Leita í fréttum mbl.is

Þórhallur Heimisson fjallar um Icesave og ESB

thorhallurÞórhallur Heimisson sóknarprestur fjallar um sigurinn í Icesave-málinu og tengslin við ESB-málið í pistli á Pressunni í dag.

Hann segir til að byrja með:

Sigur Íslands í deilunni við Breta, Hollendinga og Efnahagsbandalagið um Icesave- reikningana, minnir okkur á hversu litlu getur oft munað að við glötum frelsi okkar og fullveldi. Í þessu tilviki var það einn maður sem stòð á mòti kröfunni um fullveldisafsal, forsetinn, og gaf þannig þjòðinni tækifæri til að rísa gegn misvitrum stjòrnmálamönnum og erlendu valdi. Því ef Icesave- samningarnir hefðu verið keyrðir í gegn, hefðum við glatað fjárhagslegu fullveldi.

Og í lokin segir Þórhallur: 
Margir virðast enn trúa því að eina leiðin úr ógöngum liðins áratugar sé að fela fjöreggið erlendu valdi í hendur eins og forðum daga. Það er án efa rétt að fjöreggið verður vel geymt í Brussel, London, París eða Berlín. Þaðan verður ekki auðvelt að ná því aftur, þó einhverjir láti sér detta það í hug í framtíðinni uppi á Íslandi. Með fjöregginu mun lífskrafturinn enn á ný hverfa frá landinu. Með því mun hverfa íslensk bændastétt sem þó var ákölluð sem eina von landsins þegar Evrópubúar beittu okkur hryðjuverkalögum vegna þess að við vildum ekki samþykkja Icesave-vöndinn. Með því munu fiskimiðin komast í hendur Breta og Spánverja á ný. Þeirra sem nú vilja beita okkur efnahagsþvingunum sumir. Örugglega gerist það ekki strax. En hægt og bítandi rétt eins og forðum daga.

Það tók 400 ár síðast. Evrópa hefur nægan tíma.
Og eitt eða tvö atkvæði okkar á Evrópuþinginu sem telur 732 þingmenn mun verða hjáróma og broslegt. Ef einhver þá lætur svo lítið að taka eftir því.
 
 
             



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 18
  • Sl. sólarhring: 98
  • Sl. viku: 924
  • Frá upphafi: 1117696

Annað

  • Innlit í dag: 17
  • Innlit sl. viku: 825
  • Gestir í dag: 17
  • IP-tölur í dag: 16

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband