Leita í fréttum mbl.is

10 hættulegustu stjórnmálamenn Evrópu

Þýska tímaritið Der Spiegel er ESB-sinnað og telur evru-kreppuna ógna tilvist Evrópusambandsins. Tímaritið birti myndir yfir tíu hættulegustu stjórnmálamenn Evrópu. Hvöss gagnrýni á evruna og Evrópusambandið er nóg til að komast á listann en ágætt er að vera öfgasinnaður í leiðinni.

Á listanum eru góðkunningar eins og Berlusconi fyrrum forsætisráðherra Ítalíu sem ætlar sér endurukomu á ítölsk stjórnmál. Berlusconi höfðar til ESB-fóbíu Ítala og kennir Þjóðverjum um hvernig komið er fyrir atvinnulífinu í landi mafíunnar. Útgáfa  sýndi Merkel kanslara Þýskalnds í nasistabúningi um helgina (þó ekki með svipu - enda óþarfi að æsa karlinn um of).

Leiðtogi franskra þjóðernissinna, Maria Le Pen, er á listanum sem og formaður Sannra Finna, Timo Soini. Íslandsvinurinn Nigel Farage er þarna ásamt þeim hollenska Geert Wilders. Vistrivillingurinn í Grikklandi, Alexis Tsipras, heiðrar listanna fyrir þá sök að hann veðjar á að Evrópusambandið muni aldrei þora að reka Grikki úr evru-samstarfinu.

Tveir Þjóðverjar eru á listanum, hvorugur beinlínis í framlínu þýskra stjórnmálamanna. En kannski þarf að endurskoða listann í ljósi atburða helgarinnar þar sem þýskir stjórnmálamenn gripu til andmæla eftir orð Mario Monti forsætisráðherra í starfsstjórn tæknikrata á Ítalíu um að þjóðþingin ættu að aftengja til að ríkisstjórnin evru-landa gætu einbeitt sér að bjarga gjaldmiðlinum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 110
  • Sl. sólarhring: 178
  • Sl. viku: 2355
  • Frá upphafi: 1112140

Annað

  • Innlit í dag: 94
  • Innlit sl. viku: 2105
  • Gestir í dag: 92
  • IP-tölur í dag: 90

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband