Leita í fréttum mbl.is

Jóhanna hótar þjóðinni með ESB-umsókn

Í Fréttablaðinu í dag hótar forsætisráðherra Íslands þjóðinni að halda ESB-umsókninni til streitu. Um helgina breytti Framsóknarflokkurinn um stefnu í Evrópumálum og samþykkti að ályktun þar sem segir að hagsmunum lands og þjóðar sé betur borgið utan Evrópusambandsins.

Þar með hafa þrír stjórnmálaflokkar af fjórum sagt nei við aðild að Evrópusambandinu. Í flokksamþykktum Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks segir skýrt og afgerandi að Ísland eigi að standa utan Evrópusambandsins. Aðeins Samfylkingin vill inngöngu í sambandið.

Jóhanna Sig. hótar þjóðinni að halda gjörtöpuðu ESB-inngönguferli áfram undir þeim formerkjum að þannig ætli hún að sameina þjóðina. Forsætisráðherra segir í Fréttablaðinu í dag

hér innanlands stöndum við í þessum stóru verkefnum sem við vorum kosin til eins og breytingum á fiskveiðistjórnunarkerfinu og ESB-ferlinu. Það er mjög mikilvægt að reyna að sameina þjóðina og fylkja henni að baki því sem þarf að gera til að endurreisa Ísland.

Með orðum sínum elur Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra á sundrungu í samfélaginu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 8
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 713
  • Frá upphafi: 1116250

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 621
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband