Leita í fréttum mbl.is

Evruland, Bretland og strandríkin í Norður-Atlantshafi

Bretland er í Evrópusambandinu en ekki Evrulandi sem aðeins 17 af 27 aðildarríkjum Evrópusambandsins eiga aðild að. Óhugsandi er að Bretland gangi inn í Evruland og jafnvel er hugsanlegt að vandræðin þar muni valda því að Bretland gangi úr Evrópusambandinu. Þar með gerbreytist staða strandríkjanna í norðri.

Vaxandi einhugur er í umræðunni um kreppu jaðarríkja Evrulands. Í meginatriðum koma aðeins tvær leiðir til greina, þótt útfærsla á hvorri leið um sig geti verið með margvíslegum hætti.

Í fyrsta lagi að Evruland sundrist með því að Grikkland og ef til vill fleiri jaðarríki hverfi úr myntsamstarfinu. Þar með er sjálft Evrópusambandið í hættu og gæti sem hægast liðast í sundur. 

Í öðru lagi: einmitt vegna þess að framtíð Evrópusambandsins er í húfi er möguleiki að ríku þjóðir Evrulands, Þýskaland sérstaklega, samþykki að verða varanlegur fjárhagslegur bakhjarl fátækari þjóða Evrulands.

Hvort heldur fyrri eða seinni kosturinn verði ofan á mun Bretland standa fyrir utan, segir Jeremy Warner á Telegraph. Hann telur ýmsa kosti við það að Evrulandi verði bjargað og Bretland færi út úr Evrópusambandinu í kjöfarið.

Frá sjónarhóli Íslands er myndin skýr. Með Bretland fyrir utan Evruland er kominn stuðari við ásókn Evrópusambandsins norður á bóginn. Strandríkin á Norður Atlantshafi; Ísland, Grænland, Færeyjar og Noregur ættu bandamann i gamla sjóveldinu Bretlandi gegn stórveldatilburðum Evrulands.


mbl.is Búa sig undir að evrusvæðið sundrist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 135
  • Sl. viku: 908
  • Frá upphafi: 1117680

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 810
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband