Leita í fréttum mbl.is

ESB-þingmaður rekur mál kröfuhafa gegn Íslendingum

Morten
Það er ljóst að þessi danski ESB-þingmaður, Mortens Lökkegaard, er hér að reka mál erlendra kröfuhafa gegn Íslendingum. Fyrirspurn hans ber slík merki. Hagsmunir kröfuhafa gegn föllnum íslenskum bönkum er það sem er kveikjan að fyrirspurninni.
 
Þetta er enn ein birtingarmyndin af mörgum um að stjórnmálamenn og ýmsir háttsettir embættismenn ESB-ríkjanna vinna gegn hagsmunum Íslendinga. Fyrir hrunið veittu þeir íslenskum stjórnvöldum þau ráð að ábyrgjast allar skuldir bankanna. Í hruninu kröfðust þeir þess að almennur skattborgari á Íslandi ábyrgðist ICESAVE-skuldirnar, auk þess sem bresk stjórvöld settu íslenska banka á lista með hryðjuverkamönnum og stuðluðu þannig frekar að falli allra bankanna og tregðu í viðskiptum við útlönd. Eftir hrunið héldu þessir aðilar því til streitu að skattborgarar á Íslandi ábyrgðust ICESAVE.
 
Erlendir kröfuhafar eiga greiða leið að ýmsum til að koma sjónarmiðum sínum að. Í þessu tilviki er það danskur ESB-þingmaður sem gerist léttadrengur kröfuhafanna.
 
Það hefur fyrir löngu komið fram að höftin voru sett á í samræmi við EES-samninginn. EFTA-dómstóllinn úrskurðaði um lögmæti haftanna í desember 2011. Stofnanir ESB verða að sætta sig við þá niðurstöðu.
 
Höftin eru sem sagt í fullu samræmi við alþjóðlega samninga Íslendinga. Fram kemur í svari utanríkismálastjóra ESB að í þessu efni skipti máli að Íslendingar séu að vinna að afnámi haftanna. Samt lætur þingmaður ESB nota sig með þessum hætti. Þeir hafa svo sem fátt þarft að gera, því ekki stýra þessir þingmenn lagasetningu í ESB. Þeir mega ekkert frumkvæði hafa í þeim efnum heldur mega þeir aðeins stimpla upp á tillögur framkvæmdastjórnarinnar.
 
Það er því út af fyrir sig ánægjulegt að danski þingmaðurinn skuli hafa fundið fjármagnshöftin á Íslandi sem viðfang í aðgerðaleysi sínu og undirstrikað með fyrirspurn sinni að við Íslendingar förum að öllum samningum í þessum efnum.
 


mbl.is Höftin ekki brot á EES-samningnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Stóra fréttin er aftur á móti sú að utanríkismálastjóri ESB hefur með svari sínu afhjúpað bróðarpart utanríkis- og efnahagsstefnu a.m.k. tveggja íslenskra stjórnmálaflokka sem lygi eða í besta falli vitleysu. Það hlýtur að vera reiðarslag fyrir innlimunarsinnuðu flokkana.

Þess má geta að Mortens Lökkegaard kemur úr flokki sem kennir sig við frjálslynda markaðshyggju. Samskonar flokkar finnast einnig á Íslandi.

Guðmundur Ásgeirsson, 24.4.2014 kl. 14:33

2 identicon

Það er athyglisvert, að Løkkegård nefnir í lokin að Sviss hafi brotið samning við EU. Nú er Sviss ekki með í EES-samningnum, aðeins EFTA, og ég veit ekki betur en að Svisslendingar hafa löngum kvartað yfir því að EU svíki alla sína tvihliða samninga við Svisslendinga.

Það er óþefur af þessu.

Pétur D. (IP-tala skráð) 24.4.2014 kl. 17:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

Heimilisfang: Ármúla 6, 108 Reykjavík.

Sími 859 9107.


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2019
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 138
  • Frá upphafi: 969590

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 125
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband