Leita í fréttum mbl.is

Árni Þór Sigurðsson skiptir um skoðun í ESB-málum?

arni thor sigurdsson

Árni Þór Sigurðsson þingmaður VG hefur skipt um skoðun í ESB-málinu, að því er virðist. Nú telur hann að eðlilegt sé að þjóðin fái að kjósa um áframhald aðildarviðræðna, en á landsfundi VG í febrúar var hann eindregið þeirrar skoðunar að klára ætti aðildarviðræðurnar án þess að leyfa þjóðinni að eiga orð um það í kosningum fyrst. Þar með er Árni Þór kominn á sömu skoðun og Katrín Jakobsdóttir formaður VG hélt fram á landsfundi VG. Katrín, verðandi formaður, varð hins vegar undir í þessum efnum á landsfundinum.

Það er ánægjuefni að lykilmenn í fyrrverandi stjórnarflokkum skuli vera búnir að átta sig á því að sú stefna sem stjórn Samfylkingar og VG fylgdi í ESB-málunum hafi verið komin í þrot.

Þetta kemur fram á vefmiðlinum Eyjunni

Árni Þór undirstrikar að hann sé á móti aðild að ESB. Með sama áframhaldi verður hann og önnur þau sem vildu leyfa Samfylkingunni að fara í umsóknarþrautagönguna komin á þá skoðun áður en langt um líður að best sé að hætta þessu ferli.

Það fólk sem hefur skoðun í pólitík reynir að afla þeirri skoðun fylgis og stuðla að framgangi hennar.

Árni Þór er því að þokast í rétta átt. 

Viðbót - eftir nánari skoðun:

Þegar skoðuð er landsfundarályktun Vinstri grænna frá því í febrúar í ár sagði:

Landsfundur Vinstri grænna telur að Íslandi sé best borgið utan ESB en vill ljúka aðildarviðræðum við ESB og setja ferlinu tímamörk, til dæmis 1 ár frá kosningum.

Þessi hluti í ályktun VG var skilinn á sínum tíma þannig að ef ekki næðist að ljúka aðildarviðræðum á einu ári - og það er ár liðið í febrúar á næsta ári - þá skyldi ferlinu hætt.

Í ljósi þessa verður kannski aðeins snúnara að meta breytta afstöðu Árna Þórs - eða hvað? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Hann kannski vill vinna sem alþingismaður áfram þar til hann er komin á ellilaun hjá okkur.

Valdimar Samúelsson, 8.12.2013 kl. 15:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 117
  • Sl. viku: 682
  • Frá upphafi: 1116894

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 601
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband