Leita í fréttum mbl.is

Fréttastofa RUV leiðréttir frétt eftir ábendingu Heimssýnar

Fréttastofa Ríkisútvarpsins hefur nú leiðrétt frétt um niðurstöðu skoðanakönnunar um afstöðu Íslendinga til íslensku krónunnar eftir að við bentum á villuna hér á Heimssýnarblogginu. Í upphaflegri frétt síðastliðinn fimmtudag, fyrir þremur dögum, hélt fréttastofan því fram að könnunin sýndi að jafn margir væru fylgjandi evru og krónu. Jafnframt var sagt að fylgi við evru hefði aukist um 12%. Hins vegar var hvergi minnst á evruna í könnuninni. Því var frétt RUV að stórum hluta hreinn skáldskapur.

Leiðrétting RUV er hér.  Fyrir hana ber að þakka. Vonandi verður hún líka flutt þar sem villan kom upphaflega fram, nefnilega í morgunútvarpinu. Hugsanlega hefði leiðréttingin farið framhjá okkur ef ekki hefði verið fyrir þessa ábendingu.

Það þarf hins vegar að undirstrika í þessu samhengi að þeir sem ekki vilja krónuna hafa skipst í afstöðu til ýmissa gjaldmiðla, svo sem Kanadadals, norskrar krónu og evru.

Það sem er því fréttnæmt í þessu og ber að hafa í huga er að stuðningurinn við krónuna hefur aukist um 12% frá árinu 2009. Enn fremur sýnir þessi könnun að Íslendingar telja engan veginn heppilegt að tekin verði upp evra, en það yrðum við þvinguð til að gera ef við gengjum í Evrópusambandið.  

Minna má að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði í dag að evrusamstarfið hefði valdið katastrófu í Evrópu. Evran er því enginn valkostur fyrir Íslendinga. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur I.

RÚV var nauðbeigt til að leiðrétta þetta þó svo að það sé greinilega gert með hangandi haus.

Gunnlaugur I., 9.2.2014 kl. 19:18

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

RÚV-krónustríðs-kastið gæti líklega orðið einhverskonar ólempnu-kasts-íþrótt. Til dæmis: sá sem kastar krónunni lengst, græðir mest í skattaskjólum í Evrópu?

Þetta gæti orðið töluvert spennandi leikur hjá krónukösturunum.

Kennitala krónunnar fengi leyfi frá matshæfum krónukösturum, til að sitja eftir með spillingarskuldirnar á gömlu krónukennitölunni.

Þetta yrði þá svona nokkurskonar ólpempíu-Rússa-íþrótt, frá óspillta og hreina Íslandi. RÚV sæi svo um íþrótta-fréttir af nýju ólimpísku krónukasts-íþróttinni, í beinni útsendingu á kvöldfréttatíma.

Allt er líklega betra en að deyja úr ráðaleysi. Því ekki að koma á einhverri Alþjóðabankastyrktri nýsköpunar-þjóðaríþrótt á Íslandi, svona til tilbreytingar? Eða þannig.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 10.2.2014 kl. 01:58

3 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Hlutdrægni Ríkisútvarpsins vekur óhug hjá manni.

Að fólk skuli halda óskertum launum við fréttafölsun er óskiljanlegt.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 10.2.2014 kl. 08:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 107
  • Sl. sólarhring: 205
  • Sl. viku: 2352
  • Frá upphafi: 1112137

Annað

  • Innlit í dag: 92
  • Innlit sl. viku: 2103
  • Gestir í dag: 90
  • IP-tölur í dag: 88

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband