflutningi Samfylkingarmanna í þessum efnum nú þegar aðeins fjórir mánuðir eru til næstu kosninga. Þessa dagana er alveg sama hvaða mál ber á góma í þjóðmálaumræðunni – svar Samfylkingarinnar er jafnan upptaka evru og ESB-aðild. Vart er hægt að skilja ummæli helstu talsmanna flokksins síðustu daga og vikur öðru vísi en svo að þeir hyggist gera þetta að stóru máli fyrir kosningarnar í vor. Ef forystumennirnir meina raunverulega það sem þeir segja um mikilvægi aðildar og upptöku evrunnar hljóta þeir að bera málið fram af krafti í kosningabaráttunni og gera það að grundvallarmáli þegar kemur að stjórnarmyndunarviðræðum. Eða hvað? Mun sagan frá því fyrir fjórum árum endurtaka sig og málið hverfa út af dagskrá kosningabaráttunnar hægt og hljóðlega? Mun málflutningur flokksins sveiflast í takt við skoðanakannanir eins og þá eða mildast og dofna til að ögra ekki hugsanlegum samstarfsaðilum í stjórnarmyndunarviðræðum? Er trúverðugt fyrir Samfylkinguna að lýsa aðild að ESB og myntbandalaginu sem stærsta og brýnasta hagsmunamáli þjóðarinnar og segjast á sama tíma stefna að myndun svokallaðrar félagshyggjustjórnar með Vinstri grænum og Frjálslyndum? Fara þessi tvö yfirlýstu markmið flokksins saman? Verður ekki annað hvort að víkja? Hefur afstaða Vinstri grænna og Frjálslyndra í Evrópumálum kannski breyst?

Það verður forvitnilegt að sjá hvernig talsmönnum Samfylkingarinnar – jafnt forsætisráðherraefnum sem öðrum – gengur að fóta sig í þeirri umræðu á næstunni.

Birgir Ármannsson,
þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.

(Greinin birtist áður í Blaðinu 13. janúar 2007)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 134
  • Sl. viku: 908
  • Frá upphafi: 1117680

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 810
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband