Leita í fréttum mbl.is

Atli Gíslason og Jón Bjarnason: Stöðvum innlimunarviðræður ESB

atligAlþingi samþykkti með þingsályktun hinn 16. júlí 2009 að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Nú, tæpum fjórum árum síðar, liggur fyrir að umsóknarferli Íslands að ESB verður ekki fram haldið nema vikið sé í verulegum atriðum frá þeim meginhagsmunum sem Alþingi setti sem skilyrði fyrir samþykkt ályktunarinnar.

Svo segja þeir Atli Gíslason og Jón Bjarnason í grein í Morgunblaðinu í dag. Þeir segja ennfremur: 

Ríkisstjórnin hefur ekki lengur umboð Alþingis til að halda áfram og við teljum jafnframt brýnt að ekki verði gengið að nýju til viðræðna við ESB nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu sem staðfestir vilja þjóðarinnar til aðildar Íslands að sambandinu.

Allt viðræðuferlið lýtur algerlega geðþótta ESB og regluverki þess. Það eru því helber ósannindi, sett fram gegn betri vitund, að við séum í samningaviðræðum við ESB.

jonb
Fyrirfram aðlögun
Krafist er fyrirfram aðlögunar íslenskrar stjórnsýslu og stofnana að ESB. Okkur stendur til boða innlimun í óbreytt regluverk ESB, ekkert annað. Það hafa æðstu talsmenn ESB staðfest.

Allt regluverk ESB verður þegar bundið í lög á Íslandi, verði framhald á þessari ógæfuför, áður en kemur til hugsanlegrar þjóðaratkvæðagreiðslu um innlimun. Framsal á fullveldi og einhliða kröfur og skilyrði sem ESB hefur sett í viðræðunum eru með öllu óásættanleg fyrir íslenska hagsmuni og fullveldi okkar.

Við verðum meðal annars að gefa eftir forræði á fiskveiðilögsögunni utan 12 mílna, sjálfsákvörðunarrétt gagnvart deilistofnum, hagsmunum okkar á norðurslóðum og auðlindum okkar almennt til lands og sjávar, landbúnaði og fæðu- og matvælaöryggi svo eitthvað sé nefnt.

Með peningagjöfum, sex milljörðum, sem stýrt er frá Brussel, er kominn fram ásetningur um að hafa áhrif á afstöðu Íslendinga til ESB-aðildar og um leið á almenna skoðanamyndun í landinu.


Borið fé í dóm þjóðarinnar
Beinn og óbeinn kostnaður Íslands við ESB-umsóknina mun nema mun hærri fjárhæð verði innlimunarviðræðum fram haldið. Nú þegar hleypur kostnaðurinn á milljörðum og við munum sem auðug þjóð ávallt greiða meira til viðskipta- og markaðshyggjublokkar ESB en hún greiðir á móti.

Við minnum á makríldeiluna og áform og hótanir Evrópusambandsins í garð Íslendinga um viðskiptaþvinganir, samtímis því sem aðildarviðræður standa yfir. Sýna þær hótanir best hvernig þetta ríkjasamband beitir sér gegn smáríki eins og Íslandi.

Samningur ríkisstjórnarinnar um Icesave var skilgetið afkvæmi ESB-umsóknarinnar. ESB var málsaðili og ákærandi gegn Íslandi í Icesave-málinu fyrir EFTA-dómstólnum.

Við í Regnboganum krefjumst þess sem alþjóðasinnar að umsóknin um aðild að ESB verði afturkölluð þegar í stað. Kjósum gegn áframhaldandi innlimunarviðræðum í alþingiskosningunum 27. apríl 2013. Regnboginn er eina framboðið sem sett hefur andstöðu við ESB í algeran forgang, enda er fullveldi og sjálfstæði Íslands í húfi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 116
  • Sl. sólarhring: 152
  • Sl. viku: 2361
  • Frá upphafi: 1112146

Annað

  • Innlit í dag: 98
  • Innlit sl. viku: 2109
  • Gestir í dag: 94
  • IP-tölur í dag: 92

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband