Leita í fréttum mbl.is

Ítalir gerast fráhverfir evrunni

Eftir því sem kosningar til ESB-þingsins nálgast fjölgar þeim röddum og þær gerast háværari sem ræða um möguleikann á því að Ítalía yfirgefi evrusvæðið. Kannanir benda til  þess að frambjóðendur og flokkar sem eru gagnrýnir á evrusamstarfið muni fá um helming atkvæða í kosningunum í lok maí.

Það eru alls kyns hópar og flokkar sem hafa vantrú á evrunni, allt frá grínframboðum til hópa á ystu köntum. Flokkur grínistans Beppe Grillo vill að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um úrsögn úr evrusamstarfinu. Þekktur hagfræðingur á Ítalíu, Alberto Bagnai, gaf árið 2012 út bók sem vakið hefur athygli en þar segir hann að Ítalir geti aðeins bætt samkeppnisstöðu sína gagnvart öðrum löndum með því að lækka laun og auka þannig á fátækt í landinu. Miklu betra væri ef Ítalía hefði líruna og gæti látið hana vera mýkri stuðpúða til að ná sama árangri.

Renzi forsætisráðherra Ítalíu vill ekki yfirgefa evrusvæðið, en hann hefur þó gagnrýnt Brusselvaldið harkalega fyrir að þvinga upp á ítalíu aðgerðum sem haldi fleiri Ítölum atvinnulausum en nauðsynlegt sé, en í því efni horfir Renzi m.a. til Bretlands sem hafa sitt pund fyrir gjaldmiðil. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

Heimilisfang: Ármúla 6, 108 Reykjavík.

Sími 859 9107.


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Sept. 2019
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.9.): 6
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 968200

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband