Leita í fréttum mbl.is

ESB stöðvaði viðræðurnar - væri ekki nær að mótmæla í Brussel?

bjorn_bjarnason
Það var ESB sem stöðvaði viðræður um aðild Íslands að ESB árið 2011 með því að halda rýniskýrslu um sjávarútvegsmál hjá sér. Vilji fólk koma viðræðum af stað með mótmælum ætti það að storma til Brussel og koma sjónarmiðum sínum á framfæri þar, segir Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra, í athyglisverðum pistli á vefsíðu sinni.
 
Þar segir hann - sjá einnig hér:
 
 

Talið um nýjan stjórnmálaflokk ESB-aðildarsinna sýnir að öfgar magnast í umræðum um ESB-málin hér eins og víða í Evrópu. Hér eru öfgamennirnir ekki andstæðingar ESB-aðildar  heldur hinir sem vilja aðild að sambandinu.

 

Eftir því sem málefnafátækt aðildarsinna eykst leitast þeir við að beina umræðum að öðru en efni málsins. Um tíma var það þjóðaratkvæðagreiðsla nú er það nýr stjórnmálaflokkur, einskonar UKIP-flokkur með öfugum formerkjum.

 

Í dag flutti François Heisbourg erindi í Háskóla Íslands og áréttaði skoðun sína um að óhjákvæmilegt væri að losna við evruna til að bjarga ESB frá að splundrast. Hann ítrekaði einnig að Íslendingar ættu að gerast aðilar að ESB en ekki evru-samstarfinu, Ef þeir gætu ekki samið um að vera lausir við evruna samhliða ESB-aðild ættu þeir að skjóta sér undan henni í sérstakri þjóðaratkvæðagreiðslu að hætti Svía.

 

Heisbourg jarðaði helstu gulrót ESB-aðildarsinna og ekki er unnt að stimpla hann sem andstæðing ESB eða aðildar Íslands.

 

ESB stöðvaði aðildarviðræðurnar við íslensku viðræðunefndina árið 2011 með því að halda rýniskýrslunni um sjávarútvegsmál hjá sér. Hún er enn geymd í lokuðum skáp í Brussel, ESB-aðildarsinnar vilja ekki ræða þessa staðreynd, hún er þó ástæðan fyrir að ESB-viðræðurnar strönduðu en ekki afstaða núverandi ríkisstjórnar.

 

Vilji ESB-aðildarsinnar á Íslandi koma viðræðum um aðild af stað með mótmælum eiga þeir að fara til Brussel og stilla sér upp við Berlaymont-bygginguna sem hýsir framkvæmdastjórn ESB. Þeir gera sér þetta líklega ljóst og tala þess vegna um þjóðaratkvæðagreiðslu og nýjan flokk á Austurvelli. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 130
  • Sl. sólarhring: 200
  • Sl. viku: 1065
  • Frá upphafi: 1117664

Annað

  • Innlit í dag: 122
  • Innlit sl. viku: 939
  • Gestir í dag: 118
  • IP-tölur í dag: 118

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband