Leita í fréttum mbl.is

Evru-kreppan gerbreytir ESB

Valdhafar í Evrópusambandinu og stærstu aðildarríkjunum, Þýskalandi og Frakklandi, eru sannfærðir um að evran fái ekki staðist nema stóraukin miðstýring verði tekin upp á efnahags- og atvinnumálum evru-ríkjanna.

Í Evrópusambandinu eru 27 ríki en aðeins 17 þeirra eru með evruna sem gjaldmiðil. Þau tíu sem fyrir utan standa munu ekki beygja sig undir auka miðstýringu frá Brussel, - einfaldlega vegna þess að þau eru ekki hluti af evru-samstarfinu.

Hér er kominn vísir að tveggja hraða Evrópusambandi, þar sem evru-kjarninn færist nær því að verða sambandsríki en hin tíu ríkin mynda ytri hring samstarfsins.

Það mun taka fjölda ára að ræða og þróa þær hugmyndir um framtíð Evrópusambandsins og enn fleiri ár að hrinda þeim í framkvæmd.

Enginn veit hvernig evru-samstarfinu og sjálfu Evrópusambandinu mun reiða af næstu árin. Ef til væri einföld lausn á vandanum væri löngu búið að finna hana.

Á meðan Evrópusambandið vinnur sig í gegnum tilvistarvanda sinn eiga Íslendingar vitanlega að halda sér í öruggri fjarlægð - og afturkalla umsóknina um aðild.


mbl.is Kjörinn forseti skipi „evrópska ríkisstjórn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 119
  • Sl. viku: 681
  • Frá upphafi: 1116893

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 600
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband