Leita í fréttum mbl.is

Bretar andvígir aðild að Evrópusambandinu

Breska þingið samþykkti Evrópulög í vikunni sem banna valdaframsal til Evrópusambandsins án undangenginnar þjóðaratkvæðagreiðslu. Lögin munu leiða til uppgörs Breta við Evrópusambandið sem þarf nauðsynlega að gera breytingar á Lissabonsáttmálanum vegna fjármálakreppunnar á evrusvæðinu.

William Hague utanríkisráðherra Breta skrifar grein Sunday Telegraph í tilefni af nýju lögunum. Tvennt vekur sérstaka athygli. Í fyrsta lagi óskar Hague sér að Evrópusambandið verði fyrst og fremst viðskiptabandalag. Í öðru lagi að lýðræðishalli Evrópusambandsins verði lagfærður.

Hvorttveggja hugsunin er eitur í beinum samrunasinna í Brussel. Viðskiptabandalag er sambærilegt við EFTA þar sem kveðið er á um frjálsa verslun og lítið meira og fullnægir hvergi nærri metnaði þeirra sem sjá fyrir sér Stór-Evrópu. Aukin aðkoma almennings að ákvörðunum um málefni Evrópusambandsins þýðir sjálfkrafa að samrunaþróun verður erfið ef ekki ómöguleg.

Stuðningur við úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu vex. Nýleg könnun, sem sagt er frá í Telegraph, sýnir 49 prósent Breta fylgjandi úrsögn en aðeins 25 prósent vilja áframhaldandi aðild.

Bretland fjarlægist Evrópusambandið á sama tíma og kjarnalöndunum 17 sem nota evruna er lífsnauðsyn að auka með sér samstarfið til að ná tökum á fjármálakreppunni.

Fyrirsjáanlegt uppgjör Bretlands við Evrópusambandið staðfestir það megineinkenni ESB að það er bandalag Frakklands og Þýskalands auk næstu nágranna. Bretlandi er ekki næsti nágranni og enn síður Ísland. 

(Tekið héðan.)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 248
  • Sl. sólarhring: 248
  • Sl. viku: 1273
  • Frá upphafi: 1117533

Annað

  • Innlit í dag: 221
  • Innlit sl. viku: 1111
  • Gestir í dag: 206
  • IP-tölur í dag: 206

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband