Leita í fréttum mbl.is

Mikil hátíðahöld í Noregi á 20 ára afmæli ESB-höfnunar

OlavGjedrem

Mikil hátíðahöld verða í Noregi í ár í tilefni af því að 20 ár eru liðin frá því að Norðmenn höfnuðu aðildarsamningi við Evrópusambandið og því að 200 ár eru liðin frá því að Norðmenn fengu eigin stjórnarskrá. Olav Gjedrem, fyrrverandi þingmaður og stjórnarmaður í Nei til EU, greindi frá undirbúningi hátíðahaldanna á ráðstefnu Nei við ESB og Nei til EU sem haldi var í gær.

Fram kom hjá Olav að þegar Norðmenn fengu sjálfstæði hafi þjóðin verið með þeim fátækustu í Evrópu, en eftir að hún fékk eigin mál í sínar hendur vænkaðist hagur hennar stórum. Olav sagði að það væri mikilvægt fyrir þjóð að hafa á tilfinningunni að hún fengi einhverju áorkað og hann sagði að það væri mikilvægt að hafa í huga að heimurinn væri stærri en Evrópusambandið.

Þá nefndi Olav að EES-samningurinn hefði ýsma galla, meðal annars sem snertu lýðræði.

Meginhátíðahöldin í Noregi verða í október og nóvember, en í lok nóvember verða 20 ár liðin frá því Normenn höfnuðu ESB í annað sinn. Samtökin Nei til EU ætla að gefa út mikla afmælisbók af þessu tilefni, en um 25 þúsundir fullgildir félagar eru í samtökunum.

Athygli hefur vakið að það hefur lengi verið gjá á milli þings og þjóðar  í ESB-málunum í Noregi. Rúmur meirihluti hefur verið fyrir því á þingi að sækja um aðild að ESB en hins vegar hefur mikill meiri hluti þjóðarinnar verið því algjörlega andvígur að gerast aðili að ESB. Fyrir vikið hafa stjórnmálamenn ekki árætt að taka ESB-málið upp í 20 ár og forðast alla umræðu um það. Andstæðingar aðildar í Noregi telja hins vegar mjög mikilvægt að vera vel á verði í þessum málum og að halda úti öflugum og vel skipulögðum samtökum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Jónsson

Mér er enn í fersku minni, er ég kom fyrst til Noregs um 20. ágúst 1972.  Þá var baráttan fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu eftir fyrri samninga norsku ríkisstjórnarinnar í algleymingi.  Ég hef hvorki fyrr né síðar upplifað annan eins hita í kosningabaráttu.  Ég fann, hvernig ungir sem aldnir sneru bökum saman til að forða Noregi frá því að lenda aftur í klónum á Þjóðverjum, en þá voru enn margir á lífi, sem reynt höfðu hernám Wehrmacht og niðurlægingu Noregs undir Quisling.  Tilfinningahitinn var mikill, og ungur stúdent frá Íslandi fór ekki á mis við hann.

Með góðri kveðju /

Bjarni Jónsson, 23.3.2014 kl. 20:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 13
  • Sl. sólarhring: 179
  • Sl. viku: 592
  • Frá upphafi: 1116785

Annað

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 513
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband