Leita í fréttum mbl.is

Heimssýn er ekki dótturfélag VG

 Hörð viðbrögð komu við bloggi Heimssýnar í gær um að verkefni vetrarins væri að koma fylgi VG niður fyrir 5% þannig að flokkurinn sem sveik kjósendur sína og stefnuskrá með því að samþykkja á alþingi ESB-umsókn Samfylkingar.

Gerð var tilraun til að ritskoða blgg Heimssýnar í kjölfarið. Smugan, vefrit VG, lætur að því liggja að þar sem Steingrímur J. Sigfússon formaður VG hafi einu sinni verið félagi í Heimssýn þá ætti félagið að sýna VG flokkshollustu.Verkefni Heimssýnar er skilgreint í lögum félagsins, þar segir í fyrstu grein:
Heimssýn, samtök sjálfstæðissinna í Evrópumálum, er þverpólitísk landssamtök fólks sem hefur mismunandi skoðanir á þjóðmálum en vinnur saman á vettvangi samtakanna til verndar íslensku sjálfstæði og lýðræði og álítur hagsmunum Íslendinga best borgið utan Evrópusambandsins.

Allt yfirstandandi kjörtímabil hefur VG verið í ríkisstjórn sem reynir að gera Ísland aðildarríki Evrópusambandsins. VG ætlar að sækja umboð til kjósenda til að halda áfram fyrri stefnu, að gera Ísland að ESB-ríki.

Á bloggi Heimssýnar er fyllilega réttmætt að hvetja til þess að kjósendur hafni VG sem valkosti fullveldissinna. Með því að VG hyrfi af alþingi er botninn dottinn úr aðlögunarferli Íslands inn í Evrópusambandið. - pv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 135
  • Sl. viku: 907
  • Frá upphafi: 1117679

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 809
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband