Leita í fréttum mbl.is

Katrín Júl. segir þjóðina ekki kunna að tala um ESB

katjulKatrín Júlíusdóttir, núverandi fjármálaráðherra, endurtekur ólundarfrasa sumra ESB-sinna um að þjóðin kunni ekki að tala um ESB. Þetta má sjá í meðfylgjandi frétt.

Samt mætti birta fleiri hillumetra af prentaðri málefnalegri umræðu um ESB síðustu árin. Sú umræða er Katrínu og hennar líkum hins vegar ekki þóknanleg.

Það væri þó kannski til að lyfta umræðunni á enn hærra og málefnalegra plan ef Katrín, Árni Páll og fleiri gætu haldið sig við staðreyndir og skynsamleg rök.

Það er t.d. firra hjá Katrínu að krónan krefjist verðtryggingar. Verðtryggingin er afleiðing af efnahagsaðstæðum og efnahagsstjórn, en er ekki bundin við gjaldmiðil. Verðtrygging er til í öðrum löndum. Meira að segja evrulöndum. Það er engin trygging fyrir afnámi verðtryggingar þótt evra yrði tekin upp.

Það er líka firra að þjóðin sé of lítil fyrir eigin gjaldmiðil. Frá því sjálfstæð skráning gengis hófst hefur íslensk þjóð færst úr mestu fátækt í Evrópu til einnar mestu velferðar sem um getur í heiminum.

Katrín gerir lítið úr erfiðleikum evrusvæðisins og telur hagkerfi evruríkjanna sterk og stöðug. Það er eins og hún hafi ekki fylgst með erlendum fréttum. Eflaust hefur það komið blaðamanninum Charles Duxbury á WSJ það undarlega spánskt fyrir sjónir að Katrín sé betri talsmaður fyrir grískt efnahagslíf en bjartsýnustu Grikkir sjálfir.

Það voru fyrir nokkru skondnar fréttir um að einhverjir vildu fá Steingrím Sigfússon sem eins konar landsstjóra í Grikklandi. Af því hefur skiljanlega ekki orðið, en ef þetta hefði gengið eftir þvert á alla skynsemi hefði hann þá kannski getað fengið Katrínu og Árna Pál í lið með sér til að telja kjark í grísku þjóðina. Varla væri hún svo "skyni skroppin" að neita slíku boði!

Sjá einnig athyglisverðar athugasemdir vefmiðlara hér: Athugasemdir við ummæli Katrínar í pressunni.


mbl.is Kosið um ESB 2014 eða 2015?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 134
  • Sl. viku: 908
  • Frá upphafi: 1117680

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 810
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband