Leita í fréttum mbl.is

Erlend viðskipti sliga evruríkin

Ýmsir hafa haldið því fram að erlendar skuldir skipti ekki máli þegar ríki á aðild að myntbandalagi. Sú er alls ekki raunin, eins og Daniel Gros, fyrrverandi fulltrúi í bankaráði Seðlabankans heldur fram. Það er versnandi samkeppnisstaða vegna evrunnar og erlend skuldasöfnun sem skýra vanda margra evruríkja.

Eitt af ríkjunum sem hefur farið hvað verst úr úr þessu er Portúgal. Þar hefur erlend skuldasöfnun verið talsverð, enda viðskiptahalli á milli 10 og 15 prósent frá 2008-2010 þótt hann hafi snarminkað síðustu ár vegna mjög harðra aðhaldsaðgerða og samdráttar í einkaneyslu. Á síðustu tveimur árum hefur landsframleiðsla minnkað um 5 prósent í Portúgal og atvinnuleysi hefur rokið í 16 prósent.

Vissulega skiptir afkoma hins opinbera og opinberar skuldir nokkru. Það er hins vegar fjarri því að þær útskýri allt í stöðu margra evruríkja og allt of oft er látið hjá líða að skoða erlenda skuldastöðu ríkjanna sem er í sumum tilvikum að verulegu leyti tilkomin vegna evrusamstarfsins. Þar eru ríkin læst inni og ef verðþróun er mismunandi getur gengið ekki aðlagast til að jafna samkeppnisstöðuna. Fyrir vikið hefur samkeppnisstaða Þýskalands batnað á kostnað jaðarríkjanna í suðri, umtalsverður viðskiptaafgangur og eignamyndun hefur verið hjá Þjóðverjum, en viðskiptahalli og skuldasöfnun hjá jaðarríkjunum.

Það er rétt að hafa þetta í huga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 28
  • Sl. sólarhring: 65
  • Sl. viku: 934
  • Frá upphafi: 1117706

Annað

  • Innlit í dag: 25
  • Innlit sl. viku: 833
  • Gestir í dag: 25
  • IP-tölur í dag: 24

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband