Leita í fréttum mbl.is

Hassið í ESB lausn við atvinnuleysinu?

CeciliaEvrópa fer ekki varhluta af vímuefnavandanum, eins og tengd frétt í EUbusiness greinir frá. Embættismenn í álfunni eru þó ekki á því að gefast upp, heldur vilja loka aðkomuleiðum fyrir dópið.

Þrjár milljónir Evrópubúa reykja kannabisefni daglega, en það veldur ýmsum geðrænum vandamálum og íþyngir heilbrigðisþjónustu landanna verulega, samanber nýlega umfjöllun hér á landi. 

Það er þekkt að atvinnuleysi fylgir aukin hætta á dópneyslu. Þetta vandamál er sérstaklega stórt á Spáni. 

ESB berst gegn lögleiðingu á sölu kannabisefna, ef marka má fréttina. Lög, reglur, eftirlit og aðgerðir til að koma í veg fyrir neyslu virðast því vera einkunnarorð og helstu aðferðir ESB í þessum efnum.

Cecilia Malmstroem, einn helsti embættismaður ESB á þessu sviði, vill því ekki fara hina mjúku, hollensku leið. Þó er viðurkennt að skoðanir um lögleiðingu eru skiptar í Evrópu.

Yfirvöld verða því að einbeita sér við að uppræta dópsöluna, hvort sem hún á sér stað með aðstoð hefðbundinna vöruflutninga eða um internetið, segja þessir aðilar. Það þarf að skoða póstinn - einn helsta dreifingaraðilann fyrir dópið!

Pósturinn getur greinilega verið banvænn.

dop


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Hollendingar halda því sjálfir fram að þeirra leið t.d. ókeypis fix fyrir skráða heróínfíkla hafi leitt af sér færri rán og færri ofbeldisglæpi. Fríar nálar leiða líka til sparnaðar annarsstaðar í heilbrigðiskerfinu.  Við eigum gott að vera eyjaskeggjar norður í hafi og þurfum sem betur fer ekki að fá yfir okkur öll vandamál í sama mæli.

Sigurður Þórðarson, 1.2.2013 kl. 17:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 7
  • Sl. sólarhring: 111
  • Sl. viku: 2119
  • Frá upphafi: 1112161

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 1914
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband