Leita í fréttum mbl.is

Urmull af óţörfum ESB-tilskipunum

Stjórnkerfiđ hér á landi er á stundum stíflađ vegna erfiđleika viđ ađ koma  í gegn óţörfum tilskipunum frá reglugerđarséníunum í Brussel. Vinnuálagiđ hefur aukist gífurlega hjá sjávarútvegs- og landbúnađarráđuneytinu vegna ţessa.

Hvenćr kemur ađ ţví ađ Íslendingar átti sig á ţví ađ gleđisöngurinn um EES-ábatann er orđinn holur og falskur?

EES-samningurinn gerđi stćkkun bankanna mögulega og átti ţví ţátt í einu stćrsta fjármálahruni veraldarsögunnar - hlutfallslega séđ. Auđvitađ skipti ţar fleira máli - en EES skapađi rammann.

Viđ ţekkjum óţarfar tilskipanir um bognar gúrkur, ljóslitlar ljósaperur, kraftlitlar ryksugur og vatnslitla sturtuhausa. Ađ ekki sé talađ um stćrri og veigameiri mál tengd EES eins og raforkumarkađinn.

Hvenćr verđur komiđ nóg af ţessari vitleysu? 

Morgunblađiđ fjallar um ţetta í dag. Hér er frétt blađsins á síđu 4 endurbirt:

 

Tilskipun um samlokur
Tilskipun ESB vegna tyrkneskra samloka tekur gildiSjávarútvegsráđuneytiđ á fullt í fangi međ tilskipanir
Mikiđ annríki hefur veriđ hjá sjávarútvegs- og landbúnađarráđuneytinu og Matvćlastofnun vegna breytinga á reglugerđum vegna innleiđinga á tilskipunum ...

Höfuđstöđvar ESB í Brussel Tilskipanir frá ESB hafa áhrif á frambođ á matvöru í íslenskum verslunum.
Mikiđ annríki hefur veriđ hjá sjávarútvegs- og landbúnađarráđuneytinu og Matvćlastofnun vegna breytinga á reglugerđum vegna innleiđinga á tilskipunum frá Evrópusambandinu.

 

Má ţar nefna ađ ný reglugerđ um verndarráđstafanir varđandi innflutning á samlokum frá Tyrklandi sem eru ćtlađar til manneldis gekk í gildi á Íslandi hinn 22. september sl.

 

Fram kemur í Stjórnartíđindum ESB ađ um sé ađ rćđa bivalve molluscs, eđa samlokur sem samheiti yfir flokk lindýra, ţ.e. skelfisk.

 

Ástćđa bannsins er sú ađ tyrkneskar samlokur hafa ekki uppfyllt kröfur um hreinlćti. Er ţví lagt bann viđ innflutningi á tyrkneskum samlokum til ríkja Evrópusambandsins og EES-svćđisins.

 

Skilyrđi um karrílauf

 

Annađ dćmi er ný reglugerđ um sérstök skilyrđi fyrir innflutningi á okru og karrílaufi frá Indlandi.

 

Ţriđja dćmiđ er reglugerđ um aukaefni í matvćlum, ađ ţví er varđar notkun á natrínfosfötum (E 339) í náttúrulegar garnir fyrir pylsur og notkun á brennisteinsdíoxíđi - súlfítum (E 220-228) í afurđir, ađ stofni til úr kryddvíni. Ţá tók gildi reglugerđ um matvćli »sem eru ćtluđ ungbörnum og smábörnum, matvćli sem eru notuđ í sérstökum lćknisfrćđilegum tilgangi og ţyngdarstjórnunarfćđi í stađ alls annars fćđis,« svo vitnađ sé til texta í umrćddri reglugerđ.

 

Ţegar óskađ var upplýsinga hjá Matvćlastofnun um tilefni ţessara reglugerđarbreytinga var á ţađ bent ađ hér vćru á ferđ nokkrar reglugerđir sem jafn marga sérfrćđinga ţyrfti til ađ rćđa um. Vannst ţví ekki tími til ađ ganga frá málinu.

 

Ólafur Friđriksson, skrifstofustjóri í sjávarútvegs- og landbúnađarráđuneytinu, segir ađspurđur mikinn tíma fara í ţađ ár hvert innan ráđuneytisins ađ tryggja ađ tilskipanir frá ESB séu innleiddar í íslenskar reglugerđir.

 

Á erfitt međ ađ hafa undan

 

»Á okkar skrifstofu erum viđ međ einn starfsmann í ţessu verkefni. Hann gerir nánast ekkert annađ og á fullt í fangi međ ađ hafa undan. Ţađ er í mörg horn ađ líta. Viđ ţurfum líka ađ vinna ţetta međ okkar sérfrćđingum hjá Matvćlastofnun. Síđan er umtalsverđ sérfrćđivinna sem fer fram hjá Matvćlastofnun og oft á tíđum ţyrfti ráđuneytiđ, og ef til vill líka Matvćlastofnun, ađ hafa meiri mannafla og getu til ţess ađ fylgjast međ ţví hvađa gerđir eru í farvatninu og hverjar eru til međferđar í sérfrćđinganefndum ESB. Ţar er kannski pottur brotinn hjá okkur,« segir Ólafur sem telur mikilvćgt ađ geta gert athugasemdir á fyrri stigum.

 

»Ef viđ höfum eitthvađ sérstakt til málanna ađ leggja og ef ađstćđur hér á landi eru öđruvísi en annars stađar ţá ţurfum viđ ađ koma ţeim sjónarmiđum á framfćri ţegar viđkomandi reglugerđ er í smíđum. Ţegar undirbúningsvinna ađ reglugerđinni fer fram er mikilvćgt ađ koma ađ međ ţau sjónarmiđ sem viđ höfum. Ef viđ höfum málefnalegar ástćđur, ţá eru miklu meiri líkur á ţví ađ ţađ sé hćgt ađ taka á ţví međan reglugerđin er í smíđum, heldur en eftir ađ búiđ er ađ gefa hana út og innleiđa hana međal ađildarlanda,« segir Ólafur.

 

»Mjög umfangsmikil löggjöf«

 

Jón Gíslason, forstjóri Matvćlastofnunar, segir innleiđingu tilskipana frá ESB í ţeim málaflokkum sem varđa störf stofnunarinnar alfariđ á höndum sjávarútvegs- og landbúnađarráđuneytisins.

 

»Eftirlitiđ er síđan ýmist hjá okkur eđa heilbrigđiseftirliti sveitarfélaga,« segir Jón og á viđ eftirlit međ framleiđslu dýraafurđa. Annađ eftirlit á markađi međ tilbúnum matvćlum sé hjá heilbrigđiseftirliti sveitarfélaga. »Ţađ mćtti eflaust vera fleira fólk í ţessum störfum. Ţetta er mjög umfangsmikil löggjöf,« segir Jón og svarar ţví ađspurđur til ađ kröfur um öryggi matvćla aukist sífellt.

 

Spurđur hvort starfsmenn MAST komi ađ ferlinu ţegar reglugerđarbreytingar ganga í gegn segir Jón »slíka vinnu geta veriđ í samstarfi viđ starfsmenn ráđuneytisins ţegar ţeir eru ađ innleiđa reglugerđirnar«. 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ívar Pálsson

Viđ getum alveg sleppt ţví ađ fylla reglugerđir okkar af óviđeigandi höftum, eftirliti og rusli sem ţvćlist bara fyrir öllu venjulegu fólki. Heldur fólk ađ viđ getum ekki metiđ sjálf hvort viđ kaupum 60W eđa 75W peru eđa 2500W frekar en 1500W hárţurrku. Verkinu lýkur t.d. fyrr međ öflugra tćkinu. Okkur ber engin skylda ađ fćra annara ţjóđa tilskipanir í lög hér nema okkur sýnist svo. ESB myndi ekki rjúfa ESB- samninginn vegna ţeirra smárćđa og ef ţeir gerđu svo, fariđ hefur ţá fé betra.

Ívar Pálsson, 22.10.2014 kl. 17:42

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri fćrslur

Mars 2021
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.3.): 44
  • Sl. sólarhring: 56
  • Sl. viku: 1151
  • Frá upphafi: 993135

Annađ

  • Innlit í dag: 39
  • Innlit sl. viku: 989
  • Gestir í dag: 39
  • IP-tölur í dag: 39

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband