Leita í fréttum mbl.is

60 prósent andvíg inngöngu í ESB

Skoðanakannanir geta verið tæki til skoðanamyndunar. Dæmi um tilraun til slíks eru nýlegar skoðanakannanir sem ESB-aðildarsinnar hafa látið framkvæma. Þeir vita að miklu fleiri eru andvígir aðild en þeir sem eru henni fylgjandi. Þess vegna er þeim mikið í mun að láta svokallað viðræðuferli halda áfram. Þess vegna spyrja þeir í skoðanakönnun hvort fólk sé á móti þjóðaratkvæðagreiðslu. Það þarf nokkuð góð rök til að vera á móti þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald viðræðna við ESB. En þau rök liggja fyrir og eru auðskiljanleg þeim sem hugsar aðeins um málið.

Ef byrjað er á því sem skiptir mestu máli en ESB-aðildarsinnar ræða minnst um þá sýna kannanir að mun fleiri eru andvígir því að Ísland gangi í ESB en eru því fylgjandi. Í nýlegri könnun sem aðildarsinnar létu framkvæma, en gera lítið með, kemur í ljós að í kosningu um aðildi yrði hún felld með 60% greiddra atkvæða. 

Viðræður þýða aðild í smáum skrefum 

Það er vel skiljanlegt að þótt meirihluti sé á móti aðild þá séu fleiri fylgjandi því að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldi viðræðna og jafnvel að fleiri séu fylgjandi því að halda áfram viðræðum.  Það ætti jú ekki að saka, eða hvað? Og sumir sem eru á móti aðild telja samt óhætt að ræða máin áfram. Það ætti jú ekki að saka að ræða málin? Kíkja nánar í pakkann?

Málið er bara ekki svona einfalt - eins og æ fleiri átta sig á. Það að halda viðræðum áfram felur í sér skuldbindingu íslenskra stjórnvalda til að breyta fyrirkomulagi ýmissa mála hér á landi á meðan á svokölluðu samningaferli stendur. Hér er talað um svokallað samningaferli vegna þess að þetta er ekkert samningaferli heldur felur viðræðuferlið í sér margfræga aðlögun viðræðuríkis að skilmálum ESB. Þetta eru æ fleiri farnir að skilja. 

Nýleg skoðanakönnum ESB-aðildarsinna er til þess fallin að kasta ryki í augu kjósenda og þingmanna. Hún er til þess fallin að telja þeim trú um að um eitthvað sé að semja þegar raunin er sú það það er í raun og veru ekkert um að semja sem skiptir máli. Ísleningar semja um það að ganga í ESB eins og það er.

 Þess vegna er það algjörlega út í hött að halda viðræðum áfram þegar ljóst er að meirihluti landsmanna er á móti aðild að ESB. Vinnureglur ESB gera ráð fyrir að sá sem sækir um aðildi vilji ganga í sambandið. Svo er ekki með íslensku þjóðina og svo hefur ekki verið með þær ríkisstjórnir sem setið hafa.

Umboð núverandi ríkisstjórnar er skýrt 

Núverandi ríkisstjórn hefur það á sínum verkefnalista að stöðva viðræður við ESB. Æðstu lýðræðissamkundur flokkanna samþykktu stefnu sem felur það í sér að vera á móti aðild að ESB, stöðva þær viðræður sem voru í gangi og að tryggja að þær verði alls ekki teknar upp að nýju nema að þjóðin verði þá spurð fyrst. Samfylkingin og Vinstri græn vildu ekki spyrja þjóðina áður en þeir flokkar lögðu upp í umsóknarvegferðina sumarið 2009 sem endaði úti í skurði í ársbyrjun 2013.

Það fóru svo fram kosningar síðastliðið vor þar sem núverandi stjórnarflokkar unnu stórsigur. Þeir höfðu á sinni stefnuskrá ofangreind atriði, þ.e. andstöðu við aðild að ESB og stöðvun viðræðna. Það eru því engar forsendur til þess að láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um þetta þótt aðildarsinnar reyni að þyrla upp ryki og villa fólki sýn.

Hið eina rétta í stöðunni er að afturkalla umsóknina formlega með samþykkt Alþingis strax og umræðum um skýrslu Hagfræðistofnunar um aðildarviðræðurnar og stöðu ESB er lokið.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fyrir neðan má finna slóð í viðtal við austurríska rithöfundinn Robert Menasse, sem birtist blaðinu "Schweiz am Sonntag" sl. desember.

Titill viðtalsins er: "Wir erleben das Sterben des Nationastaates".

Hvet þá sem skilja þýsku að lesa viðtalaði. Robert Menasse er sterk greindur, "No Nonsense Man".

http://m.schweizamsonntag.ch/ipad/articleView.htm?article=bGluZTJfQlpHX2xpbmUyLTE1XzEyXzIwMTNfU29ubnRhZ19SZWRha3Rpb25fdjFfMTQwODQ3MA%3D%3D

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 1.2.2014 kl. 10:52

2 identicon

Sæll - Haukur !

Eiginlega - finnst mér ekki taka því / að heilsa EFTA og NATÓ sinnunum í Heimssýn - neitt sérstaklega.

Þið - skelfilegir ESB sinnar Haukur minn / eruð að njóta sívaxandi fylgis ykkar málstaðar því miður - þar sem á daginn er komið að Sigmundur Davíð og Bjarni eru NÁKVÆMLEGA sömu luðrurnar og Jóhanna og Steingrímur voru þar áður.

Hér á Íslandi - stefnir ALLT þráðbeint niður á við / Landsbyggðín er að hopa meir og meir fyrir Reykjavíkur veldinu - arðsöm og drífandi framleiðslufyrirtæki í : Sjávarútvegi - sem og Landbúnaður og Iðnaður eru á hverfanda hveli með hverju misserinu sem líður.

Þannig að - þið ESB liðar hafið fengið dygga liðveizlu í NIÐURDÖRBBURUNUM Sigmundi og Bjarna / í að auka tiltrú hins mætasta fólks á ESB hroðvirkinu og skrif ræðinu Haukur minn.

Sjálfur - get ég ekki annað en mælt með Kanadískri og Rússneskri yfirtöku hérlendis - eins og málum er nú komið.

Heimssýnar liðið - er jafn VERULEIKAFIRRT og aðall Loðvíks XVI. reyndist vera suður í Versölum - á síðustu valdadögum Bourbon ættarinnar Sumarið 1789 Haukur minn.

Með beztu kveðjum til Sviss - til þín og þinna Haukur / öngvum kveðjum aftur á móti til EFTA/NATÓ vinanna í Heimssýn - svo fram komi ///

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 1.2.2014 kl. 15:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 29
  • Sl. sólarhring: 108
  • Sl. viku: 2141
  • Frá upphafi: 1112183

Annað

  • Innlit í dag: 17
  • Innlit sl. viku: 1925
  • Gestir í dag: 16
  • IP-tölur í dag: 16

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband