Leita í fréttum mbl.is

Vinstri grænir ESB-klækir

Vinstrihreyfingin grænt framboð gekk til kosninga vorið 2009 með þá stefnuyfirlýsingu að Íslandi væri betur borgið utan Evrópusambandsins en innan þess. Til að undirstrika vilja Vinstri grænna í málinu var sett klausa í landsfundarsamþykkt veturinn 2009 sem mátti skilja sem svo að þjóðaratkvæðagreiðsla væri forsenda þess að nokkrar breytingar yrðu á stefnu flokksins. 

Samþykkt landsfundar Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs frá í mars 2009 um Evrópumál hljóðar í heild sinni svona

 

Vinstrihreyfingin - grænt framboð telur nú sem fyrr að hagsmunum Íslands sé best borgið utan Evrópusambandsins.  Sjálfsagt er og brýnt að fram fari opin og lýðræðisleg umræða um samskipti Íslands og sambandsins. Landsfundur VG leggur áherslu á að aðild íslands að ESB eigi að leiða til lykta í þjóðaratkvæðagreiðslu. Landsfundur telur mikilvægt að fyrirkomulag þjóðaratkvæðagreiðslu fái rækilega umræðu og að hliðsjón verði höfð af væntanlegum stjórnarskrábreytingum og hvað eðlilegt getur talist þegar afdrifaríkar ákvarðanir eru teknar um framsal og fullveldi.

Forysta Vinstri grænna og meirihluti þingflokks sveik þessa samþykkt þann 16. júlí 2009 þegar þeir höfnuðu fyrirliggjandi tillögu á alþingi um að þjóðaratkvæðagreiðsla yrði um það hvort Ísland ætti að sækja um aðild að Evrópusambandinu.

Þorri þingflokks samþykkti á hinn bóginn tillögu Össurar Skarphéðinssonar um að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Umsóknin er um aðlögunarferli þar sem Ísland er smátt og smátt tekið inn í Evrópusambandið með innleiðingu laga- og regluverks ESB á meðan viðræður standa yfir. Leið aðlögunar er eina leiðin inn í Evrópusambandið.

Þingflokkur Vg getur bætt ráð sitt með því að styðja tillögu Vigdísar Hauksdóttur alþingismanns um að efnt verði til þjóðaratkvæðgagreiðslu um það hvort halda skuli aðlögunarviðræðum áfram eða afturkalla umsóknina.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 16
  • Sl. sólarhring: 114
  • Sl. viku: 922
  • Frá upphafi: 1117694

Annað

  • Innlit í dag: 15
  • Innlit sl. viku: 823
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 14

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband