Leita í fréttum mbl.is

Kýpur nú - Lúxemborg, Lettland, Slóvenía eđa Malta nćst?

Fámennar ţjóđir međ ofvaxiđ bankakerfi eru í hćttu staddar. Eftir bankahruniđ á Kýpur beinast augu fjármálaspekúlanta nú ađ öđrum fámennum ţjóđum međ bankakerfi í yfirstćrđ. Athyglin beinist ţannig ađ Lettlandi, Lúxemborg, Möltu og Slóveníu.

Ţađ er ţví líklegt ađ í Lettlandi hafi almenningur ţessa dagana meiri áhyggjur af bankakerfinu en áhćttusćknum dorgveiđimönnum sem fara út á hafís og reka frá landi.

Hiđ virta breska fjármáladagblađ, Financial Times, fjallar í gćr um evrukreppuna og beinir blađiđ einkum sjónum sínum ađ fámennu fjármálaţjóđunum í ESB. Ţannig er minnt á ummćli Jeroen Dijsselbloem, fjármálaráđherra Hollendinga, en hann sagđi ađ í ljósi Kýpurkreppunnar ćttu ţjóđir eins og Lúxemborg og Malta ađ taka til í bankakerfinu hjá sér áđur en vandinn yrđi of stór. Bankar í ţessum löndum ţyrftu ađ styrkja eiginfjárstöđu sína ţví nú vćri ekki lengur víst ađ ESB og AGS, ásamt Seđlabanka Evrópu, kćmu svo skjótt til bjargar.

Stjórnvöld og almenningur í Lúxemborg tóku ţessum ummćlum hollenska fjármálaráđherrans skiljanlega ekki vel, en endurtekiđ hafa birst ásakanir á hendur bönkum í smáríkinu um ađ ţeir ţvćtti peninga.

Af ţessu tilefni fjallar Financial Times nánar um ţau fjögur ríki sem ađ ofan eru nefnd og nefnir nokkur atriđi um hvert ţeirra:

Lúxemborg er skattaparadís fyrir fjölţjóđafyrirtćki. Landiđ er mikil fjármálamiđstöđ en eignir bankanna eru meira en tvítugföld landsframleiđsla í ríkinu. Tekiđ er fram ađ ţetta sé tvisvar til ţrisvar sinnum stćrra hlutfall en gilti um Kýpur, Írland og Ísland fyrir bankakreppuna.  Stjórnvöld í Lúxemborg sáu ástćđu til ţess í fyrradag ađ senda frá sér tveggja síđna yfirlýsingu um ađ stćrđ bankakerfisins ţar ţar í landi fćli ekki í sér hćttu fyrir ríkiđ.

Malta er talin líkjast Kýpur ađ ýmsu leyti. Eignir fjármálakerfisins eru á viđ áttfalda landsframleiđslu ţar í landi. Rekstur bankakerfisins er ţó talinn heilbrigđur, međal annars ţar sem bankar eiga litlar eignir í skuldabréfum banka í krepptum ríkjum evrusvćđisins.  Opinberar skuldir Möltu eru ţó áhyggjuefni, en ţćr nema nú um 73% af landsframleiđslu.

Vandamáliđ í Slóveníu er fyrst og fremst niđursveiflan í efnahagslífinu sem bitnađ hefur bćđi á rekstri bankakerfisins og afkomu ríkisins međ tilheyrandi skuldasöfnun. Slóvensk yfirvöld hafa orđiđ ađ gefa frá sér yfirlýsingar um ađ bankar ţar í landi stćđu traustum fótum.

Lettland er fjórđa ríkiđ sem Financial Times beinir sjónum sínum ađ. Ástćđan er hvorki stór fjármálageiri né miklar opinberar skuldir. Ástćđan er fyrst og fremst sú ađ um helmingur allra innlána í bönkum í Lettlandi eru í eigu útlendinga, fyrst og fremst Rússa. Yfirvöld í Lettlandi hafa orđiđ ađ gefa frá sér yfirlýsingu um ađ ţađ vćri ekkert líkt međ Lettlandi og Kýpur: Bankakerfiđ í Lettlandi vćri ađeins á viđ rúma landsframleiđslu og fjármálaeftirlitiđ í landinu sći til ţess ađ bankakerfinu stafađi ekki hćtta af innlánum erlendra ađila. Opinberar skýrslur, međal annars frá Alţjóđagjaldeyrissjóđnum, benda ţó til ţess ađ innlán erlendra ađila hafi vaxiđ gríđarlega mikiđ á síđasta ári eđa um nćr 20%, sem er helmingi meira en innlán innlendra ađila, og ađ 80-90 prósent innlána erlendra ađila hafi komiđ frá íbúum fyrrum Sovétlýđvelda sem eigi erfitt međ ađ ávaxta sitt fé í ţeim evruríkjum ţar sem erfiđleikar hafa steđjađ ađ. Taliđ er ađ ţessi stađa gćti torveldađ Lettum ađ taka upp evru.

Sagan sem Financial Times segir í blađinu í gćr minnir á umrćđu sem kom upp eftir ađ Grikkir lentu fyrst í erfiđleikum í bankakreppunni fyrir nokkrum árum. Ţá fóru sjónir manna ađ beinast ađ Írlandi, en írsk stjórnvöld sendu út yfirlýsingar um ađ ţađ vćri ekkert líkt međ Grikklandi og Írlandi. Ţegar bankakreppan á Írlandi var orđin stađreynd fóru sjónir manna ađ beinast ađ Portúgal, og yfirvöld ţar í landi brugđust viđ međ álíka yfirlýsingum og hin írsku. Ţegar Portúgal var falliđ upphófst sami söngur stjórnvalda á Spáni. Bćđi ţar og á Ítalíu eru vandamál í efnahagslífinu viđvarandi, svo sem fréttir bera međ sér.

Erfiđleikar ESB- og evruríkjanna eru ekki ađ baki, en framtíđin ein mun leiđa í ljós hvort útbreiđsla bankaerfiđleika smáríkja í ESB verđi međ ţeim hćtti sem óttast er.


mbl.is Yfir 200 Lettar hćtt komnir á ísjaka
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Óli minn eitthvađ fyrir ţig. m

mamma (IP-tala skráđ) 30.3.2013 kl. 01:14

2 Smámynd: Anna Sigríđur Guđmundsdóttir

Eru ekki íbúar á bráđnađa ísjakanum Íslandi nćst?

Grunnstođir Íslands-búa voru víst byggđar á bráđnandi ís og sandi, af óheiđarlegum hagfćđingum og óheiđarlegum verkfrćđingum, sem "trúđu" meira ađ segja á Landeyjarhöfn og innistćđulaus píramída-verđbréf bankarćningja-heimsmafíunnar.

M.b.kv.

Anna Sigríđur Guđmundsdóttir, 30.3.2013 kl. 02:51

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

Heimilisfang: Ármúla 6, 108 Reykjavík.

Sími 859 9107.


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri fćrslur

Nóv. 2019
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 138
  • Frá upphafi: 969590

Annađ

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 125
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband