Leita í fréttum mbl.is

Enn og aftur segja sérfræðingar að evran henti ekki á Íslandi

euromistakesViðskiptablaðið birtir stutta frétt í dag um ritgerð nokkurra sérfræðinga Seðlabanka Íslands þar sem fram kemur að hagsveifla á Íslandi sé að miklu leyti ótengd hagsveiflum annarra þróaðra ríkja. Þetta er í sjálfu sér ekki ný frétt, því sama niðurstaða hefur fengist í endurteknum rannsóknum hagfræðinga síðustu áratugina, og er helsta ástæða þess að hagfræðingar telja almennt að ekki henti Íslendingum að vera með sömu peningastefnu og viðskiptaþjóðirnar. Með öðrum orðum þýðir þetta að það er ekki hentugt fyrir Íslandendinga að taka upp evru og ganga í Myntbandalag Evrópu og vera þannig háðir vaxtaákvörðunum Seðlabanka Evrópu sem miðar við meðaltals hagsveiflu á evrulöndunum.  Fréttin í Viðskiptablaðinu er svohljóðandi:


Íslenska hagsveiflan er að miklu leyti ótengd hagsveiflum annarra þróaðra ríkja þrátt fyrir að einkenni þeirra séu svipuð. Þetta kemur fram í nýrri rannsóknarritgerð Seðlabanka Íslands þar sem fjallað er um íslensku hagsveifluna í alþjóðlegu samhengi. Fram kemur á vefsíðu Seðlabankans að þessar niðurstöður geti komið sér vel fyrir innlenda hagstjórn og að þær séu gagnlegar sem viðmið við líkanagerð fyrir íslenska hagkerfið. Þessar niðurstöður munu einnig koma að góðum notum þegar mat er lagt á hagkvæmasta gjaldmiðils- og gengisfyrirkomulag fyrir Ísland. Höfundar ritgerðarinnar eru þau Bjarni G. Einarsson, Guðjón Emilsson, Svava J. Haraldsdóttir, Þórarinn G.Pétursson og Rósa B. Sveinsdóttir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ætli Árni Páll hafi lesið þetta? Nú eða Össur?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.3.2013 kl. 15:19

2 Smámynd: Atli Hermannsson.

Ég sé þrjá tengla hjá Viðskiptablaðinu í dag tengda efni frá Seðlabankanum, en engin þeirra um að evran henti ekki hér á landi. Gott væri að fá tengil á þessa frétt þar sem þetta kemur skýrt fram.

Atli Hermannsson., 21.3.2013 kl. 21:49

3 Smámynd:   Heimssýn

Atli, þetta var tekið upp úr prentaða blaðinu í dag. Þar er það sem er innan gæsalappa. Það að hagsveiflan er ekki sú sama merkir að það hentar ekki sama peningastefna. Það fengu t.d. Írar að kenna á eftir að þeir tóku upp evruna. Þetta hefur verið niðurstaða skýrslan um aðdraganda evrunnar sem gerð var hér á landi 1997 og í skýrslum fyrr og síðar. Minnt er á þá niðurstöðu í fyrrihlutanum.

Heimssýn, 22.3.2013 kl. 00:22

4 Smámynd: Atli Hermannsson.

Þið hjá Heimsýn gefið ykkur að samasemmerki sé á milli ólíkra hagsveiflna hér og þess að evran henti okkur ekki. En það er ekki gert í þessari skýrslu starfsmanna Seðlabankans sem þið vitnið í. Þá hafa hagfræðingar hjá Seðlabankanum á öðrum stöðum bent á að ástæða ósamhverfra hagsveiflna geti þvert á móti einmitt verið að finna í óstöðugum galdmiðli. Að verulega muni drega úr þessum sér-íslensku-sveiflum við upptöku á öðrum gjaldmiðli. Svo það er kannski betra að loka ekki neinum leiðum eins og þið hjá Heimsýn viljið fyrir alla muni gera.

Í þessu sambandi má einnig benda á grein Þórarinns G. Péturssonar, aðalhagfræðings Seðlabankans í Fréttablaðinu fyrir stuttu síðan.

Atli Hermannsson., 22.3.2013 kl. 09:11

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Veistu Atli að það sem ég hef mest á móti ESB er þessi yfirfærsla á valdi og sjálfstæði.  Það er til dæmis nokkuð ljóst að við fáum engar eða litlar undanþágur í fiskstjórnunarmálum, og gettu hvort við höfum þá nokkuð um makrílin að segja. 

Og þó við fengjum einhverjar unanþágur, þá sýnir reynslan í öðrum ESB löndum að það koma ríkirfésýslumenn og kaupa allt sem arðbært er og ekkert hægt að geta til að banna það.

Ég man ekki betur en bretar hafi kvartað yfir því að spánverjar og portúgalar hafi keypt upp allan þann kvóta sem þeir fengu úthlutað.  Þið þurfið að hugsa málið til enda.  Það þýðir ekkert að vera með glýju í augum yfir einhverri nálægt við gnægtarborð ESB, þú ættir ef til vill manna best að átta þig á þessu.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.3.2013 kl. 10:28

6 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ja, það er nú orðið stórt spursmál hvaða þjóð evran hentar? 

Fyrir utan hið augljósa auðvitað - Þýskaland.

Hvað okkur íslendinga snertir, þá er Ásthildur hér að ofan búin að reifa þetta með helstu auðlindina okkar, sem vill svo til að er eina auðlind þjóða sem aðildarríki þurfa alfarið að afhenda ESB apparatinu til meðhöndlunar.

Kolbrún Hilmars, 22.3.2013 kl. 16:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 130
  • Sl. viku: 909
  • Frá upphafi: 1117681

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 811
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband