Leita í fréttum mbl.is

Evrópuherinn leitar að húsnæði

Lamandi evruvandinn er svo alvarlegur að hann hefur skyggt á flestar aðrar fréttir úr Evrópusambandinu, vikum saman.

Meðal annars fréttir af árformum um sameiginlega hernaðarmiðstöð (EU military headquarters). Áform sem þó eru komin á rekspöl. Fimm af stærstu ríkjum Evrópusambandsins vilja nú setja á stofn sameiginlegan her.

Af stærstu ríkjunum eru aðeins Bretar á móti, en þar í landi er mikið rætt um að „endurheimta fullveldið" sem hefur lekið til Brussel á löngum tíma. Trúlega er andstaða Breta lituð af því.

Það var ekki lítið ráðist á bændur, þegar þeir sögðust ekki vilja að íslensk ungmenni ættu á hættu að vera kölluð í ESB-herinn í framtíðinni. Þá var því vísað á bug af aðildarsinnum sem fjarstæðu. En nú er herinn kominn á dagskrá í fullri alvöru, þótt fréttir af því rati ekki inn í fréttatíma RÚV. Enginn veit hver niðurstaðan verður.

Áhyggjur bænda voru hreint ekki út í loftið.

Meira að segja stjórnlagaráðið kveikti á perunni og setti bann við herskyldu íslenskra ungmenna inn í tillögu sína að nýrri stjórnarskrá.

(Tekið héðan.)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 69
  • Sl. sólarhring: 212
  • Sl. viku: 648
  • Frá upphafi: 1116841

Annað

  • Innlit í dag: 67
  • Innlit sl. viku: 568
  • Gestir í dag: 66
  • IP-tölur í dag: 65

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband