Leita í fréttum mbl.is

Evrópustofa velur lykilfólkið

propagandaVitnaleiðslur embættismanna ESB hér á landi um ágæti evrusamstarfsins fyrir tilstuðlan Evrópustofu og sendiráðs ESB eru á fullum skriði. Tilgangurinn er að hafa áhrif á afstöðu Íslendinga til ESB.

Í þessari viku leiddi Evróputeymið hingað núverandi og fyrrverandi yfirmenn á efnahagssviði hjá ESB til að vitna um ágæti evrusamstarfsins. Reyndar greindi annar þeirra, finnski prófessorinn Sixten Korkman, frá ótal vandamálum sem hafa hrjáð evrusamstarfið. Merkilegt nokk. Það fékk lítið rými í fjölmiðlum.

Fjölskrúðugur her embættis- og fræðimanna frá ESB leggur leið sína hingað 

Niðurstaða þessara manna, eftir að hafa rætt um kosti og galla, er hins vegar alltaf sú sama, þ.e. að það sé vel þess virði fyrir Íslendinga að skoða þessa möguleika – ef ekki gott betur. Þetta eru núverandi og fyrrverandi embættismenn ESB sem hafa verið á ferðinni, fræðimenn, starfsmenn í lykilstofnunum í aðildarríkjum, sendifulltrúar og fólk úr ýmsum geirum þjóðlífsins.

Það er greinilegt að stórsókn er hafin til að hafa áhrif á afstöðu Íslendinga. Evrópustofa auglýsir fundi og fær gjarnan til liðs við sig háskólafólk, háskóladeildir og rannsóknarstofur háskóla hér á landi. Jafnframt hefur Evrópustofa eða bandamenn þeirra hafið auglýsingaherferð í fjölmiðlum til styrkar málstaðnum. Það þarf jú einhvern veginn að nota þessa áróðurspeninga upp á 230 milljónir króna.

ESB áróðursmaskínan kortleggur og nálgast þá sem hún telur lykilhópa 

Þegar Evrópustofa er búin að halda kynningu með þessum fulltrúum ESB tekur sendiráðsfólkið við og teymir þá um íslenska stjórnkerfið til að upplýsingarnar berist sem víðast. Fjölmiðlarnir eru virkjaðir og manneklan á þeim bæjum gerir það að verkum að fréttamenn virðast ekki mega vera að því að gera efninu nægjanleg skil heldur tæpa því sem viðmælendur helst vilja segja í viðtali.

Þessi áróðurstaktík er alveg úthugsuð af hálfu ESB. Rétt samansettar upplýsingar eru undirbúnar í Brussel, þær eru forhitaðar þar og síðan matreiddar af Evrópustofu og sendiráði ESB. Fjármunirnir eru nægir. Starfsmannafjöldi Evrópustofu, sendiráðsins og vilhallra rannsóknardeilda skiptir tugum.  Það skiptir öllu að ná embættismannastéttinni með sér. Til þess duga vel hlaðnar kynnisferðir til Brussel ágætlega. Stjórnmálastéttin er líka lykilatriði og þar duga ferðir og fundir einnig vel. Þó eru alltaf einhverjir sem sjá engan tilgang í þessu. Láta ekki segjast! Fjölmiðlarnir verða að fá sitt og blaða- og fréttamenn hafa farið í kynnisferðir til Brussel. Háskólamenn eru enn annar lykilhópur. Þar skipta styrkir sínu máli. Möguleiki á rannsóknum, fundum og fyrirlestrum.

En almenningur lætur ekki segjast!

Og svo reynt að hafa áhrif á almenning. Í gegnum fjölmiðlana, embættismennina, stjórnmálamennina, háskólafólkið og rannsóknardeildirnar. Það þarf jú líklega að láta kjósa um málið. Auglýsingum er beitt í hófi – enn sem komið er.

Ætla mætti að allt hefði þetta sín áhrif. Auðvitað hefur þetta áhrif. Það er því mesta furða að meirihluti þjóðarinnar vill ekki einu sinni klára þessa aðlögunarsamninga. Meirihluti þjóðarinnar er á móti því að ganga í Evrópusambandið. Hvernig skyldi ástandið vera ef áróðursmaskína ESB hefði ekki malað hér að undanförnu. Ef forystumenn í röðum Vinstri grænna hefðu ekki fengið að sitja vetrarlangt í þægindum í Brussel. Ef sveitarstjórnarmenn hefðu ekki farið í allar ferðirnar og veislurnar. Menn vilja jú ekki vera dónalegir eftir slíkar ferðir. Það er nú allt í lagi að kíkja í pakkann!

Eða hvað?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Lærðu embættismenn ESB í gamla Sovét ? http://www.youtube.com/watch?v=5gnpCqsXE8g

Finnur Júlíusson (IP-tala skráð) 19.2.2013 kl. 22:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 108
  • Sl. sólarhring: 173
  • Sl. viku: 687
  • Frá upphafi: 1116880

Annað

  • Innlit í dag: 103
  • Innlit sl. viku: 604
  • Gestir í dag: 100
  • IP-tölur í dag: 99

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband