Leita í fréttum mbl.is

Vigdís býst við glæsilegri ráðstefnu

vigdis

Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður Heimssýnar, býst við stórglæsilegri ráðstefnu á laugardaginn, en þá ætla íslensku samtökin Nei við ESB og norsku samtökin Nei til EU að halda ráðstefnu um fullveldi þjóða og Evrópusamrunann. 

Ráðstefnan hefst á Hótel Sögu kl. 9:30 á laugardag.

Visir.is segir svo frá:

„Þetta verður stórglæsileg ráðstefna,“ segir Vigdís Hauksdóttir, þingkona Framsóknarflokks og formaður fjárlaganefndar Alþingis, en hún verður einn framsögumanna á ráðstefnu um Evrópumál á vegum íslenskra og norskra samtaka sem eru andvíg aðild að Evrópusambandinu.

„Ég hvet alla til að koma og hlusta á efnisrík erindi um stöðu sjálfstæðra þjóða á Norðurslóðum,“ segir Vigdís. Framsögumenn ráðstefnunnar eru frá þremur löndum, öll sem eru fyrir utan Evrópusambandið. Josef Motzfeldt flytur eitt aðalerindið á ráðstefnunni, en hann var forseti grænlenska þingsins auk þess að gegna stöðu þingmanns og ráðherra á löngum stjórnmálaferli þar í landi.

Mikið samstarf við Norðmenn
Ráðstefnan er haldin á vegum íslensku samtakana Nei við ESB og norsku samtakana Nei til EU. Íslensku samtökin eru regnhlífasamtök fyrir félög sem eru andvíg aðild að Evrópusambandinu. Þau félög eru Heimssýn, Ísafold og Herjan.

Vigdís segir mikið samstarf vera á milli íslensku og norsku samtakana. 

„Norðmennirnir hafa áratuga reynslu í að berjast gegn aðild og við þurfum ekkert að vera að finna upp hjólið hér á landi. Við reynum að vera í miklu samstarfi og fundum reglulega,“ segir þingkonan. 

„Norðmenn eru einmitt að halda upp á 20 ára afmæli þess þegar þeir höfnuðu aðildarsamingi í annað skiptið, árið 1994,“ segir Vigdís.

Ráðstefnan hefst hálftíu á laugardagsmorgun og fer fram á Hótel Sögu. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ég tel að það þurfi að endurvarpa ráðstefnunni í stórasal Háskólabíó.Þetta verður sprengja enda Vigdís og JB góðir stuðningsmenn sjálfstæðis okkar.

Valdimar Samúelsson, 21.3.2014 kl. 06:21

2 identicon

Held að það verði nóg að vera með þessa ráðstefnu í litlum sal í höfuðstöðvum Framsóknarflokksins...þar sem andsinnar eiga heima

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 21.3.2014 kl. 15:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 323
  • Sl. viku: 502
  • Frá upphafi: 1116604

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 438
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband