Leita í fréttum mbl.is

Bannað að kalla evruna annað en "euro"

hjortur_101493"Fréttablaðið greinir frá því á forsíðu sinni í dag að ef Ísland gengi í Evrópusambandið og tæki upp evruna sem opinberan gjaldmiðil í framhaldi af því yrði eftirleiðis bannað að kalla hana evru. Er þetta haft eftir Inigo Arruga Oleaga, lögfræðingi hjá Seðlabanka Evrópusambandsins, sem staddur var á Íslandi nýverið. Samkvæmt ströngum reglum sambandsins verða öll aðildarríki þess að nota sama nafnið, þ.e. "euro", algerlega óháð því hvort það samrýmist þjóðtungu þeirra eða ekki."

Grein Hjartar J. Guðmundssonar má lesa í heild á bloggsíðu hans.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Örn Hauksson

Þar sem þetta er gjaldmiðill sem fleiri lönd nota þá gefur það auga leið að kalla það Euro. Landsmenn myndu náttúrulega ennþá kalla þetta Evru en opinberir pappírar þyrftu að kalla þetta sínu nafni.

Þetta alveg eins og allir kalla Reykjanesbæ Keflavík þótt að nafninu hafi opinberlega verið breytt. Hefur engin áhrif og er ekki árás á okkar tungu.

Ómar Örn Hauksson, 3.3.2007 kl. 17:27

2 Smámynd: Gerald Häsler

Gjalmiðillinn heitir Euro þá eðlilega verðum við að nota það nafn, en hver er samt munurinn að þurfa að kalla gjalmiðilinn réttu nafni en svo eru nöfn þjóða kölluð á 100 vegu s.b.r. Deutschland - Germany - Tyskland - Þýskaland - Allemagnia.

Gerald Häsler, 3.3.2007 kl. 22:37

3 identicon

,,Euro'' er ekkert ,,rétt nafn'' þessa gjaldmiðils á Íslensku. Það gæti verið það á einhverjum útlendum hrognamálum en ekki Íslensku.

Það að þurfa að bukta sig og beygja fyrir einhverju klerkaveldi í Brussel, kyssa hringa þeirra og hlýða tilskipunum sí og æ og breyta eigin móðurmóli í ofanálag er ekki nokkuð sem er frjálsum mönnum sæmandi. 

Hvernig væri annars að Reykjanesbær héti opinberlega ,,Smokeypeninsulatown?'' Eða ef Varnarliðið hefði verið kallað ,,Iceland Defense Force'' í íslenskum lögum? 

Pétur Guðmundur Ingimarsson (IP-tala skráð) 4.3.2007 kl. 01:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

Heimilisfang: Ármúla 6, 108 Reykjavík.

Sími 859 9107.


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Okt. 2019
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.10.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 323
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 257
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband