Leita í fréttum mbl.is

Samfylkingarmótsögn Steingríms J.

Aðildarsinnar, einkum þeir sem starfa í Samfylkingunni, halda iðulega fram því sjónarmiði að ekki sé hægt að taka afstöðu til aðildar að Evrópusambandinu fyrr en samningur liggur fyrir. Aðildarsinnar segja gjarnan að ekki sé hægt að taka ,,upplýsta" ákvörðun fyrr en samningur er undirritaður. Með því viðurkenna þeir að eigin ákvörðun um að styðja aðild er ekki byggð á upplýstri afstöðu.

Steingrímur J. Sigfússon formaður Vinstri grænna er smitaður af samfylkingarmótsögninni og af því tilefni skrifar leiðarahöfundur Morgunblaðsins.

Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, ræddi afstöðuna til aðildar að Evrópusambandinu á fundi í Háskóla Íslands í fyrradag. Í ræðunni sagðist hann í hópi þeirra sem teldu »að það þjóni ekki hagsmunum Íslands að ganga í Evrópusambandið«, en sagðist samt ekki telja það góðan kost fyrir neinn »að setja málið á ís núna«.

 

Þetta er auðvitað mjög mótsagnakennd afstaða, því að þeir sem telja aðild að Evrópusambandinu ekki þjóna hagsmunum Íslands hljóta að vilja hætta því ferli sem stjórnvöld hafa komið Íslandi í og hefur þann tilgang að búa landið undir aðild og gera það að fullgildum aðila eftir aðlögun.

Enginn frýr Steingrími J. vits en meir er hann grunaður um græsku.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 330
  • Sl. viku: 502
  • Frá upphafi: 1116604

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 438
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband