Leita í fréttum mbl.is

Fulltrúaráđ Sjálfstćđisfélaga styđur ESB-stefnu ríkisstjórnarinnar

Bjarni
Félög sjálfstćđismanna lýsa nú hvert á fćtur öđru stuđningi viđ Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstćđisflokksins, og viđ ríkisstjórnina í ESB-málinu. Stjórn Varđar - Fulltrúaráđs sjálfstćđisfélaganna í Reykjavík sendir sína stuđningsyfirlýsingu eins og mbl.is greinir hér frá:
 

Stjórn Varđar – Fulltrúaráđs sjálfstćđisfélaganna í Reykjavík styđur formann Sjálfstćđisflokksins og ţingsályktunartillögu ríkisstjórnarinnar um ađ draga ađildarumsókn Íslands ađ Evrópusambandinu til baka. „Ákvörđunin er í fullkomnu samrćmi viđ ályktun landsfundar Sjálfstćđisflokksins um utanríkismál en ţar segir m.a. „Áréttađ er ađ ađildarviđrćđum viđ ESB verđi hćtt og ţćr ekki teknar upp aftur nema ađ undangenginni ţjóđaratkvćđagreiđslu,“ segir í ályktun frá félaginu.

Svo segir: 

Vert er ađ hafa í huga ađ áđur en ríkisstjórn Vinstrihreyfingarinnar - grćns frambođs og Samfylkingarinnar sótti um ađild ađ Evrópusambandinu krafđist fjöldi fólks ţess ađ ţjóđin fengi ađ greiđa atkvćđi um hvort sótt yrđi um ađild ađ Evrópusambandinu. Sömu ţingmenn og virtu raddir ţessa fólks ađ vettugi krefjast ţess nú ađ haldin verđi ţjóđaratkvćđagreiđsla um hvort slíta eigi viđrćđunum.  Tvískinnungur viđkomandi ţingmanna er algjör.

Skođanakannanir á síđustu árum hafa ítrekađ sýnt fram á ađ mikill meirihluti ţjóđarinnar vill ekki ađ Ísland gangi inn í Evrópusambandiđ. Ríkisstjórnin á sannarlega lof skiliđ fyrir ađ hlusta á og fylgja eftir vilja ţjóđarinnar í ţessu viđamikla máli. Ţá ber ađ fagna ţví ađ formađur Sjálfstćđisflokksins fylgi eftir ályktun landsfundar af bćđi heilindum og stađfestu.  Stjórn Varđar lýsir eindregiđ yfir trausti á formanni Sjálfstćđisflokksins. Er ţađ von stjórnarinnar ađ kjörnir fulltrúar flokksins haldi áfram ađ vinna ađ góđum málum í samrćmi viđ ályktanir landsfundar.  Sjálfstćđisflokkurinn mun hér eftir sem hingađ til vera forystuafl í ađ leiđa umrćđu og stefnu í utanríkismálum, Íslandi og Íslendingum til hagsćldar.“ 

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

Heimilisfang: Ármúla 6, 108 Reykjavík.

Sími 859 9107.


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri fćrslur

Okt. 2019
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.10.): 32
  • Sl. sólarhring: 115
  • Sl. viku: 316
  • Frá upphafi: 968679

Annađ

  • Innlit í dag: 29
  • Innlit sl. viku: 252
  • Gestir í dag: 28
  • IP-tölur í dag: 28

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband