Leita í fréttum mbl.is

Norðurlönd snúa baki við ESB og EES

Finnar eru að missa trúna á Evrópusambandinu. Stjórnmálaflokkurinn Sannir Finnar vann stórsigur í síðustu þingkosningum en flokkurinn er gagnrýninn á Evrópusambandið. Norðmenn, sem tvisvar hafa hafnað aðild að sambandinu, sendu frá sér skýrslu í gær þar sem samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið er veginn og léttvægur fundinn.

Á Íslandi hefur EES-samningurinn ekki verið umdeildur og í fæstum tilvikum er umræða um það þegar ákvæði frá ESB eru tekin upp í íslenskan rétt á grundvelli EES-samnings. Í Noregi, aftur á móti, er reglulega rætt um EES-samninginn, m.a. gáfu systursamtök Heimssýnar, Nei til EU,  út heila árbók um samninginn.

Norðmenn höfnuðu aðild að Evrópusambandinu í tvígang, 1972 og 1994. Í Noregi eru ESB-andstæðingar orðnir svo öflugir og fylgjendur svo veikir að Nei til EU hrjáir verkefnaskortur. Elítan í Verkamannaflokknum heldur verndarhendi yfir EES-samningnum. Við það verður samningurinn skotmark.

Í Noregi hafa andstæðingar aðildar landsins að Evrópusambandinu tekið höndum saman við aðildarsinna að hafa horn í síðu EES-samningsins. Hvor um sig aðilinn vill fá ólíka niðurstöðu úr endurskoðun EES-samingsins. Andstæðingar ESB-aðildar vilja tvíhliða samninga milli Noregis og Evrópusambandsins. Aðildarsinnar óska sér þess að Norðmenn ákveði að ganga í Evrópusambandið að EES-samningnum frágengnum.

Samtökin Prosjektet Alternativer til EØS (Valkostir við EES) skora utanríkisráðherra Noregs, Jonas Gahr Störe, á hólm í kappræður um valkosti við EES-samninginn. Hópurinn nýtur stuðnings tveggja ríkisstjórnarflokkanna, Miðflokksins og SV.

Andstaða Norðmanna við aðild að Evrópusambandinu er almenn og víðtæk. Um 80 prósent Norðmanna eru á móti aðild. Um helmingur Norðmanna vilja viðskiptasamninga við ESB í stað EES-samningsins.

Sjá nánar hér.


mbl.is Finnar styðji ekki ESB-sáttmálann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

Heimilisfang: Ármúla 6, 108 Reykjavík.

Sími 859 9107.


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Okt. 2019
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.10.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 324
  • Frá upphafi: 968706

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 258
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband