Leita í fréttum mbl.is

Kýpur setur evru í grískan harmleik

Þróunin á Kýpur er athyglisverð. Hún segir sitt um það hvað getur hent lítið ríki innan evrusamstarfsins. Myntbandalag evrunnar hefur ekki reynst Kýpverjum sú vörn gegn óstöðugleika sem vonast var eftir. Efnahagslífið og þjóðlífið á Kýpur er í upplausn.

Blaðamaðurinn Hörður Ægisson ritar greinargóðan pistil um málið í Morgunblaðinu í dag. Hann segir (leturbr. Heimssýnar):

Fátt kemur lengur á óvart þegar horft er til þróunar mála á evrusvæðinu. Stefnusmiðir myntbandalagsins voru reiðubúnir að þvinga ráðamenn á Kýpur til aðgerða sem hefðu grafið undan trausti almennings gagnvart evrópska innstæðutryggingakerfinu og aukið líkurnar á bankaáhlaupi í jaðarríkjunum.

Síðan segir Hörður:

Stjórnvöld á Kýpur leita nú allra leiða að mögulegri lausn til að afstýra hruni bankakerfisins og í kjölfarið ríkisgjaldþroti. Rætt hefur verið um að leita í smiðju íslenskra stefnusmiða frá því haustið 2008 og kynna til sögunnar fjármagnshöft til að aftra gríðarlegu fjármagnsútflæði þegar bankar landsins munu opna á ný.

Að lokum segir blaðamaðurinn:

Hver sem niðurstaðan að lokum verður þá hafa atburðir síðustu daga skaðað trúverðugleika stefnusmiða á evrusvæðinu - og ekki í fyrsta sinn. Sú staðreynd að evrópskir ráðamenn hafi verið tilbúnir að taka áhættu sem hefði getað magnað skuldakreppu bandalagsins vegna neyðaraðstoðar til minnsta evruríkisins - hagkerfi Kýpur nemur aðeins 0,2% af landsframleiðslu evruríkjanna - verður að teljast með ólíkindum. Líkur á því að Kýpur verði fyrsta ríkið til að segja skilið við evruna hafa stóraukist.


mbl.is Gengi evrunnar stöðugt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Lækkar; http://www.bloomberg.com/markets/

Pakkakíkir (IP-tala skráð) 21.3.2013 kl. 09:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

Heimilisfang: Ármúla 6, 108 Reykjavík.

Sími 859 9107.


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Okt. 2019
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.10.): 0
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 321
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 256
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband