Leita í fréttum mbl.is

Úthugsuð hernaðarlist ESB að taka erfiðustu málin síðast

Það er alveg greinilegt að þetta er úthugsuð hernaðarlist hjá ESB og þeim hér á landi sem vilja þröngva Íslandi inn í Evrópusambandið.

Það er byrjað á léttustu málunum. Aðlögunarferlið er sett á fullt. Allt er reynt að klára sem mest áður en þyngstu málin eru tekin fyrir. Þá eru líka taldar meiri líkur á að þau náist einhvern veginn á samningsborðið eða í samning.

Andlegi þátturinn í þessu er sá að þegar búið er að ljúka fjölda kafla verður krafan um viðsnúning erfiðari. Það verður að halda áfram. Klára málið. Þetta líkist eins konar tannhjóls-haks-aðferð. Þú ferð eitt hak áfram en kemst ekki til baka.

Sumir hafa kallað þetta koníaksaðferð hins franska Monnets - þess sama og tiltekin prófessorsstaða við Háskóla Íslands er kennd við. Hann var franskur koníakssali og honum var eignuð sú hugsun að það þyrfti að venja þjóðir Evrópu við sambandið svipað og að venja fólk við koníaksdrykkju. Einn sopa í einu.

Í þessu sambandi kemur einnig upp í hugann sú aðferð láta þrjár Norðurlandaþjóðir kjósa um aðild að ESB í tiltekinni röð á sínum tíma. Fyrst að láta Finna kjósa því þeir voru líklegastir til að samþykkja samning. Þá var einnig líklegra að Svíar myndu samþykkja samninginn. Þegar Finnar og Svíar væru búnir að samþykkja samninginn væru meiri líkur á því að Norðmenn myndu samþykkja. Þetta gekk næstum því eftir. Nema hvað Norðmenn samþykktu ekki. Hefðu þeir greitt atkvæði fyrst er spurning hvort Svíar hefðu nokkuð verið með heldur.


mbl.is Erfiðu kaflarnir ræddir síðast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 22
  • Sl. sólarhring: 89
  • Sl. viku: 928
  • Frá upphafi: 1117700

Annað

  • Innlit í dag: 20
  • Innlit sl. viku: 828
  • Gestir í dag: 20
  • IP-tölur í dag: 19

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband