Leita í fréttum mbl.is

Lettneska þjóðin vill ekki evruna

euromistakesStjórnmálaelítan í Evrópu vill að Lettland taki upp evru fyrst efnahagsleg skilyrði eru orðin til þess. Til að ná þeim þurftu Lettar að fara í gegnum mikinn hungurkúr.

Lettneska þjóðin vill hins vegar ekki taka upp evruna. Hún sættir sig ekki við þær kvaðir og þau þyngsli sem fylgja upptökunni.

Verður lettneska þjóðin spurð að þessu? Fær hún einhverju að ráða um þetta? Nei, nei. Alls ekki!

Evrópuvaktin fjallar um þetta í nýlegum pistli:

Lettneska ríkisstjórnin stefnir að upptöku evru árið 2014. Valdis Dombrovskis, forsætisráðherra Lettlands, segir þjóðina tilbúna til að taka upp evru. Nýjar kannanir sýna hins vegar að aðeins 30% landsmanna vilja fá evru en 64% vilja halda í þjóðarmyntina lat.

Í september 2012 fullnægði efnahagskerfi Lettlands skilyrðum evrunnar. Lettar sætta sig hins vegar illa við Maastricht-skilyrðin en til að laga sig að þeim hefur þjóðin orðið að þola þungbærar aðhaldskröfur.

Efnahagskerfi Lettlands hrundi árið 2009, landsframleiðsla minnkaði um 21%. Skattar hafa síðan hækkað og félagsleg útgjöld dregist saman. Meirihluti þjóðarinnar telur efnahag sínum best borgið áfram með eigin mynt, 64% hafna evru en 30% vilja hana.

Dombrovskis forsætisráðherra segir að ekki verði efnt til þjóðaratkvæðagreiðslu um upptöku evrunnar, það hafi verið gert árið 2003 þegar aðildin að ESB var samþykkt.

Hagvöxtur er nú mikill í Lettlandi að nýju eins og fyrir hrunið. Landsframleiðsla jókst um 5% á árinu 2012. Í ár er spáð 4% vexti. Nú nema opinberar skuldir 42% af landsframleiðslu. Verðbólga var 2% árið 2012 og hallinn á ríkissjóði 1,5% af landsframleiðslu


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Hvaða hungurkúr ertu að tala um?

Maastrick skilyrðin eru

  • Verðstöðugleiki. Verðbólga skal ekki vera meira en 1,5 prósentum hærri en meðaltal verðbólgu í þeim þremur ESB-löndum er hafa hagstæðustu verðbólguþróunina.
  • Vaxtamunur. Nafnvextir langtímaskuldabréfa skulu ekki vera meira en 2 prósentum hærri en langtímavextir í þeim þremur ESB-löndum er hafa hagstæðustu verðbólguþróunina.
  • Stöðugleiki í gengismálum. Ríki skal hafa verið aðili að gengissamstarfi Evrópu (ERM II) í að minnsta kosti tvö ár án gengisfellingar. Gjaldmiðill ríkisins má ekki sveiflast um meira en ±15% í kringum það miðgildi sem ákvarðað er í ERM II.
  • Afkoma hins opinbera. Halli á rekstri hins opinbera má ekki vera meiri en sem nemur 3% af vergri landsframleiðslu (VLF).
  • Skuldir hins opinbera. Skuldir hins opinbera mega ekki vera meiri en sem nemur 60% af VLF eða að skuldahlutfallið stefni nægilega hratt að því marki ef það er hærra en 60%.
  • Hvað af þessu er "hungurkúr"?

    Viljiði kannski maxa skuldir hið opinbera?

    Er verðbólgan kannski jákvæð? Auka hana?

Sleggjan og Hvellurinn, 19.2.2013 kl. 12:44

2 identicon

Sleggja: Ef ríki er rekið með halla vex peningamagn í umferð mjög líklega og verðbólga með, auk þess sem skuldir hins opinbera aukast. Þegar land lendir í stóru efnahagsáfalli er nauðsynlegt að skera hratt og harkalega niður ef landið á að halda sig innan Maastricht-skilyrðanna.

Ergo: Hallaskilyrði, skuldaskilyrði og verðbólguskilyrði leiða til þess að efnahagsþrengingum þarf að mæta með hungurkúr.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 19.2.2013 kl. 16:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 80
  • Sl. sólarhring: 222
  • Sl. viku: 659
  • Frá upphafi: 1116852

Annað

  • Innlit í dag: 77
  • Innlit sl. viku: 578
  • Gestir í dag: 76
  • IP-tölur í dag: 75

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband